Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 08:32 Tveir dómsmálaráðherrar hafa með stuttu millibili kosið að tala niður Ísland, sérkenni þess og mögulega landkynningu. Fyrir um ári síðan stóð Guðrún Hafsteinsdóttir í ræðustól Alþingis og ræddi mögulegar ástæður að baki komu fólks á flótta til Íslands. „Ekki er það veðrið,“ sagði hún. Enda skítaveður. Rúmu ári síðar hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lagt fram frumvarp með vísun til þess sem hún kallar „óeðlilega ásókn“ erlendra nemenda í nám við Háskóla Íslands. Sigríður Hagalín Björnsdóttur vakti í nýlegri grein athygli á þeim fjölda fólks sem stundar nú nám í íslensku sem öðru tungumáli og þeirri málrækt sem þar fer fram. Í frumvarpi Þorbjargar og ummælum hennar um þá þróun birtist annars konar and-landkynning: ekki er það tungan. Um sömu mundir birti Vísir viðtal við nemendur í umræddu námi, þar sem þau deila uppáhaldsorðum sínum á íslensku. Meðal viðmælenda var Anastasiia Chernova frá Úkraínu, sem sagði að orðið landkynning ætti vel við sig. Hún elski Ísland og íslenska tungu og telji hlutverk sitt hér felast í því að hjálpa öðrum Úkraínumönnum „að læra inn á íslenska tungu og menningu.“ Aldrei hef ég heyrt jafn fallega og persónulega skilgreiningu á hugtakinu landkynning. Hingað til hefur það orð vísað til starfsemi sem ég tel hafa holað samfélagið að innan, hvernig uppblásin nýfrjálshyggja hefur skapað ímynd af landinu til kynningar, vöru sem hefur annars lítið með daglegt líf hér að gera. Í orðum Chernova birtist allt önnur sýn á hugtakið landkynning: hvernig þú kynnist landinu sem þú býrð í, dag frá degi, í nánu samneyti við náungann. Í sama viðtali er haft eftir Sólveigu Ástu Sigurðardóttur, nýdoktor og adjúnkt við Háskóla Íslands, að upp sé runnin gullöld íslenskrar tungu. Með orðum sínum, með því að vísa til þeirrar innspýtingar sem nemendur í íslensku sem öðru tungumáli veita málinu, sneri hún vörn í sókn. Er ekki löngunin sú að íslenskan blómstri og að áhugi á að beita henni vaxi? Viljinn til að íslensk tunga dafni á sér langar rætur og má tengja við sjálfstæðisbaráttu landsins. En Ísland er lítil þjóð og er enn að átta sig á hlutskipti sínu og stöðu í alþjóðlegu samhengi. „Var Ísland nýlenda, svaraðu nú, já eða nei?“ var spurning sem ég heyrði í smáspjalli á dögunum. Við virðumst ekki vita það og erum enn að leita svara, erfitt er að byggja framtíð á grunni sem er okkur óljós. Mögulega hefur velvild gagnvart íslenskri tungu sem undirstöðu þjóðarímyndar aldrei byggst á því að líta á tungumálið sjálft sem gulls ígildi. Á bókmenntahátíð í vor sagði dansk-grænlenski höfundurinn Kuluk Helms frá menningarsjokki sem hún upplifði hér á landi, þegar hún áttaði sig á því að það þyrfti að kaupa bókasafnskort á Íslandi. Að aðgangur að bókasöfnum væri í þeim skilningi ekki frjáls. Nýtilkynntur niðurskurður bókasafnssjóðs og aðrar sparnaðaraðgerðir stjórnvalda gagnvart tungumálinu benda til að upphafning þess og virði hafi fremur snúist um að öðlast viðurkenningu sem þjóð meðal þjóða og samsama sig öðrum vestrænum ríkjum. Þegar dómsmálaráðherra telur upp upprunalönd þeirra sem sýna óeðlilega ásókn í nám á Íslandi, tilgreinir sérstaklega Nígeríu, Pakistan og Gana, skín í gegn áhersla á hvítleika. Háskólasamfélagið er vel í stakk búið til að bregðast við þeirri orðræðu og þróun sem dómsmálaráðherra grundvallar frumvarpsdrög sín á með tilvísun til samstilltra aðgerða Evrópu og Norðurlandanna. Ef við viljum líta út fyrir landsteinana, lítum þá frekar til þeirrar alþjóðlegu hefðar innan háskóla að vera ekki einungis vettvangur gagnrýnnar afstöðu heldur einnig afdrep eða var. Í Bretlandi hefur fjöldi háskólafólks tekið höndum saman um framtakið Háskóli sem griðastaður (e. University of Sanctuary). Þar eru á ferð samtök sem veita háskólum viðurkenningu með þessum stimpli, ef þeir geta sýnt fram á að þeir séu öruggt og móttækilegt umhverfi fyrir nemendur og fræðimenn í viðkvæmri stöðu, einkum fólk á flótta, hælisleitendur og aðra sem þurfa á stuðningi og vernd að halda. Markmiðið er að skapa gestrisni og samstöðu innan háskólasamfélagsins og tengja hana við breiðari hugmynd um menntun sem mannréttindi. Að Háskóli Íslands hljóti þá nafnbót væri verðmæt landkynning. Höfundur er doktorsnemi við Háskóla Íslands og myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Tveir dómsmálaráðherrar hafa með stuttu millibili kosið að tala niður Ísland, sérkenni þess og mögulega landkynningu. Fyrir um ári síðan stóð Guðrún Hafsteinsdóttir í ræðustól Alþingis og ræddi mögulegar ástæður að baki komu fólks á flótta til Íslands. „Ekki er það veðrið,“ sagði hún. Enda skítaveður. Rúmu ári síðar hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lagt fram frumvarp með vísun til þess sem hún kallar „óeðlilega ásókn“ erlendra nemenda í nám við Háskóla Íslands. Sigríður Hagalín Björnsdóttur vakti í nýlegri grein athygli á þeim fjölda fólks sem stundar nú nám í íslensku sem öðru tungumáli og þeirri málrækt sem þar fer fram. Í frumvarpi Þorbjargar og ummælum hennar um þá þróun birtist annars konar and-landkynning: ekki er það tungan. Um sömu mundir birti Vísir viðtal við nemendur í umræddu námi, þar sem þau deila uppáhaldsorðum sínum á íslensku. Meðal viðmælenda var Anastasiia Chernova frá Úkraínu, sem sagði að orðið landkynning ætti vel við sig. Hún elski Ísland og íslenska tungu og telji hlutverk sitt hér felast í því að hjálpa öðrum Úkraínumönnum „að læra inn á íslenska tungu og menningu.“ Aldrei hef ég heyrt jafn fallega og persónulega skilgreiningu á hugtakinu landkynning. Hingað til hefur það orð vísað til starfsemi sem ég tel hafa holað samfélagið að innan, hvernig uppblásin nýfrjálshyggja hefur skapað ímynd af landinu til kynningar, vöru sem hefur annars lítið með daglegt líf hér að gera. Í orðum Chernova birtist allt önnur sýn á hugtakið landkynning: hvernig þú kynnist landinu sem þú býrð í, dag frá degi, í nánu samneyti við náungann. Í sama viðtali er haft eftir Sólveigu Ástu Sigurðardóttur, nýdoktor og adjúnkt við Háskóla Íslands, að upp sé runnin gullöld íslenskrar tungu. Með orðum sínum, með því að vísa til þeirrar innspýtingar sem nemendur í íslensku sem öðru tungumáli veita málinu, sneri hún vörn í sókn. Er ekki löngunin sú að íslenskan blómstri og að áhugi á að beita henni vaxi? Viljinn til að íslensk tunga dafni á sér langar rætur og má tengja við sjálfstæðisbaráttu landsins. En Ísland er lítil þjóð og er enn að átta sig á hlutskipti sínu og stöðu í alþjóðlegu samhengi. „Var Ísland nýlenda, svaraðu nú, já eða nei?“ var spurning sem ég heyrði í smáspjalli á dögunum. Við virðumst ekki vita það og erum enn að leita svara, erfitt er að byggja framtíð á grunni sem er okkur óljós. Mögulega hefur velvild gagnvart íslenskri tungu sem undirstöðu þjóðarímyndar aldrei byggst á því að líta á tungumálið sjálft sem gulls ígildi. Á bókmenntahátíð í vor sagði dansk-grænlenski höfundurinn Kuluk Helms frá menningarsjokki sem hún upplifði hér á landi, þegar hún áttaði sig á því að það þyrfti að kaupa bókasafnskort á Íslandi. Að aðgangur að bókasöfnum væri í þeim skilningi ekki frjáls. Nýtilkynntur niðurskurður bókasafnssjóðs og aðrar sparnaðaraðgerðir stjórnvalda gagnvart tungumálinu benda til að upphafning þess og virði hafi fremur snúist um að öðlast viðurkenningu sem þjóð meðal þjóða og samsama sig öðrum vestrænum ríkjum. Þegar dómsmálaráðherra telur upp upprunalönd þeirra sem sýna óeðlilega ásókn í nám á Íslandi, tilgreinir sérstaklega Nígeríu, Pakistan og Gana, skín í gegn áhersla á hvítleika. Háskólasamfélagið er vel í stakk búið til að bregðast við þeirri orðræðu og þróun sem dómsmálaráðherra grundvallar frumvarpsdrög sín á með tilvísun til samstilltra aðgerða Evrópu og Norðurlandanna. Ef við viljum líta út fyrir landsteinana, lítum þá frekar til þeirrar alþjóðlegu hefðar innan háskóla að vera ekki einungis vettvangur gagnrýnnar afstöðu heldur einnig afdrep eða var. Í Bretlandi hefur fjöldi háskólafólks tekið höndum saman um framtakið Háskóli sem griðastaður (e. University of Sanctuary). Þar eru á ferð samtök sem veita háskólum viðurkenningu með þessum stimpli, ef þeir geta sýnt fram á að þeir séu öruggt og móttækilegt umhverfi fyrir nemendur og fræðimenn í viðkvæmri stöðu, einkum fólk á flótta, hælisleitendur og aðra sem þurfa á stuðningi og vernd að halda. Markmiðið er að skapa gestrisni og samstöðu innan háskólasamfélagsins og tengja hana við breiðari hugmynd um menntun sem mannréttindi. Að Háskóli Íslands hljóti þá nafnbót væri verðmæt landkynning. Höfundur er doktorsnemi við Háskóla Íslands og myndlistarmaður.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar