Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 09:02 Tómas mætti með Hreiðar Levý Guðmundsson og Nablinn mætti með Björgvin Pál Gústavsson. Sýn Sport Extra-leikarnir halda áfram í Bónus Körfuboltakvöldi Extra og nú var boðið upp á vítakeppni í handbolta. Extra-leikarnir eru fastur liður í Bónus Körfuboltakvöldi Extra en þar spreyta Nablinn, Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson sig í ýmsum íþróttagreinum. Þeir hafa verið að reyna fyrir sér í frjálsum íþróttum og fótbolta-körfubolta en nú var komið að harpixinu. Þetta var sjötta umferð Extra-leikanna sem verða í gangi í allan vetur. „Núna erum við farin í handboltann. Þetta er mitt sport. Það er vítakastkeppni sem er fram undan. Tommi Steindórs. Hefðir mögulega orðið besti línumaður sögunnar ef þú hefðir bara valið handboltann,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það var ekkert um það að velja. Ég var frá Hellu. Ég fór í handbolta síðast í grunnskóla 2006 og ég hef bara ekki snert hann síðan. Þannig að það var aldrei neitt val um það að fara í handbolta,“ sagði Tómas Steindórsson. Klippa: Extra-leikarnir: 6. umferð - vítakeppni í handbolta „Andri, en þú aftur á móti æfðir handbolta. Má alveg segja að þú æfir handboltann ennþá,“ sagði Stefán Árni. „Já, ég tók æfingu á mánudaginn með þriðja flokki HK og það fór gott orð af því,“ sagði Andri Már Eggertsson sem viðurkenndi að hafa bara tekið fyrsta hálftímann. Það sá samt á Nablanum eftir æfinguna. „Já, ég fékk blöðru. Þetta var fyrsta æfingin í átta ár,“ sagði Andri Már sem mætti með teip í vítakeppnina. „Það sem er gaman við þessa keppni, kæru áhorfendur, er að þeir mæta með sinn eigin markvörð. Og þeir eru nú ekki af ódýrari gerðinni. Þetta eru silfurdrengirnir báðir,“ sagði Stefán. Tómas mætti með Hreiðar Levý Guðmundsson og Nablinn mætti með Björgvin Pál Gústavsson. Þeir stóðu saman í marki íslenska landsliðsins þegar liðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Björgvin Páll er enn að spila og enn í landsliðinu en það er svolítið síðan skórnir hans Hreiðars fóru upp á hillu. Það má sjá stutt viðtal við silfurdrengina og svo alla vítakeppnina í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Handbolti Tengdar fréttir Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Hvor kastar lengra? Nablinn Andri Már Eggertsson með kúlu fyrir kvenmenn eða Tómas Steindórsson með kúlu fyrir karlmenn? Svarið við þeirri stóru spurningu fékkst í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. 21. október 2025 12:00 „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Extra-leikarnir halda áfram og enn á ný var boðið upp á spennandi keppni með passlegri blöndu af keppnisskapi, gríni og kyndingum. 30. október 2025 09:31 Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna. 22. október 2025 17:31 Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Hvernig ætli Andra Má Eggertssyni, Nablanum, og Tómasi Steindórssyni gengi í langstökki? Svarið við þeirri spurningu fékkst í Bónus Körfuboltakvöldi extra í gær. 14. október 2025 10:02 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Extra-leikarnir eru fastur liður í Bónus Körfuboltakvöldi Extra en þar spreyta Nablinn, Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson sig í ýmsum íþróttagreinum. Þeir hafa verið að reyna fyrir sér í frjálsum íþróttum og fótbolta-körfubolta en nú var komið að harpixinu. Þetta var sjötta umferð Extra-leikanna sem verða í gangi í allan vetur. „Núna erum við farin í handboltann. Þetta er mitt sport. Það er vítakastkeppni sem er fram undan. Tommi Steindórs. Hefðir mögulega orðið besti línumaður sögunnar ef þú hefðir bara valið handboltann,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það var ekkert um það að velja. Ég var frá Hellu. Ég fór í handbolta síðast í grunnskóla 2006 og ég hef bara ekki snert hann síðan. Þannig að það var aldrei neitt val um það að fara í handbolta,“ sagði Tómas Steindórsson. Klippa: Extra-leikarnir: 6. umferð - vítakeppni í handbolta „Andri, en þú aftur á móti æfðir handbolta. Má alveg segja að þú æfir handboltann ennþá,“ sagði Stefán Árni. „Já, ég tók æfingu á mánudaginn með þriðja flokki HK og það fór gott orð af því,“ sagði Andri Már Eggertsson sem viðurkenndi að hafa bara tekið fyrsta hálftímann. Það sá samt á Nablanum eftir æfinguna. „Já, ég fékk blöðru. Þetta var fyrsta æfingin í átta ár,“ sagði Andri Már sem mætti með teip í vítakeppnina. „Það sem er gaman við þessa keppni, kæru áhorfendur, er að þeir mæta með sinn eigin markvörð. Og þeir eru nú ekki af ódýrari gerðinni. Þetta eru silfurdrengirnir báðir,“ sagði Stefán. Tómas mætti með Hreiðar Levý Guðmundsson og Nablinn mætti með Björgvin Pál Gústavsson. Þeir stóðu saman í marki íslenska landsliðsins þegar liðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Björgvin Páll er enn að spila og enn í landsliðinu en það er svolítið síðan skórnir hans Hreiðars fóru upp á hillu. Það má sjá stutt viðtal við silfurdrengina og svo alla vítakeppnina í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Handbolti Tengdar fréttir Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Hvor kastar lengra? Nablinn Andri Már Eggertsson með kúlu fyrir kvenmenn eða Tómas Steindórsson með kúlu fyrir karlmenn? Svarið við þeirri stóru spurningu fékkst í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. 21. október 2025 12:00 „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Extra-leikarnir halda áfram og enn á ný var boðið upp á spennandi keppni með passlegri blöndu af keppnisskapi, gríni og kyndingum. 30. október 2025 09:31 Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna. 22. október 2025 17:31 Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Hvernig ætli Andra Má Eggertssyni, Nablanum, og Tómasi Steindórssyni gengi í langstökki? Svarið við þeirri spurningu fékkst í Bónus Körfuboltakvöldi extra í gær. 14. október 2025 10:02 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Hvor kastar lengra? Nablinn Andri Már Eggertsson með kúlu fyrir kvenmenn eða Tómas Steindórsson með kúlu fyrir karlmenn? Svarið við þeirri stóru spurningu fékkst í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. 21. október 2025 12:00
„Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Extra-leikarnir halda áfram og enn á ný var boðið upp á spennandi keppni með passlegri blöndu af keppnisskapi, gríni og kyndingum. 30. október 2025 09:31
Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna. 22. október 2025 17:31
Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Hvernig ætli Andra Má Eggertssyni, Nablanum, og Tómasi Steindórssyni gengi í langstökki? Svarið við þeirri spurningu fékkst í Bónus Körfuboltakvöldi extra í gær. 14. október 2025 10:02