Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar 12. nóvember 2025 20:31 Í gær sótti ég aukaársfund Lífsverks lífeyrissjóðs þar sem kynnt var tillaga um sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn. Í aðdraganda málsins hafa báðir sjóðir haldið kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og farið yfir forsendur og kosti sameiningar. Eins og oft gerist eru skiptar skoðanir, og á fundum Lífsverks hefur borið á efasemdum. Spurningin er því: Er þessi sameining ákjósanleg? Samsetning sjóðfélaga Almenni lífeyrissjóðurinn er faggreinasjóður lækna, tæknifræðinga, arkitekta og leiðsögumanna, auk þess sem öðrum er heimil aðild. Lífsverk er faggreinasjóður verkfræðinga og opinn öllum háskólamenntuðum. Starfsumhverfi þessara hópa er svipað, sem endurspeglast í lágri örorkutíðni í báðum sjóðum. Sjóðfélagar eru almennt lítið útsettir fyrir slysum og óhöppum, sem þýðir að sjaldnar reynir á tryggingaþættina (örorku-, maka- og barnalífeyri). Stærstur hluti iðgjalda og ávöxtunar fer til greiðslu ellilífeyris. Samkvæmt síðustu tryggingafræðilegu athugun eru skuldbindingar Almenna lífeyrissjóðsins 89,0% vegna ellilífeyris, 4,1% vegna örorkulífeyris og 3,6% vegna makalífeyris. Hjá Lífsverk eru hlutföllin 87,3%, 2,5% og 6,2%. Áætlaður rekstrarkostnaður er 2,9% af skuldbindingum hjá Almenna og 3,8% hjá Lífsverk. Lífeyrisbyrði Lífeyrisbyrði er hlutfall greidds lífeyris miðað við innborguð iðgjöld. Í samtryggingadeildum beggja lífeyrissjóða hefur lífeyrisbyrðin hækkað verulega undanfarin ár – það leiðir af því að stórir árgangar eru að hefja töku lífeyris og sjóðfélagar eldast. Árið 2024 var lífeyrisbyrði Almenna 50,0% samanborið við 33,1% árið 2015. Hjá Lífsverk var hún 50,9% árið 2024 en 23,4% árið 2015. Hlutfallsaukningin er minni hjá Almenna, sem skýrist að hluta af meiri fjölgun sjóðfélaga þar. Frá 2015 til 2024 fjölgaði sjóðfélögum um 7,5% að meðaltali á ári hjá Almenna en um 3,5% að meðaltali á ári hjá Lífsverk. Samþykktir Samþykktir sjóðanna eru líkar, en nokkur blæbrigðamunur er til staðar. Í Almenna greiða sjóðfélagar 8,5% af launum til öflunar réttinda frá 70 ára aldri, en í Lífsverki er hlutfallið 10% frá 67 ára aldri. Munur er einnig á vægi atkvæða: hjá Lífsverki er það jafnt, en hjá Almenna ræðst það af innistæðu í séreign og virði réttinda í samtryggingu. Í samþykktum Lífsverks er ákvæði (gr. 6.2) um jafnvægi framtíðariðgjalda og skuldbindinga, sem tryggir að réttindi séu jafn verðmæt og iðgjöld. Þar má staða ekki víkja meira en frá -1% til +3%, en hjá Almenna er bilið -5% til +5% (gr. 24.1). Ef af sameiningu verður mætti þrengja þetta bil. Réttindaávinnsla Í báðum sjóðum geta sjóðfélagar flýtt eða frestað töku lífeyris á bilinu 60–80 ára, sem hefur áhrif á greiðslur. Miðað við töku lífeyris hjá Lífsverki við 70 ára aldur er réttindaávinnsla um 1,5% hærri en hjá Almenna. Á fundi Almenna kom fram að réttindaávinnsla muni hækka við sameiningu og líklega verður hún á pari við núverandi ávinnslu hjá Lífsverki. Niðurstaða Ársfundir sameinaðs sjóðs munu vart rúmast í kjallaranum í Verkfræðingahúsi – og það verður missir fyrir þá sem til þekkja. Þrátt fyrir smávægilegan mun á samþykktum eru líkindi í samsetningu sjóðfélaga og réttindaávinnslu sterk rök fyrir sameiningu. Með aukinni áhættudreifingu og væntingum um ábata vegna stærðarhagkvæmni er þetta sameining sem virðist mjög ákjósanleg. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:00. Ef þú ert sjóðfélagi þá getur þú greitt atkvæði hér hjá Lífsverki og hér hjá Almenna. Höfundur er verkfræðingur með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Í gær sótti ég aukaársfund Lífsverks lífeyrissjóðs þar sem kynnt var tillaga um sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn. Í aðdraganda málsins hafa báðir sjóðir haldið kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og farið yfir forsendur og kosti sameiningar. Eins og oft gerist eru skiptar skoðanir, og á fundum Lífsverks hefur borið á efasemdum. Spurningin er því: Er þessi sameining ákjósanleg? Samsetning sjóðfélaga Almenni lífeyrissjóðurinn er faggreinasjóður lækna, tæknifræðinga, arkitekta og leiðsögumanna, auk þess sem öðrum er heimil aðild. Lífsverk er faggreinasjóður verkfræðinga og opinn öllum háskólamenntuðum. Starfsumhverfi þessara hópa er svipað, sem endurspeglast í lágri örorkutíðni í báðum sjóðum. Sjóðfélagar eru almennt lítið útsettir fyrir slysum og óhöppum, sem þýðir að sjaldnar reynir á tryggingaþættina (örorku-, maka- og barnalífeyri). Stærstur hluti iðgjalda og ávöxtunar fer til greiðslu ellilífeyris. Samkvæmt síðustu tryggingafræðilegu athugun eru skuldbindingar Almenna lífeyrissjóðsins 89,0% vegna ellilífeyris, 4,1% vegna örorkulífeyris og 3,6% vegna makalífeyris. Hjá Lífsverk eru hlutföllin 87,3%, 2,5% og 6,2%. Áætlaður rekstrarkostnaður er 2,9% af skuldbindingum hjá Almenna og 3,8% hjá Lífsverk. Lífeyrisbyrði Lífeyrisbyrði er hlutfall greidds lífeyris miðað við innborguð iðgjöld. Í samtryggingadeildum beggja lífeyrissjóða hefur lífeyrisbyrðin hækkað verulega undanfarin ár – það leiðir af því að stórir árgangar eru að hefja töku lífeyris og sjóðfélagar eldast. Árið 2024 var lífeyrisbyrði Almenna 50,0% samanborið við 33,1% árið 2015. Hjá Lífsverk var hún 50,9% árið 2024 en 23,4% árið 2015. Hlutfallsaukningin er minni hjá Almenna, sem skýrist að hluta af meiri fjölgun sjóðfélaga þar. Frá 2015 til 2024 fjölgaði sjóðfélögum um 7,5% að meðaltali á ári hjá Almenna en um 3,5% að meðaltali á ári hjá Lífsverk. Samþykktir Samþykktir sjóðanna eru líkar, en nokkur blæbrigðamunur er til staðar. Í Almenna greiða sjóðfélagar 8,5% af launum til öflunar réttinda frá 70 ára aldri, en í Lífsverki er hlutfallið 10% frá 67 ára aldri. Munur er einnig á vægi atkvæða: hjá Lífsverki er það jafnt, en hjá Almenna ræðst það af innistæðu í séreign og virði réttinda í samtryggingu. Í samþykktum Lífsverks er ákvæði (gr. 6.2) um jafnvægi framtíðariðgjalda og skuldbindinga, sem tryggir að réttindi séu jafn verðmæt og iðgjöld. Þar má staða ekki víkja meira en frá -1% til +3%, en hjá Almenna er bilið -5% til +5% (gr. 24.1). Ef af sameiningu verður mætti þrengja þetta bil. Réttindaávinnsla Í báðum sjóðum geta sjóðfélagar flýtt eða frestað töku lífeyris á bilinu 60–80 ára, sem hefur áhrif á greiðslur. Miðað við töku lífeyris hjá Lífsverki við 70 ára aldur er réttindaávinnsla um 1,5% hærri en hjá Almenna. Á fundi Almenna kom fram að réttindaávinnsla muni hækka við sameiningu og líklega verður hún á pari við núverandi ávinnslu hjá Lífsverki. Niðurstaða Ársfundir sameinaðs sjóðs munu vart rúmast í kjallaranum í Verkfræðingahúsi – og það verður missir fyrir þá sem til þekkja. Þrátt fyrir smávægilegan mun á samþykktum eru líkindi í samsetningu sjóðfélaga og réttindaávinnslu sterk rök fyrir sameiningu. Með aukinni áhættudreifingu og væntingum um ábata vegna stærðarhagkvæmni er þetta sameining sem virðist mjög ákjósanleg. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:00. Ef þú ert sjóðfélagi þá getur þú greitt atkvæði hér hjá Lífsverki og hér hjá Almenna. Höfundur er verkfræðingur með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar