Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar 10. nóvember 2025 07:00 Biðraðamenningin í íslensku stjórnkerfi er því miður orðin svo landlæg að við kippum okkur ekkert upp við það lengur að börn þurfi að mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Börn bíða árum saman eftir nauðsynlegri heilbrigðis- og velferðarþjónustu og slíkt hið sama á við þegar börn búa við það ástand að fá ekki að hitta foreldri sitt vegna ágreinings milli þeirra fullorðnu. Fyrir ekki svo löngu síðan gilti svokölluð þriggja mánaða regla innan stjórnsýslunnar, um að mál skyldi helst afgreitt innan þriggja mánaða frá því það barst stofnun eða embætti. Í dag er veruleikinn allt annar. Oftar en ekki er borgarinn heppinn hafi mál sem sent er stjórnsýslunni yfirleitt verið opnað innan þriggja mánaða, hvað þá leyst úr því. Þetta virðast ráðamenn bara líta á sem eðlilegan hlut, til mikils tjóns fyrir borgara landsins. Erindi þessa pistils er að beina sjónum dómsmálaráðherra að ófremdarástandi sem ríkir í málaflokki fjölskyldna hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem að hluta til smitast svo yfir í önnur sýslumannsembætti vegna fyrirkomulags sáttameðferða. Við samvistarslit þurfa foreldrar að leita til sýslumanns til að fá skrásetningu á því hvernig forsjá, lögheimili og umgengni ólögráða barna skuli háttað. Sama þurfa foreldar að gera sem síðar verða ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag. Séu foreldar ósammála um forsjá og lögheimili er ekki annað hægt en að leita til dómstóla því sýslumaður úrskurðar eingöngu um umgengni. Barnalögin fyrirskipa að áður mál er varðar forsjá, lögheimili eða umgengni séu leidd til lykta verði foreldrar að hafa undirgengist sáttameðferð. Ef foreldrar búa á höfuðborgarsvæðinu þá leita þau til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á heimasíðu embættisins gefur að líta yfirlit yfir biðtímann sem mætir þeim. Þegar foreldri hefur sótt um breytingu á forsjá/lögheimili/umgengni þá er biðtími eftir fyrsta viðtali við fulltrúa sýslumanns heilir 9 mánuðir! Ef foreldrar koma ekki saman til fyrsta viðtals, þá lengist biðtíminn enn eftir að fulltrúi hafi fengið fram afstöðu hins foreldrisins. Eftir ágreiningur er til staðar þá þurfa þau að bíða eftir að komast í sáttameðferð. Bið eftir fyrsta tíma í sáttameðferð er heilir 8 mánuðir! Sáttameðferð getur tekið langan tíma og ef ágreiningur er mikill þá getur verið uppi sú staða í flóknum málum að barn hafi ekki fengið að hitta hitt foreldri sitt í tvö ár, jafnvel lengur. Ef ekki er ætlunin að fara fyrir dóm, heldur eingöngu fá úrskurð um umgengni þá þarf að bíða enn í nokkra mánuði eftir að sáttameðferð er lokið. Dæmi eru jafnvel um að eftir að málsaðilar höfðu lagt inn sínar tillögur að sáttum þá lágu þær ofan í skúffu í 6 mánuði þar til þær voru kynntar hinu foreldrinu, og allan þann tíma fékk barn ekki að hitta foreldri sitt. Er þannig á þriðja ár liðið frá því foreldri, sem ekki fær að hitta barn sitt, leitaði til sýslumanns. Fari foreldri með mál fyrir dóm þá tekur slík málsmeðferð um 12 – 18 mánuði. Samtals eru þarna liðin að minnsta kosti 3 ár af lífi barnsins og foreldra þess en jafnvel meira. Nú skal því haldið til haga að ekki allir foreldrar loka algjörlega á umgengni barns við hitt foreldrið í aðstæðum sem þessum, en það getur engu að síður verði aðkallandi að skráning lögheimilis barns sé ekki lengi í óvissu, vegna skólagöngu, barnabóta, meðlags ofl. Barn sem verður af svona mikilvægum tengslum við annað foreldri sitt árum saman verður fyrir varanlegu tjóni enda barnsárin dýrmætur tími í þroska og tengslamyndun. Að það taki stjórnvald svona langan tíma að ljúka einföldu verki eins og að afgreiða mál er varðar forsjá, lögheimili og umgengni barns er með öllu óásættanlegt. Það einfaldlega verður að gera betur. Dómsmálaráðherra verður að taka á þessum málaflokki. Öll athygli allra dómsmálaráðherra undanfarinna ára hefur farið í málefni fólks af erlendum uppruna. Nú biðla ég til dómsmálaráðherra að líta upp úr þeirri einstöku verkefnakistu og koma börnum til bjargar. Þeirra er framtíðin en með áframhaldandi vinnubrögðum eins og að ofan er lýst er verið að skaða þeirra framtíð. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Fjölskyldumál Réttindi barna Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Biðraðamenningin í íslensku stjórnkerfi er því miður orðin svo landlæg að við kippum okkur ekkert upp við það lengur að börn þurfi að mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Börn bíða árum saman eftir nauðsynlegri heilbrigðis- og velferðarþjónustu og slíkt hið sama á við þegar börn búa við það ástand að fá ekki að hitta foreldri sitt vegna ágreinings milli þeirra fullorðnu. Fyrir ekki svo löngu síðan gilti svokölluð þriggja mánaða regla innan stjórnsýslunnar, um að mál skyldi helst afgreitt innan þriggja mánaða frá því það barst stofnun eða embætti. Í dag er veruleikinn allt annar. Oftar en ekki er borgarinn heppinn hafi mál sem sent er stjórnsýslunni yfirleitt verið opnað innan þriggja mánaða, hvað þá leyst úr því. Þetta virðast ráðamenn bara líta á sem eðlilegan hlut, til mikils tjóns fyrir borgara landsins. Erindi þessa pistils er að beina sjónum dómsmálaráðherra að ófremdarástandi sem ríkir í málaflokki fjölskyldna hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem að hluta til smitast svo yfir í önnur sýslumannsembætti vegna fyrirkomulags sáttameðferða. Við samvistarslit þurfa foreldrar að leita til sýslumanns til að fá skrásetningu á því hvernig forsjá, lögheimili og umgengni ólögráða barna skuli háttað. Sama þurfa foreldar að gera sem síðar verða ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag. Séu foreldar ósammála um forsjá og lögheimili er ekki annað hægt en að leita til dómstóla því sýslumaður úrskurðar eingöngu um umgengni. Barnalögin fyrirskipa að áður mál er varðar forsjá, lögheimili eða umgengni séu leidd til lykta verði foreldrar að hafa undirgengist sáttameðferð. Ef foreldrar búa á höfuðborgarsvæðinu þá leita þau til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á heimasíðu embættisins gefur að líta yfirlit yfir biðtímann sem mætir þeim. Þegar foreldri hefur sótt um breytingu á forsjá/lögheimili/umgengni þá er biðtími eftir fyrsta viðtali við fulltrúa sýslumanns heilir 9 mánuðir! Ef foreldrar koma ekki saman til fyrsta viðtals, þá lengist biðtíminn enn eftir að fulltrúi hafi fengið fram afstöðu hins foreldrisins. Eftir ágreiningur er til staðar þá þurfa þau að bíða eftir að komast í sáttameðferð. Bið eftir fyrsta tíma í sáttameðferð er heilir 8 mánuðir! Sáttameðferð getur tekið langan tíma og ef ágreiningur er mikill þá getur verið uppi sú staða í flóknum málum að barn hafi ekki fengið að hitta hitt foreldri sitt í tvö ár, jafnvel lengur. Ef ekki er ætlunin að fara fyrir dóm, heldur eingöngu fá úrskurð um umgengni þá þarf að bíða enn í nokkra mánuði eftir að sáttameðferð er lokið. Dæmi eru jafnvel um að eftir að málsaðilar höfðu lagt inn sínar tillögur að sáttum þá lágu þær ofan í skúffu í 6 mánuði þar til þær voru kynntar hinu foreldrinu, og allan þann tíma fékk barn ekki að hitta foreldri sitt. Er þannig á þriðja ár liðið frá því foreldri, sem ekki fær að hitta barn sitt, leitaði til sýslumanns. Fari foreldri með mál fyrir dóm þá tekur slík málsmeðferð um 12 – 18 mánuði. Samtals eru þarna liðin að minnsta kosti 3 ár af lífi barnsins og foreldra þess en jafnvel meira. Nú skal því haldið til haga að ekki allir foreldrar loka algjörlega á umgengni barns við hitt foreldrið í aðstæðum sem þessum, en það getur engu að síður verði aðkallandi að skráning lögheimilis barns sé ekki lengi í óvissu, vegna skólagöngu, barnabóta, meðlags ofl. Barn sem verður af svona mikilvægum tengslum við annað foreldri sitt árum saman verður fyrir varanlegu tjóni enda barnsárin dýrmætur tími í þroska og tengslamyndun. Að það taki stjórnvald svona langan tíma að ljúka einföldu verki eins og að afgreiða mál er varðar forsjá, lögheimili og umgengni barns er með öllu óásættanlegt. Það einfaldlega verður að gera betur. Dómsmálaráðherra verður að taka á þessum málaflokki. Öll athygli allra dómsmálaráðherra undanfarinna ára hefur farið í málefni fólks af erlendum uppruna. Nú biðla ég til dómsmálaráðherra að líta upp úr þeirri einstöku verkefnakistu og koma börnum til bjargar. Þeirra er framtíðin en með áframhaldandi vinnubrögðum eins og að ofan er lýst er verið að skaða þeirra framtíð. Höfundur er lögmaður.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun