Handbolti

Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir var í stuði gegn KA/Þór.
Sandra Erlingsdóttir var í stuði gegn KA/Þór. vísir/anton

ÍBV rúllaði yfir KA/Þór, 37-24, í 8. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Sandra Erlingsdóttir fór mikinn í liði Eyjakvenna.

ÍBV er núna í 3. sæti deildarinnar með tólf stig, jafnmörg og ÍR sem er í 2. sætinu. Valur er á toppnum með fjórtán stig.

Sandra skoraði tíu mörk fyrir ÍBV en hún er komin með 69 mörk í fyrstu átta umferðum Olís-deildarinnar.

Eyjakonur leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 18-15, en unnu seinni hálfleikinn, 19-9, og leikinn með þrettán marka mun, 37-24. ÍBV hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í deildinni.

Tinna Valgerður Gísladóttir skoraði sex mörk fyrir KA/Þór sem er í 4. sæti deildarinnar með átta níu stig. Þetta var fyrsta tap Akureyringa á útivelli á tímabilinu.

Upplýsingar um gang mála og markaskorara eru fengnar frá Handbolta.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×