Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifa 7. nóvember 2025 09:45 Hinn áttundi nóvember er eineltisdagurinn, dagur helgaður baráttu gegn einelti. Í þeim skilningi ættu allir dagar í raun og sann að vera eineltisdagar; dagar sem minna okkur á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum í baráttu gegn þessum vágesti sem lagt hefur í rúst líf fjölmargra einstaklinga, í sumum tilvikum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Orsakirnar eru taldar vera margbreytilegar og um sumt á huldu en þó er vitað að einn helsti skaðvaldurinn er einelti. Fólk verður fyrir einelti af ýmsum sökum, börn sem þykja sérstök á einhvern hátt, vinnufélagar geta tekið upp á því að sækja að einstaklingi, eða horft fram hjá því þegar einstaklingur er beittur ofbeldi. Þá er kynferðislegt áreiti útbreitt. Í sumum tilvikum virðist sem eitthvert óeðli grípi um sig í hópi sem veldur því að hann sameinast um að veitast að einhverjum einum oftar en ekki af tilefnislausu að því er best verður séð og án þess að sá eða sú sem fyrir ofbeldinu verður hafi nokkuð til sakar unnið. Gegn neikvæðu hópefli af þessu tagi dugar ekki að þegja og leiða það hjá sér heldur ber öllum að bregðast við.Út á það gengur vitundarvakning eineltisdagsins; að vekja okkur sjálf, hvert og eitt, til eigin ábyrgðar. Dagur helgaður baráttunni gegn einelti kom fyrst til sögunnar haustið 2011 og hefur árlega verið vakin á honum athygli með ýmsum hætti. Kirkjuklukkum hefur verið hringt og eitt árið mátti heyra skipsklukkur varðskipa minna á daginn. Sú hefð mætti gjarnan festast í sessi að á hádegi þennan dag sé bjöllum hringt og flautur og horn þeytt. Þannig væri gefinn til kynna stuðningur við þennan þátt mannréttindabaráttunnar. Við undirrituð höfum undanfarin ár reynt að minna á þennan dag með ýmsum hætti, meðal annars greinarskrifum þar sem við hvetjum alla sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning til þess að láta í sér heyra á einhvern hátt á hádegi á eineltisdaginn, 8. nóvember. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og vilja til þess að rjúfa þögnina sem hefur lengi hulið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst.Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember.Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn áttundi nóvember er eineltisdagurinn, dagur helgaður baráttu gegn einelti. Í þeim skilningi ættu allir dagar í raun og sann að vera eineltisdagar; dagar sem minna okkur á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum í baráttu gegn þessum vágesti sem lagt hefur í rúst líf fjölmargra einstaklinga, í sumum tilvikum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Orsakirnar eru taldar vera margbreytilegar og um sumt á huldu en þó er vitað að einn helsti skaðvaldurinn er einelti. Fólk verður fyrir einelti af ýmsum sökum, börn sem þykja sérstök á einhvern hátt, vinnufélagar geta tekið upp á því að sækja að einstaklingi, eða horft fram hjá því þegar einstaklingur er beittur ofbeldi. Þá er kynferðislegt áreiti útbreitt. Í sumum tilvikum virðist sem eitthvert óeðli grípi um sig í hópi sem veldur því að hann sameinast um að veitast að einhverjum einum oftar en ekki af tilefnislausu að því er best verður séð og án þess að sá eða sú sem fyrir ofbeldinu verður hafi nokkuð til sakar unnið. Gegn neikvæðu hópefli af þessu tagi dugar ekki að þegja og leiða það hjá sér heldur ber öllum að bregðast við.Út á það gengur vitundarvakning eineltisdagsins; að vekja okkur sjálf, hvert og eitt, til eigin ábyrgðar. Dagur helgaður baráttunni gegn einelti kom fyrst til sögunnar haustið 2011 og hefur árlega verið vakin á honum athygli með ýmsum hætti. Kirkjuklukkum hefur verið hringt og eitt árið mátti heyra skipsklukkur varðskipa minna á daginn. Sú hefð mætti gjarnan festast í sessi að á hádegi þennan dag sé bjöllum hringt og flautur og horn þeytt. Þannig væri gefinn til kynna stuðningur við þennan þátt mannréttindabaráttunnar. Við undirrituð höfum undanfarin ár reynt að minna á þennan dag með ýmsum hætti, meðal annars greinarskrifum þar sem við hvetjum alla sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning til þess að láta í sér heyra á einhvern hátt á hádegi á eineltisdaginn, 8. nóvember. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og vilja til þess að rjúfa þögnina sem hefur lengi hulið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst.Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember.Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar