ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Sverrir Mar Smárason skrifar 6. nóvember 2025 21:00 Skagamenn þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leiknum á nýjum heimavelli. vísir Blásið var til hátíðar í nýju AvAir höllinni á Akranesi. Tilefnið að sjálfsögðu fyrsti leikur á nýjum heimavelli ÍA liðsins sem bæjarbúar höfðu beðið lengi eftir. Valsmenn fengu það í hendurnar að mæta Skagamönnum í þessum leik. Valsmönnum gengið illa í upphafi tímabils en í kvöld unnu þeir sterkan sigur á Skaganum, 81-83. Gojko Zudzum vann uppkastið fyrir ÍA og skoraði í kjölfarið fyrstu körfu nýju hallarinnar á Akranesi. Fyrsti leikhluti sveiflaðist á milli liðanna og skiptust þau á því að leiða. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22-24, gestunum í vil. Annar leikhluti var eign Vals. Skagamenn hittu mjög illa úr skotum sínum og Valsmenn gengu á lagið. Stigaskor dreifðist vel á milli manna í liði gestanna sem fóru að lokum með 11 stiga forskot inn í hálfleikinn, 38-49. Skagamenn gerðu áhlaup í upphafi síðari hálfleiks og skoraði Styrmir Jónasson fyrstu tvær körfunar af þriggja stiga línunni. Við það vöknuðu Valsmenn aftur, gáfu í og héldu forystunni. Svoleiðis gekk leikurinn til loka, lið ÍA sýndi mikinn karakter í því að halda áfram að berjast og reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en Valur hékk á sínu og hafði sigur að lokum, 81-83. Við lokaflaut gerði Styrmir Jónasson heiðarlega tilraun til þess að kasta yfir allan völlinn í körfuna. Hann hitti því skoti en kastaði sekúndu of seint. Atvik leiksins Stærsta atvikið í þessum leik gerðist eftir að lokaflautið gall og Styrmir setti þessa körfu niður yfir allan völlinn. Tvö stig skildu liðin að og ÍA hefði tekið sigurinn en tíminn sem Styrmir með boltann fékk var ekki nægur. Karfan mögnuð engu að síður. Stjörnur og skúrkar Kári Jónsson og Kristófer Acox voru frábærir saman í liði Vals. Kári með 27 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar en Kristófer með 12-15-7, 31 framlagsstig. Gojko Zudzum heldur áfram að bera af í liði ÍA. 17 stig, 18 fráköst og 5 stoðsendingar. Styrmir Jónasson var lengi í gang en skoraði 14 stig í síðari hálfleiknum. Dómarinn Dómararnir í kvöld voru nokkuð umdeildir. Tæknivillur og sóknarvillur sem stuðningsmenn ÍA og bekkurinn voru á köflum mjög ósáttir með. Að lokum mun enginn segja að dómararnir hafi verið neitt sérstaklega ósanngjarnir en svona er þetta oft á meðan leik stendur. Stemning og umgjörð Glæsileg stemning í nýju AvAir höllinni á Skaganum. Fanzone í félagsaðstöðunni fyrir leik, vel mætt og mikil læti. Vinnu í höllinni er þó ekki alveg lokið því enn á eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum. Það verður gaman að heimsækja höllina þegar allt er klárt. Viðtöl „Leikur sem okkur fannst við eiga góðan séns á að vinna“ Óskar Þór, þjálfari ÍA, var mjög ósáttur að hafa tapað fyrsta heimleik liðsins í nýrri höll. Hann hefði viljað gefa fullu húsi af stuðningsmönnum sigur í þessum leik. „Ég get ekki talað fyrir strákana en mér líður bara ömurlega. Þetta var leikur sem okkur fannst við eiga góðan séns á að vinna en það eru sóknarfráköst og annað undir lokin sem við gefum þeim sem gefur þennan leik,“ sagði þjálfari skagamanna um leikinn. Skagamenn sýndu á köflum mikinn karakter við að snúa leiknum sér í vil eftir áhlaup Valsara. Að lokum varð niðurstaðan súrt tap með tveggja stiga mun. „Það var enginn tímapunktur í leiknum þar sem mér fannst þeir vera með einhverja afgerandi forystu. Það var bara flæði í leiknum fram og til baka. Það er ekkert vandamál fyrir okkur að grafa okkur uppúr holu með þennan stuðning. Við þurfum bara að framkvæma nokkra hluti betur. Fráköst og hvernig við dekkum Kára Jóns í þessum leik til dæmis,“ sagði Óskar. Breytingar hafa verið gerðar á liði ÍA undanfarið en kaninn þeirra, Darnell Cowart, er farinn heim. Sömuleiðis bættu þeir nýverið við sig nýjum Serba og eru nú með fjóra evrópubúa í hópnum. Óskar segir það alveg eins geta komið til þess að þeir sæki nýjan Bandaríkjamann. „Það getur vel verið að við sækjum nýjan kana. Ég get ekki alveg sagt til um það eins og er en við erum bara að skoða hvað sé best fyrir liðið okkar og hvernig við getum sett saman hóp sem getur barist í liðum. Maður spilar leikinn með liðið sem maður hefur í hverjum leik og ég var svosem bara ánægður með frammistöðuna hjá mínu liði,“ sagði Óskar Þór. Bónus-deild karla ÍA Valur
Blásið var til hátíðar í nýju AvAir höllinni á Akranesi. Tilefnið að sjálfsögðu fyrsti leikur á nýjum heimavelli ÍA liðsins sem bæjarbúar höfðu beðið lengi eftir. Valsmenn fengu það í hendurnar að mæta Skagamönnum í þessum leik. Valsmönnum gengið illa í upphafi tímabils en í kvöld unnu þeir sterkan sigur á Skaganum, 81-83. Gojko Zudzum vann uppkastið fyrir ÍA og skoraði í kjölfarið fyrstu körfu nýju hallarinnar á Akranesi. Fyrsti leikhluti sveiflaðist á milli liðanna og skiptust þau á því að leiða. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22-24, gestunum í vil. Annar leikhluti var eign Vals. Skagamenn hittu mjög illa úr skotum sínum og Valsmenn gengu á lagið. Stigaskor dreifðist vel á milli manna í liði gestanna sem fóru að lokum með 11 stiga forskot inn í hálfleikinn, 38-49. Skagamenn gerðu áhlaup í upphafi síðari hálfleiks og skoraði Styrmir Jónasson fyrstu tvær körfunar af þriggja stiga línunni. Við það vöknuðu Valsmenn aftur, gáfu í og héldu forystunni. Svoleiðis gekk leikurinn til loka, lið ÍA sýndi mikinn karakter í því að halda áfram að berjast og reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en Valur hékk á sínu og hafði sigur að lokum, 81-83. Við lokaflaut gerði Styrmir Jónasson heiðarlega tilraun til þess að kasta yfir allan völlinn í körfuna. Hann hitti því skoti en kastaði sekúndu of seint. Atvik leiksins Stærsta atvikið í þessum leik gerðist eftir að lokaflautið gall og Styrmir setti þessa körfu niður yfir allan völlinn. Tvö stig skildu liðin að og ÍA hefði tekið sigurinn en tíminn sem Styrmir með boltann fékk var ekki nægur. Karfan mögnuð engu að síður. Stjörnur og skúrkar Kári Jónsson og Kristófer Acox voru frábærir saman í liði Vals. Kári með 27 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar en Kristófer með 12-15-7, 31 framlagsstig. Gojko Zudzum heldur áfram að bera af í liði ÍA. 17 stig, 18 fráköst og 5 stoðsendingar. Styrmir Jónasson var lengi í gang en skoraði 14 stig í síðari hálfleiknum. Dómarinn Dómararnir í kvöld voru nokkuð umdeildir. Tæknivillur og sóknarvillur sem stuðningsmenn ÍA og bekkurinn voru á köflum mjög ósáttir með. Að lokum mun enginn segja að dómararnir hafi verið neitt sérstaklega ósanngjarnir en svona er þetta oft á meðan leik stendur. Stemning og umgjörð Glæsileg stemning í nýju AvAir höllinni á Skaganum. Fanzone í félagsaðstöðunni fyrir leik, vel mætt og mikil læti. Vinnu í höllinni er þó ekki alveg lokið því enn á eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum. Það verður gaman að heimsækja höllina þegar allt er klárt. Viðtöl „Leikur sem okkur fannst við eiga góðan séns á að vinna“ Óskar Þór, þjálfari ÍA, var mjög ósáttur að hafa tapað fyrsta heimleik liðsins í nýrri höll. Hann hefði viljað gefa fullu húsi af stuðningsmönnum sigur í þessum leik. „Ég get ekki talað fyrir strákana en mér líður bara ömurlega. Þetta var leikur sem okkur fannst við eiga góðan séns á að vinna en það eru sóknarfráköst og annað undir lokin sem við gefum þeim sem gefur þennan leik,“ sagði þjálfari skagamanna um leikinn. Skagamenn sýndu á köflum mikinn karakter við að snúa leiknum sér í vil eftir áhlaup Valsara. Að lokum varð niðurstaðan súrt tap með tveggja stiga mun. „Það var enginn tímapunktur í leiknum þar sem mér fannst þeir vera með einhverja afgerandi forystu. Það var bara flæði í leiknum fram og til baka. Það er ekkert vandamál fyrir okkur að grafa okkur uppúr holu með þennan stuðning. Við þurfum bara að framkvæma nokkra hluti betur. Fráköst og hvernig við dekkum Kára Jóns í þessum leik til dæmis,“ sagði Óskar. Breytingar hafa verið gerðar á liði ÍA undanfarið en kaninn þeirra, Darnell Cowart, er farinn heim. Sömuleiðis bættu þeir nýverið við sig nýjum Serba og eru nú með fjóra evrópubúa í hópnum. Óskar segir það alveg eins geta komið til þess að þeir sæki nýjan Bandaríkjamann. „Það getur vel verið að við sækjum nýjan kana. Ég get ekki alveg sagt til um það eins og er en við erum bara að skoða hvað sé best fyrir liðið okkar og hvernig við getum sett saman hóp sem getur barist í liðum. Maður spilar leikinn með liðið sem maður hefur í hverjum leik og ég var svosem bara ánægður með frammistöðuna hjá mínu liði,“ sagði Óskar Þór.