Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar 4. nóvember 2025 11:30 Ég birti grein í síðustu viku þar sem ég reiknaði einföld dæmi um þann ótrúlega mun sem er á evruvöxtum og krónuvöxtum. Ekkert eitt atriði hækkar íbúðaverð jafnmikið á byggingarstigi og vaxtakostnaður verktaka á byggingartíma. Munurinn á húsnæðislánum fyrir venjulegt fólk á Íslandi og í Evrópu hleypur á milljóna tugum. Mánaðarlegar útborganir eru nær tvöfalt hærri. Ísland á áratugalanga sögu um gengis- og vaxtasveiflur. Í það minnsta önnur hver kynslóð lendir í hrikalegri stöðu við að koma sér inn á húsnæðismarkað. Núverandi kynslóð er því miður ein af þeim. Skila talsmenn atvinnulífs og launafólks auðu? Í þessu ljósi er magnað að ýmsir talsmenn atvinnulífs og jafnvel verkalýðsfélaga virðast vilja láta nægja að taka á stöðunni í núinu. Það er vissulega mikilvægt og nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar er mikilvægur líður í því. Með því að horfast ekki í augu við kerfisbundna krónu-vandann sem er undirliggjandi er hins vegar verið að segja það með öðrum orðum að viðkomandi séu sátt við íslenska vexti og vaxtakostnað. Með öðrum orðum að við eigum að sigla í sama ofur-vaxta sjó um alla framtíð, upp og niður hina ýktu efnahagslegu öldudali íslenska hagkerfisins. Hverjar eru tölurnar fyrir þig? Milljónatugir á hverja íbúð. Skoðum áhrifin á ungt fólk og húsnæðiskaupendur. Ítarleit á evrusvæðinu sýnir að meðalvextir á húsnæðislánum eru 3,3%, óverðtryggt. Á Íslandi er meðaltalið nú 9,15% óverðtryggt. Verðtryggðu lánin (þar sem yfir höfuð er hægt að fá þau) eru 4-5 prósent ofan á verðbólgu. Ef við berum saman mánaðarlegar greiðslur og heildargreiðslur á óverðtryggðum evrulánunum og krónulánunum eru tölurnar þessar. Miðað við mánaðarlegar greiðslur af 60 milljóna króna láni til 25 ára eru mánaðarlegar greiðslur 509.000 kr. af krónuláninu en 293.000 kr af evruláninu. Þá er miðað við jafnar greiðslur (annuitets greiðslur) einsog er algengt í íbúðalánum. Heildargreiðslur af 60 milljóna krónuláninu eru 152 milljónir króna á 25 árum. Sama fjölskylda hefði greitt 88 milljónir í heild af evruláninu. Munurinn er 64 milljónir eða 70%. Heildarvextirnir sem greiddir eru af evruláninu eru 28 milljónir en 92,7 milljónir af krónuláninu. Þetta geta allir sannreynt með aðgangi að lánareiknum eða hvaða gervigreindarforriti sem er. Vaxtakostnaður verktaka er klikk Kjörin sem verktökum bjóðast til framkvæmdalána eru ekki síður sláandi. Á evrusvæðinu eru óverðtryggðir vextir til einyrkja og smærri fyrirtækja um 3,95%, óverðtryggt. Upplýsingar um þessi skammtímalán eru mjög aðgengileg hjá Seðlabanka Evrópu. Ekki er eins mikið gagnsæi hér heima. Ætla mætti að kjörin sem biðust á Íslandi væru um 11-12%, miðað við stýrivexti. Það er þó aðeins í undantekningatilvikum. Samtök iðnaðarins hafa staðfest að algengir vextir af framkvæmdalánum til verktaka eru 16% hjá íslenskum bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum. Hvaða áhrif hefur þessi munur á fjármagnskostnað á byggingatíma? Miðað við 40 milljóna króna lán vegna framkvæmdar sem stendur í tvö og hálft ár eru evruvextirnir 3,9 milljónir en 12 milljónir af krónuláninu, miðað við 12% vexti. Kostnaðurinn er 16 milljónir ef krónuvextirnir eru 16% sem er miklu algengara. Með öðrum orðum leggst fjórfaldur fjármagnskostnaður ofan á byggingarkostnað íbúðar á Íslandi miðað við evrusvæðið. Af hverju er þetta ekki meira rætt? Samtök iðnaðarins eru öflug samtök og hafa barist fyrir fjölmörgu fyrir sína félagsmenn, en ótrúlega lítið fyrir lægri vöxtum. Þó segja félagsmenn í byggingariðnaði í könnun sem birt er á heimasíðu samtakanna að hár fjármagnskostnaður sinn helsta vanda. Alls 85% verktaka sögðu að háir vextir væru að hægja á íbúðauppbyggingu hjá sér. Og 95% verktaka sögðu háa vexti hægja á sölu íbúða og þar með sliga fyrirtækin. Á ekki bara að bíða? Það getur enginn neitað þeim gríðarlegu hagsmunum sem almenningur og fyrirtæki eiga undir því að evruvextir leysi krónuvexti af hólmi á Íslandi. Í því ljósi eru viðbrögð merkilegra margra í íslenskri umræðu merkileg. Það þýði ekkert að tala um evruna. Um hana séu skiptar skoðanir. Það þurfi tíma til undirbúnings og innleiðingarferlið geti jafnvel verið sex til átta ár. Það eru til lóðir og byggingarreitir sem hafa tekið lengri tíma í undirbúningi og mætti allt eins segja að aldrei ætti að ráðast í þá miklu og flóknu vinnu vegna þess. Mörg þúsund slíkar íbúðir hafa þó risið og rísa enn. Þjóðir sem fóru í evru-leiðangur eftir að við byrjuðum að fresta þessari umræðu hjá okkur fyrir meira en tíu árum eru komnar með evru. En við Íslendingar sitjum eftir og borgum fyrir það, miklu miklu hærri reikninga og fjármagnskostnað á öllum sviðum. Ekki aðeins í húsnæðismálum og byggingariðnaði. Er ekki mál að linni? Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Íslenska krónan Fjármál heimilisins Utanríkismál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Sjá meira
Ég birti grein í síðustu viku þar sem ég reiknaði einföld dæmi um þann ótrúlega mun sem er á evruvöxtum og krónuvöxtum. Ekkert eitt atriði hækkar íbúðaverð jafnmikið á byggingarstigi og vaxtakostnaður verktaka á byggingartíma. Munurinn á húsnæðislánum fyrir venjulegt fólk á Íslandi og í Evrópu hleypur á milljóna tugum. Mánaðarlegar útborganir eru nær tvöfalt hærri. Ísland á áratugalanga sögu um gengis- og vaxtasveiflur. Í það minnsta önnur hver kynslóð lendir í hrikalegri stöðu við að koma sér inn á húsnæðismarkað. Núverandi kynslóð er því miður ein af þeim. Skila talsmenn atvinnulífs og launafólks auðu? Í þessu ljósi er magnað að ýmsir talsmenn atvinnulífs og jafnvel verkalýðsfélaga virðast vilja láta nægja að taka á stöðunni í núinu. Það er vissulega mikilvægt og nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar er mikilvægur líður í því. Með því að horfast ekki í augu við kerfisbundna krónu-vandann sem er undirliggjandi er hins vegar verið að segja það með öðrum orðum að viðkomandi séu sátt við íslenska vexti og vaxtakostnað. Með öðrum orðum að við eigum að sigla í sama ofur-vaxta sjó um alla framtíð, upp og niður hina ýktu efnahagslegu öldudali íslenska hagkerfisins. Hverjar eru tölurnar fyrir þig? Milljónatugir á hverja íbúð. Skoðum áhrifin á ungt fólk og húsnæðiskaupendur. Ítarleit á evrusvæðinu sýnir að meðalvextir á húsnæðislánum eru 3,3%, óverðtryggt. Á Íslandi er meðaltalið nú 9,15% óverðtryggt. Verðtryggðu lánin (þar sem yfir höfuð er hægt að fá þau) eru 4-5 prósent ofan á verðbólgu. Ef við berum saman mánaðarlegar greiðslur og heildargreiðslur á óverðtryggðum evrulánunum og krónulánunum eru tölurnar þessar. Miðað við mánaðarlegar greiðslur af 60 milljóna króna láni til 25 ára eru mánaðarlegar greiðslur 509.000 kr. af krónuláninu en 293.000 kr af evruláninu. Þá er miðað við jafnar greiðslur (annuitets greiðslur) einsog er algengt í íbúðalánum. Heildargreiðslur af 60 milljóna krónuláninu eru 152 milljónir króna á 25 árum. Sama fjölskylda hefði greitt 88 milljónir í heild af evruláninu. Munurinn er 64 milljónir eða 70%. Heildarvextirnir sem greiddir eru af evruláninu eru 28 milljónir en 92,7 milljónir af krónuláninu. Þetta geta allir sannreynt með aðgangi að lánareiknum eða hvaða gervigreindarforriti sem er. Vaxtakostnaður verktaka er klikk Kjörin sem verktökum bjóðast til framkvæmdalána eru ekki síður sláandi. Á evrusvæðinu eru óverðtryggðir vextir til einyrkja og smærri fyrirtækja um 3,95%, óverðtryggt. Upplýsingar um þessi skammtímalán eru mjög aðgengileg hjá Seðlabanka Evrópu. Ekki er eins mikið gagnsæi hér heima. Ætla mætti að kjörin sem biðust á Íslandi væru um 11-12%, miðað við stýrivexti. Það er þó aðeins í undantekningatilvikum. Samtök iðnaðarins hafa staðfest að algengir vextir af framkvæmdalánum til verktaka eru 16% hjá íslenskum bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum. Hvaða áhrif hefur þessi munur á fjármagnskostnað á byggingatíma? Miðað við 40 milljóna króna lán vegna framkvæmdar sem stendur í tvö og hálft ár eru evruvextirnir 3,9 milljónir en 12 milljónir af krónuláninu, miðað við 12% vexti. Kostnaðurinn er 16 milljónir ef krónuvextirnir eru 16% sem er miklu algengara. Með öðrum orðum leggst fjórfaldur fjármagnskostnaður ofan á byggingarkostnað íbúðar á Íslandi miðað við evrusvæðið. Af hverju er þetta ekki meira rætt? Samtök iðnaðarins eru öflug samtök og hafa barist fyrir fjölmörgu fyrir sína félagsmenn, en ótrúlega lítið fyrir lægri vöxtum. Þó segja félagsmenn í byggingariðnaði í könnun sem birt er á heimasíðu samtakanna að hár fjármagnskostnaður sinn helsta vanda. Alls 85% verktaka sögðu að háir vextir væru að hægja á íbúðauppbyggingu hjá sér. Og 95% verktaka sögðu háa vexti hægja á sölu íbúða og þar með sliga fyrirtækin. Á ekki bara að bíða? Það getur enginn neitað þeim gríðarlegu hagsmunum sem almenningur og fyrirtæki eiga undir því að evruvextir leysi krónuvexti af hólmi á Íslandi. Í því ljósi eru viðbrögð merkilegra margra í íslenskri umræðu merkileg. Það þýði ekkert að tala um evruna. Um hana séu skiptar skoðanir. Það þurfi tíma til undirbúnings og innleiðingarferlið geti jafnvel verið sex til átta ár. Það eru til lóðir og byggingarreitir sem hafa tekið lengri tíma í undirbúningi og mætti allt eins segja að aldrei ætti að ráðast í þá miklu og flóknu vinnu vegna þess. Mörg þúsund slíkar íbúðir hafa þó risið og rísa enn. Þjóðir sem fóru í evru-leiðangur eftir að við byrjuðum að fresta þessari umræðu hjá okkur fyrir meira en tíu árum eru komnar með evru. En við Íslendingar sitjum eftir og borgum fyrir það, miklu miklu hærri reikninga og fjármagnskostnað á öllum sviðum. Ekki aðeins í húsnæðismálum og byggingariðnaði. Er ekki mál að linni? Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun