„Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. nóvember 2025 12:17 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. vísir/vilhelm Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. Í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöld lýsti formaður Félags fasteignasala yfir sögulegri óvissu á fasteignamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði í kjölfar dómsins en þar voru skilmálar Íslandsbanka um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum dæmdir ólögmætir. Þetta hefur haft víðtæk áhrif á lánaframboð íslenskra banka, í það minnsta tímabundið. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með vaxtaviðmiðum til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands á föstudag að lánþegaskilyrði yrðu rýmkuð. Til að mynda var veðsetningarhlutfall fasteignalána til fyrstu kaupenda hækkað úr 85 prósentum í 90 prósent. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir óvissuna hafa geigvænleg áhrif á byggingariðnaðinn. „Þessar nýjustu vendingar bæta gráu ofan á svart. Óvissan hefur verið mjög mikil undanfarin misseri. Þetta setur plan allra á markaðnum úr skorðum. Hvort sem það er almenningur sem er að reyna kaupa sér íbúðir eða verktakar sem byggja íbúðir og selja.“ „Hver dagur í þessu ástandi telur“ Hann segir öll merki kólnunar vera til staðar á markaðnum. Hljóðið sé þungt í aðilum í byggingargeiranum. „Ef við horfum á tölur frá Hagstofunni þá sjáum við það að launþegum er að fækka í greininni. Það er að draga heldur ú veltu. Við getum orðað það þannig að þetta er röð atvika sem koma saman. Sveitarfélög hafa stórhækkað gjaldskrár. Það kemur illa við iðnaðinn og háir vextir einnig. Heilt yfir er hagkerfið að kólna.“ Fjögur vaxtamál sem eru talin fordæmisgefandi bíða enn dóms Hæstaréttar. Búist er við að dómur Hæstaréttar um verðtryggð lán Arion banka á breytilegum vöxtum falli um miðjan desember. Sjá hér. Sigurður segir með öllu ótækt að bíða eftir dómum til að leysa óvissuna. „Hver dagur í þessu ástandi telur, mjög mikið. Því fyrr sem höggvið er á hnútinn því betra. “ Telur breytingu Seðlabankans ekki breyta neinu Hann fagnar væntanlegum vaxtaviðmiðum ríkisstjórnarinnar fyrir verðtryggð lán. „Við bíðum bara eins og allir aðrir eftir nákvæmri útfærslu á því. Hvað varðar Seðlabankann þá fögnuðum við breytingum á föstudaginn varðandi lánþegaskilyrði. Vandinn er samt sá að þessi breyting mun sennilega ekki skila miklu. Þarna er verið að rýmka aðeins svigrúm, svigrúm sem hefur ekki verið fullnýtt hingað til. Það mun sennilega ekki breyta neinu.“ Að hans mati mætti Seðlabankinn ganga enn lengra. Það sé löngu tímabært að endurmeta reglur er varða greiðslubyrði lánþega. Sérstaklega í ljósi stöðunnar. „Þar sýnist okkur vera fullt tilefni til að slaka á. Það er mjög skrítið að fólk komist ekki inn á húsnæðismarkaðinn. Fólk sem er kannski að greiða háar fjárhæðir í leigu á mánuði. En greiðslumatið miðað við Seðlabankann leyfir fólki ekki að greiða lægri afborganir af láni heldur en af leigu. Þetta er ástand sem við getum ekki búið við til lengdar.“ Hann segir að þetta gæti skipt sköpum bæði fyrir byggingariðnaðinn. „Síðast en ekki síst myndi þetta skipta sköpum fyrir almenning í landinu sem er að reyna komast inn á markaðinn.“ Vaxtamálið Lánamál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöld lýsti formaður Félags fasteignasala yfir sögulegri óvissu á fasteignamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði í kjölfar dómsins en þar voru skilmálar Íslandsbanka um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum dæmdir ólögmætir. Þetta hefur haft víðtæk áhrif á lánaframboð íslenskra banka, í það minnsta tímabundið. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með vaxtaviðmiðum til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands á föstudag að lánþegaskilyrði yrðu rýmkuð. Til að mynda var veðsetningarhlutfall fasteignalána til fyrstu kaupenda hækkað úr 85 prósentum í 90 prósent. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir óvissuna hafa geigvænleg áhrif á byggingariðnaðinn. „Þessar nýjustu vendingar bæta gráu ofan á svart. Óvissan hefur verið mjög mikil undanfarin misseri. Þetta setur plan allra á markaðnum úr skorðum. Hvort sem það er almenningur sem er að reyna kaupa sér íbúðir eða verktakar sem byggja íbúðir og selja.“ „Hver dagur í þessu ástandi telur“ Hann segir öll merki kólnunar vera til staðar á markaðnum. Hljóðið sé þungt í aðilum í byggingargeiranum. „Ef við horfum á tölur frá Hagstofunni þá sjáum við það að launþegum er að fækka í greininni. Það er að draga heldur ú veltu. Við getum orðað það þannig að þetta er röð atvika sem koma saman. Sveitarfélög hafa stórhækkað gjaldskrár. Það kemur illa við iðnaðinn og háir vextir einnig. Heilt yfir er hagkerfið að kólna.“ Fjögur vaxtamál sem eru talin fordæmisgefandi bíða enn dóms Hæstaréttar. Búist er við að dómur Hæstaréttar um verðtryggð lán Arion banka á breytilegum vöxtum falli um miðjan desember. Sjá hér. Sigurður segir með öllu ótækt að bíða eftir dómum til að leysa óvissuna. „Hver dagur í þessu ástandi telur, mjög mikið. Því fyrr sem höggvið er á hnútinn því betra. “ Telur breytingu Seðlabankans ekki breyta neinu Hann fagnar væntanlegum vaxtaviðmiðum ríkisstjórnarinnar fyrir verðtryggð lán. „Við bíðum bara eins og allir aðrir eftir nákvæmri útfærslu á því. Hvað varðar Seðlabankann þá fögnuðum við breytingum á föstudaginn varðandi lánþegaskilyrði. Vandinn er samt sá að þessi breyting mun sennilega ekki skila miklu. Þarna er verið að rýmka aðeins svigrúm, svigrúm sem hefur ekki verið fullnýtt hingað til. Það mun sennilega ekki breyta neinu.“ Að hans mati mætti Seðlabankinn ganga enn lengra. Það sé löngu tímabært að endurmeta reglur er varða greiðslubyrði lánþega. Sérstaklega í ljósi stöðunnar. „Þar sýnist okkur vera fullt tilefni til að slaka á. Það er mjög skrítið að fólk komist ekki inn á húsnæðismarkaðinn. Fólk sem er kannski að greiða háar fjárhæðir í leigu á mánuði. En greiðslumatið miðað við Seðlabankann leyfir fólki ekki að greiða lægri afborganir af láni heldur en af leigu. Þetta er ástand sem við getum ekki búið við til lengdar.“ Hann segir að þetta gæti skipt sköpum bæði fyrir byggingariðnaðinn. „Síðast en ekki síst myndi þetta skipta sköpum fyrir almenning í landinu sem er að reyna komast inn á markaðinn.“
Vaxtamálið Lánamál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira