„Við þurfum að vera betri varnarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2025 13:46 Arnar Guðjónsson er viss um að Ægir Þór Steinarsson verði með Stjörnunni í kvöld og vill sjá Tindastól herða varnarleikinn. pawel Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mættust síðast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og Stólarnir eru fullir tilhlökkunar að hefna þeirra hörmuna, en verða að bæta varnarleikinn að mati þjálfarans. Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls og mætir fyrrum félögum í kvöld. Hann var þjálfari Stjörnunnar um árabil, áður en hann hætti eftir tímabilið 2023-24. Stjörnuliðið hefur tekið töluverðum breytingum síðan þá og Arnar segir enga sérstaka spenna fylgja því að mæta Stjörnunni. „Það er spenna fyrir öllum leikjum. Það er nú þannig með þessu vinnu, þetta er yfirleitt helvíti gaman, þannig að það er alltaf tilhlökkun fyrir hverjum leik. Sama hver andstæðingurinn er. Ægir og Orri eru þeir einu í liðinu sem voru einhvern tímann hjá mér og einhverjir yngri flokka strákar líka. Það er spenna auðvitað að mæta Íslandsmeisturunum og einu af betri liðum deildarinnar, en ekkert sérstaklega af því þetta er Stjarnan“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Viss um að Ægir verði með Stjörnunni Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa ekki farið vel af stað á þessu tímabili og tapað þremur af fyrstu fjórum leikjunum. Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var ekki með í síðasta leik gegn ÍR, en Arnar er viss um að hann keppi í kvöld og segir gengi Stjörnunnar upp á síðkastið ekki skipta öllu máli. „Ég held að það skipti ekki alveg öllu máli hvernig síðustu leikir hafa farið hjá þeim. Svo er auðvitað svolítill munur á því hvort Ægir verður með þeim eða ekki og ég efast ekki um að hann spili í kvöld. Það hefur svolítið mikið að segja, hvort einn besti kallinn í deildinni er með eða ekki“ sagði Arnar og ítrekaði að hann væri fullviss um að Ægir yrði með í kvöld. Ragnar verður ekki með í kvöld Tindastóll verður hins vegar ekki með fullskipað lið. Leikjaálagið undanfarið er ekki ástæðan fyrir því, Ragnar Ágústsson fékk högg á lærið í síðasta leik gegn Njarðvík. „Hann verður ekki með okkur, hann fékk hné í læri tvisvar á móti Njarðvík, beinmar og bólgur sem halda honum frá vellinum. Sem er djöfull fúlt, hann er búinn að vera góður fyrir okkur í vetur, en það stíga bara einhverjir aðrir upp á móti.“ Vill bæta varnarleikinn Njarðvíkingar tóku Ragnar ekki einungis úr leik heldur afhentu þeir Tindastóli fyrsta tap tímabilsins. „Mér fannst við byrja leikinn illa varnarlega og það komu augnablik sóknarlega þar sem menn voru sjálfhverfir. Það lagaðist talsvert, allavega sóknarleikurinn, á móti Hetti [í 98-125 stórsigri 16-liða úrslitum VÍS bikarsins fyrr í vikunni]. En það eru alltaf einhverjir hlutir sem maður vill bæta milli leikja og við þurfum að vera betri varnarlega í kvöld en við vorum í Njarðvíkurleiknum“ sagði Arnar. Mikil tilhlökkun á Króknum Síðasti keppnisleikur Tindastóls og Stjörnunnar var oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn, sem Stjarnan vann í vor. Stólarnir og samfélagið á Sauðárkróki vill eflaust hefna fyrir það í kvöld. „Sigur í deildarleik hefnir svosem ekki fyrir tap í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, en það er engin spurning að það er spenna og tilhlökkun fyrir þessum leik. Liðin kepptu ansi vel hérna síðasta vor, þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkar fólki fyrir þessum leik.“ Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls og mætir fyrrum félögum í kvöld. Hann var þjálfari Stjörnunnar um árabil, áður en hann hætti eftir tímabilið 2023-24. Stjörnuliðið hefur tekið töluverðum breytingum síðan þá og Arnar segir enga sérstaka spenna fylgja því að mæta Stjörnunni. „Það er spenna fyrir öllum leikjum. Það er nú þannig með þessu vinnu, þetta er yfirleitt helvíti gaman, þannig að það er alltaf tilhlökkun fyrir hverjum leik. Sama hver andstæðingurinn er. Ægir og Orri eru þeir einu í liðinu sem voru einhvern tímann hjá mér og einhverjir yngri flokka strákar líka. Það er spenna auðvitað að mæta Íslandsmeisturunum og einu af betri liðum deildarinnar, en ekkert sérstaklega af því þetta er Stjarnan“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Viss um að Ægir verði með Stjörnunni Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa ekki farið vel af stað á þessu tímabili og tapað þremur af fyrstu fjórum leikjunum. Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var ekki með í síðasta leik gegn ÍR, en Arnar er viss um að hann keppi í kvöld og segir gengi Stjörnunnar upp á síðkastið ekki skipta öllu máli. „Ég held að það skipti ekki alveg öllu máli hvernig síðustu leikir hafa farið hjá þeim. Svo er auðvitað svolítill munur á því hvort Ægir verður með þeim eða ekki og ég efast ekki um að hann spili í kvöld. Það hefur svolítið mikið að segja, hvort einn besti kallinn í deildinni er með eða ekki“ sagði Arnar og ítrekaði að hann væri fullviss um að Ægir yrði með í kvöld. Ragnar verður ekki með í kvöld Tindastóll verður hins vegar ekki með fullskipað lið. Leikjaálagið undanfarið er ekki ástæðan fyrir því, Ragnar Ágústsson fékk högg á lærið í síðasta leik gegn Njarðvík. „Hann verður ekki með okkur, hann fékk hné í læri tvisvar á móti Njarðvík, beinmar og bólgur sem halda honum frá vellinum. Sem er djöfull fúlt, hann er búinn að vera góður fyrir okkur í vetur, en það stíga bara einhverjir aðrir upp á móti.“ Vill bæta varnarleikinn Njarðvíkingar tóku Ragnar ekki einungis úr leik heldur afhentu þeir Tindastóli fyrsta tap tímabilsins. „Mér fannst við byrja leikinn illa varnarlega og það komu augnablik sóknarlega þar sem menn voru sjálfhverfir. Það lagaðist talsvert, allavega sóknarleikurinn, á móti Hetti [í 98-125 stórsigri 16-liða úrslitum VÍS bikarsins fyrr í vikunni]. En það eru alltaf einhverjir hlutir sem maður vill bæta milli leikja og við þurfum að vera betri varnarlega í kvöld en við vorum í Njarðvíkurleiknum“ sagði Arnar. Mikil tilhlökkun á Króknum Síðasti keppnisleikur Tindastóls og Stjörnunnar var oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn, sem Stjarnan vann í vor. Stólarnir og samfélagið á Sauðárkróki vill eflaust hefna fyrir það í kvöld. „Sigur í deildarleik hefnir svosem ekki fyrir tap í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, en það er engin spurning að það er spenna og tilhlökkun fyrir þessum leik. Liðin kepptu ansi vel hérna síðasta vor, þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkar fólki fyrir þessum leik.“
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira