Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 14:04 Framkvæmdastjórnin hefur sakað Meta, sem á Facebook og Instagram, og Bytedance, sem á TikTok, um að brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. Áður hafði X verið sakað um sambærileg brot. Getty/Alicia Windzio Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sakaði í dag Meta og Bytedance um að brjóta gegn nýjum lögum sambandsins um samfélagsmiðla. Fyrirtækin eru sökuð um að veita rannsakendum ekki aðgang að gögnum á Facebook og Instagram annarsvegar og TikTok hins vegar, eins og lögin segja til um. Fyrirtækin eru einnig sögð gera ekki nóg til að gera notendum kleift að flagga ólöglegt efni og að áfrýja ákvörðunum starfsmanna um að fjarlægja efni, eða fjarlægja ekki efni. Samkvæmt frétt Politico fá forsvarsmenn fyrirtækjanna nú rétt til að svara ásökunum Framkvæmdastjórnarinnar. Falli þau svör ekki í kramið í Brussel standa fyrirtækin frammi fyrir sektum sem gætu samsvarað allt að sex prósentum af heildartekjum þeirra. Miðillinn hefur eftir talsmanni Meta að félagið hafi ekki brotið gegn lögunum. Breytingar hafi verið gerðar og forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þeim muni takast að sannfæra framkvæmdastjórnina um að sekta þá ekki. Talsmaður TikTok slær á svipaða strengi í yfirlýsingu til Politico. Fyrr á árinu hafði framkvæmdastjórnin gripið til sambærilegra aðgerða gegn X (áður Twitter) sem er í eigu Elons Musk. Þó fjölmiðlar hafi sagt frá því í vor að framkvæmdastjórnin væri að íhuga að sekta X hefur ekki orðið að því enn. Sjá einnig: Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt þessar nýju reglur Evrópusambandsins. Hann segir þær koma niður á bandarískum tæknifyrirtækjum og hefur hótað því að beita Evrópu enn hærri tollum verði lögin ekki felld úr gildi. Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökuð um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum. Evrópusambandið Meta TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Fyrirtækin eru einnig sögð gera ekki nóg til að gera notendum kleift að flagga ólöglegt efni og að áfrýja ákvörðunum starfsmanna um að fjarlægja efni, eða fjarlægja ekki efni. Samkvæmt frétt Politico fá forsvarsmenn fyrirtækjanna nú rétt til að svara ásökunum Framkvæmdastjórnarinnar. Falli þau svör ekki í kramið í Brussel standa fyrirtækin frammi fyrir sektum sem gætu samsvarað allt að sex prósentum af heildartekjum þeirra. Miðillinn hefur eftir talsmanni Meta að félagið hafi ekki brotið gegn lögunum. Breytingar hafi verið gerðar og forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þeim muni takast að sannfæra framkvæmdastjórnina um að sekta þá ekki. Talsmaður TikTok slær á svipaða strengi í yfirlýsingu til Politico. Fyrr á árinu hafði framkvæmdastjórnin gripið til sambærilegra aðgerða gegn X (áður Twitter) sem er í eigu Elons Musk. Þó fjölmiðlar hafi sagt frá því í vor að framkvæmdastjórnin væri að íhuga að sekta X hefur ekki orðið að því enn. Sjá einnig: Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt þessar nýju reglur Evrópusambandsins. Hann segir þær koma niður á bandarískum tæknifyrirtækjum og hefur hótað því að beita Evrópu enn hærri tollum verði lögin ekki felld úr gildi. Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökuð um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum.
Evrópusambandið Meta TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira