Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir og Aleksandra Leonardsdóttir skrifa 22. október 2025 10:32 Þann 24. október 1975, fyrir hálfri öld, lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og mættu á mótmælafund í Reykjavík og víða um land. Markmiðið var að beina sjónum að mikilvægi starfa þeirra í samfélaginu, bæði launaðra og ólaunaðra, og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar nutu. Þennan dag neyddust karlar til að ganga í störf kvenna og taka að sér barnauppeldi og heimilisstörf. Í kvöldfréttunum mátti sjá gúmmíhanskaklædda karla vaska upp á kaffistofum landsins og viðtöl tekin við mæðulega menn sem margir neyddust til að hafa börnin hjá sér í vinnunni. Fullyrt var að pylsur hefðu selst upp á landinu þennan dag. Óhætt er að segja að konum hafi tekist ætlunarverkið, eins og glöggt mátti sjá í afar áhugaverðri og stórskemmtilegri heimildarmynd Dagurinn sem Íslands stöðvaðist sem sýnd var á RÚV 19. október sl. Dagurinn er sagður hafa markað tímamót í íslenskri kvennabaráttu og upphafið að miklum samfélagslegum framförum sem við nútímakonur njótum góðs af, þakklátar þeim konum sem ruddu brautina. Konur komu saman úr ólíkum áttum, tóku sér pláss og stóðu saman þennan dag þvert á pólitík og landshluta með glæstum árangri og nutu athygli heimspressunnar. En hafa allar konur notið ábatans til jafns? Andi Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur svífur enn yfir vötnum Á útífundinum í Lækjargötu þennan dag flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsleiðtogi innan vébanda ASÍ víðfrægt ávarp sitt og sagðist tala fyrir hönd verkakvenna; þeirra sem hefðu lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Kvennabaráttan ætti að snúa að þeim, þeirra hag og velferð. Segja má að Aðalheiður hafi áttað sig á því að raunveruleg mælistika jafnréttis í samfélaginu felst í kjörum þeirra sem minnst hafa milli handanna. Verkakonur samtímans Ef Aðalheiðar nyti við í nútímanum myndi hún sjálfsagt beina tali sínu að konum af erlendum uppruna. Konum sem bera uppi grunnstoðir samfélagsins, starfa í ræstingum, við umönnun barna og aldraðra, eru á lægstu laununum, búa við mikið vinnuálag og hafa lítið bakland. Þær fá sjaldan tækifæri til stöðuhækkunar, verða oftar fyrir mismunun og áreitni, njóta ekki þeirrar fræðslu sem í boði er, né fá viðurkenningu á þeirri menntun sem þær oft hafa. Atvinnuþátttaka þeirra er meiri en íslenskra kvenna, þær vinna lengri vinnudag og eru síður í hlutastörfum. Innflytjendakonur búa við margar samfélagslegar hindranir. Málþing ASÍ í Hörpu 24. október nk. kl. 10 – 14 ASÍ ákvað því að nýta þennan merkisdag í íslenskri kvennabaráttu, tileinka hann konum af erlendum uppruna og halda málþing undir yfirskriftinni: Nútíma kvennabarátta - Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Á málþinginu verður sjónum beint aðómetanlegu framlagi þeirra til samfélagsins, áskorunum sem þær mæta og leiðum til að tryggja jöfn tækifæri og gagnkvæma aðlögun. Á málþinginu eru þrjú meginþemu: Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa, Viðurkenning á hæfni og menntun - aðgengi að íslenskukennslu og Samfélagsleg ábyrgð og framtíð. Þar koma fram konur af erlendum uppruna sem deila af reynslu sinni, forystumenn og sérfræðingar úr röðum ASÍ og ráðherrar á sviði jafnréttismála og atvinnumála. Útvíkkun kvennabaráttunnar Með þessu vill ASÍ stíga mikilvæg skref til að útvíkka íslenska kvennabaráttu og tryggja að konur af erlendum uppruna verði hluti hennar á eigin forsendum. Konur af erlendum uppruna eru 12% af íslenskum vinnumarkaði og gegna lykilhlutverki í því að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi. Þrátt fyrir það eru þær oft ósýnilegar og áskoranir þeirra ekki teknar alvarlega. Íslensk kvennahreyfing verður enn sterkari með konur af erlendum uppruna innanborðs. Við þurfum að skapa pláss fyrir nýja reynslu, nýjar raddir og nýjan kraft. Þær leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags og sýna vilja til að taka þátt og tilheyra. Nú er kominn tími til að við stöndum með þeim og berjumst hlið við hlið fyrir jöfnum tækfærum, réttlátari kjörum og betra lífi. Allir eru velkomnir á málþingið á meðan húsrúm leyfir. Að málþingi loknu minnum við gesti á formlega dagskrá Kvennaárs, sögugönguna í Lækjargötu, útifundinn á Arnarhóli sem og aðra viðburði um land allt. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ og Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október 1975, fyrir hálfri öld, lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og mættu á mótmælafund í Reykjavík og víða um land. Markmiðið var að beina sjónum að mikilvægi starfa þeirra í samfélaginu, bæði launaðra og ólaunaðra, og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar nutu. Þennan dag neyddust karlar til að ganga í störf kvenna og taka að sér barnauppeldi og heimilisstörf. Í kvöldfréttunum mátti sjá gúmmíhanskaklædda karla vaska upp á kaffistofum landsins og viðtöl tekin við mæðulega menn sem margir neyddust til að hafa börnin hjá sér í vinnunni. Fullyrt var að pylsur hefðu selst upp á landinu þennan dag. Óhætt er að segja að konum hafi tekist ætlunarverkið, eins og glöggt mátti sjá í afar áhugaverðri og stórskemmtilegri heimildarmynd Dagurinn sem Íslands stöðvaðist sem sýnd var á RÚV 19. október sl. Dagurinn er sagður hafa markað tímamót í íslenskri kvennabaráttu og upphafið að miklum samfélagslegum framförum sem við nútímakonur njótum góðs af, þakklátar þeim konum sem ruddu brautina. Konur komu saman úr ólíkum áttum, tóku sér pláss og stóðu saman þennan dag þvert á pólitík og landshluta með glæstum árangri og nutu athygli heimspressunnar. En hafa allar konur notið ábatans til jafns? Andi Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur svífur enn yfir vötnum Á útífundinum í Lækjargötu þennan dag flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsleiðtogi innan vébanda ASÍ víðfrægt ávarp sitt og sagðist tala fyrir hönd verkakvenna; þeirra sem hefðu lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Kvennabaráttan ætti að snúa að þeim, þeirra hag og velferð. Segja má að Aðalheiður hafi áttað sig á því að raunveruleg mælistika jafnréttis í samfélaginu felst í kjörum þeirra sem minnst hafa milli handanna. Verkakonur samtímans Ef Aðalheiðar nyti við í nútímanum myndi hún sjálfsagt beina tali sínu að konum af erlendum uppruna. Konum sem bera uppi grunnstoðir samfélagsins, starfa í ræstingum, við umönnun barna og aldraðra, eru á lægstu laununum, búa við mikið vinnuálag og hafa lítið bakland. Þær fá sjaldan tækifæri til stöðuhækkunar, verða oftar fyrir mismunun og áreitni, njóta ekki þeirrar fræðslu sem í boði er, né fá viðurkenningu á þeirri menntun sem þær oft hafa. Atvinnuþátttaka þeirra er meiri en íslenskra kvenna, þær vinna lengri vinnudag og eru síður í hlutastörfum. Innflytjendakonur búa við margar samfélagslegar hindranir. Málþing ASÍ í Hörpu 24. október nk. kl. 10 – 14 ASÍ ákvað því að nýta þennan merkisdag í íslenskri kvennabaráttu, tileinka hann konum af erlendum uppruna og halda málþing undir yfirskriftinni: Nútíma kvennabarátta - Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Á málþinginu verður sjónum beint aðómetanlegu framlagi þeirra til samfélagsins, áskorunum sem þær mæta og leiðum til að tryggja jöfn tækifæri og gagnkvæma aðlögun. Á málþinginu eru þrjú meginþemu: Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa, Viðurkenning á hæfni og menntun - aðgengi að íslenskukennslu og Samfélagsleg ábyrgð og framtíð. Þar koma fram konur af erlendum uppruna sem deila af reynslu sinni, forystumenn og sérfræðingar úr röðum ASÍ og ráðherrar á sviði jafnréttismála og atvinnumála. Útvíkkun kvennabaráttunnar Með þessu vill ASÍ stíga mikilvæg skref til að útvíkka íslenska kvennabaráttu og tryggja að konur af erlendum uppruna verði hluti hennar á eigin forsendum. Konur af erlendum uppruna eru 12% af íslenskum vinnumarkaði og gegna lykilhlutverki í því að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi. Þrátt fyrir það eru þær oft ósýnilegar og áskoranir þeirra ekki teknar alvarlega. Íslensk kvennahreyfing verður enn sterkari með konur af erlendum uppruna innanborðs. Við þurfum að skapa pláss fyrir nýja reynslu, nýjar raddir og nýjan kraft. Þær leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags og sýna vilja til að taka þátt og tilheyra. Nú er kominn tími til að við stöndum með þeim og berjumst hlið við hlið fyrir jöfnum tækfærum, réttlátari kjörum og betra lífi. Allir eru velkomnir á málþingið á meðan húsrúm leyfir. Að málþingi loknu minnum við gesti á formlega dagskrá Kvennaárs, sögugönguna í Lækjargötu, útifundinn á Arnarhóli sem og aðra viðburði um land allt. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ og Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar