Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar 22. október 2025 07:48 Hvenær valdir þú síðast veitingastað erlendis án þess að láta álit annarra á netinu ráða för? Hvenær lagðir þú síðast símanúmer á minnið eða prófaðir að rata án þess að nota símann? Á rauðu ljósi í umferðinni, þegar að við hægjum okkur á salerninu, í bíó, við matarborðið eða fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni… alltaf er síminn innan seilingar til þess að grípa, stela og halda athygli okkar. Erum við sátt við þann ómeðvitaða samfélagssáttmála að það þurfi að vera hægt að ná í okkur öll, öllum stundum, alltaf, allan daginn? Er það rétt nálgun að líta þannig á að það sé dónaskapur að svara ekki strax? Hvað er til ráða og hvernig myndum við sem samfélag vilja sjá leikreglurnar á netinu? Nýtum tímann frekar en að drepa hann! Það er fyrir löngu kominn tími til þess að við færum valdið í hendur okkar notenda. Setjum okkur mörk og nýtum tækin á okkar forsendum en ekki tæknifyrirtækjanna sem að hagnast á athygli okkar. Hérna koma nokkur góð ráð til að hafa í huga, listinn er ekki tæmandi og eitt virkar ekki fyrir okkur öll en mögulega er hér eitthvað til þess að valdefla þig. Stillum símann á „Do Not Disturb“ þegar við viljum fá að vera í friði. Það má líka skilja símann eftir heima af og til. Nýtum svefnstillinguna (e. Sleep Mode) því góður svefn er mikilvægari en tilkynningarnar. Með App Limits getum við sett okkur raunhæf mörk með það að markmiði að gleyma okkur ekki í heilalausu skrolli og skruni. Slökkvum á ónauðsynlegum tilkynningum. Höfum bara kveikt á því sem skiptir okkur máli. Prófaðu að slökkva á þeim öllum og gefa síðan meðvitað leyfi fyrir þeim tilkynningum sem þú saknar. Taktu hljóðið af öllum tilkynningum. Þær trufla bæði þig og aðra. Veldu vel hvaða tilkynningar fá að birtast á skjánum á meðan að úrið eða síminn er læst/ur (ef einhverjar). Þessar tilkynningar grípa athygli okkar meðan að síminn liggur á borðinu fyrir framan okkur. Skoðum „Screen Time“og veltum fyrir okkur hvort við við séum að nýta tímann okkar vel. Færum öppin sem freista mest úr augsýn, eins og samfélagmiðla og leiki. Við smellum oft ómeðvitað á sama stað á skjánum. Setjum gagnleg öpp á opnunarsíðuna í staðinn. Dæmi um gagnleg öpp: Notes, Maps, dagatalið, reiknivél, myndavél, vekjaraklukkan, frétta- og hlaðvarpsöpp, áminningar, Storytel, Dualingo, bankaöpp, ChatGPT o.fl. Dæmi um freistandi: Samfélagsmiðlar eins og t.d. Snapchat, Instagram, TikTok, Twitter (X), YouTube og Facebook. Leikir eins og t.d. Candy Crush, Roblox, Clash Royal og BrawlStars Forgangsröðum samskiptaleiðum svo við séum ekki að vakta alla miðla stöðugt allan daginn. Dæmi: Ef skilaboðin eru áríðandi þá sendum við SMS eða hringjum (leyfum þær tilkynningar) en slökkvum á samfélagsmiðlum og skoðum þá frekar á okkar eigin forsendum, þegar okkur hentar. Markmiðið er að vera meira meðvituð - þetta þarf ekki að vera fullkomið! Í stað þess stöðugt að draga úr okkur og öðrum með neikvæðri umræðu skulum við horfa á jákvæðan og uppbyggilegan hátt á það sem við getum gert til að líta upp og létta okkur lífið. Þetta er ekki okkar slagur við börnin okkar heldur þurfum við að vera meðvituð um að tækið sem við erum með stöðugt í höndunum er hannað til að stela og halda athygli okkar. Það eitt að vera meðvituð um það og taka síðan skref í átt að betri umgengni er stór sigur! Vegferðin byrjar hjá okkur sjálfum, verum góðar fyrirmyndir og aðstoðum þau sem þurfa aðstoð. Saman getum við skapað heilbrigðara samfélag á netinu! Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Skúli Bragi Geirdal Símanotkun barna Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hvenær valdir þú síðast veitingastað erlendis án þess að láta álit annarra á netinu ráða för? Hvenær lagðir þú síðast símanúmer á minnið eða prófaðir að rata án þess að nota símann? Á rauðu ljósi í umferðinni, þegar að við hægjum okkur á salerninu, í bíó, við matarborðið eða fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni… alltaf er síminn innan seilingar til þess að grípa, stela og halda athygli okkar. Erum við sátt við þann ómeðvitaða samfélagssáttmála að það þurfi að vera hægt að ná í okkur öll, öllum stundum, alltaf, allan daginn? Er það rétt nálgun að líta þannig á að það sé dónaskapur að svara ekki strax? Hvað er til ráða og hvernig myndum við sem samfélag vilja sjá leikreglurnar á netinu? Nýtum tímann frekar en að drepa hann! Það er fyrir löngu kominn tími til þess að við færum valdið í hendur okkar notenda. Setjum okkur mörk og nýtum tækin á okkar forsendum en ekki tæknifyrirtækjanna sem að hagnast á athygli okkar. Hérna koma nokkur góð ráð til að hafa í huga, listinn er ekki tæmandi og eitt virkar ekki fyrir okkur öll en mögulega er hér eitthvað til þess að valdefla þig. Stillum símann á „Do Not Disturb“ þegar við viljum fá að vera í friði. Það má líka skilja símann eftir heima af og til. Nýtum svefnstillinguna (e. Sleep Mode) því góður svefn er mikilvægari en tilkynningarnar. Með App Limits getum við sett okkur raunhæf mörk með það að markmiði að gleyma okkur ekki í heilalausu skrolli og skruni. Slökkvum á ónauðsynlegum tilkynningum. Höfum bara kveikt á því sem skiptir okkur máli. Prófaðu að slökkva á þeim öllum og gefa síðan meðvitað leyfi fyrir þeim tilkynningum sem þú saknar. Taktu hljóðið af öllum tilkynningum. Þær trufla bæði þig og aðra. Veldu vel hvaða tilkynningar fá að birtast á skjánum á meðan að úrið eða síminn er læst/ur (ef einhverjar). Þessar tilkynningar grípa athygli okkar meðan að síminn liggur á borðinu fyrir framan okkur. Skoðum „Screen Time“og veltum fyrir okkur hvort við við séum að nýta tímann okkar vel. Færum öppin sem freista mest úr augsýn, eins og samfélagmiðla og leiki. Við smellum oft ómeðvitað á sama stað á skjánum. Setjum gagnleg öpp á opnunarsíðuna í staðinn. Dæmi um gagnleg öpp: Notes, Maps, dagatalið, reiknivél, myndavél, vekjaraklukkan, frétta- og hlaðvarpsöpp, áminningar, Storytel, Dualingo, bankaöpp, ChatGPT o.fl. Dæmi um freistandi: Samfélagsmiðlar eins og t.d. Snapchat, Instagram, TikTok, Twitter (X), YouTube og Facebook. Leikir eins og t.d. Candy Crush, Roblox, Clash Royal og BrawlStars Forgangsröðum samskiptaleiðum svo við séum ekki að vakta alla miðla stöðugt allan daginn. Dæmi: Ef skilaboðin eru áríðandi þá sendum við SMS eða hringjum (leyfum þær tilkynningar) en slökkvum á samfélagsmiðlum og skoðum þá frekar á okkar eigin forsendum, þegar okkur hentar. Markmiðið er að vera meira meðvituð - þetta þarf ekki að vera fullkomið! Í stað þess stöðugt að draga úr okkur og öðrum með neikvæðri umræðu skulum við horfa á jákvæðan og uppbyggilegan hátt á það sem við getum gert til að líta upp og létta okkur lífið. Þetta er ekki okkar slagur við börnin okkar heldur þurfum við að vera meðvituð um að tækið sem við erum með stöðugt í höndunum er hannað til að stela og halda athygli okkar. Það eitt að vera meðvituð um það og taka síðan skref í átt að betri umgengni er stór sigur! Vegferðin byrjar hjá okkur sjálfum, verum góðar fyrirmyndir og aðstoðum þau sem þurfa aðstoð. Saman getum við skapað heilbrigðara samfélag á netinu! Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar