Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Kjartan Kjartansson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 14. október 2025 14:19 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Hæstiréttur ógilti einn lið skilmála húsnæðislána Íslandsbanka en sýknaði bankann að öðru leyti í dag. Sá liður fjallar um til hvaða þátta bankinn lítur til við ákvörðun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra lána. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að við fyrstu sýn sé niðurstaðan fullnaðarsigur fyrir samtökin. Bankanum hafi verið óheimilt að nota huglæga þætti til viðmiðunar við vaxtaákvarðanir. Miða þyrfti við hlutlausa þætti eins og seðlabankavexti í þessu tilfelli. „Þettar er ótrúlegt og sigur fyrir neytendur og fyrir lántaka í dag,“ sagði Breki við fréttamann Sýnar eftir að dómur féll klukkan hálf tvö í dag. Niðurstaðan þýðir jafnframt að nú verði skýrt hvernig vextir breytist og að neytendur geti rannreynt aftur í tímann hvort breytingar hafi verið sanngjarnar, að mati Breka. Hann segist eiga eftir að fara betur yfir dóminn en hann hefur enn ekki verið birtur opinberlega. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig bankinn og aðrar fjármálastofnanir bregðist við. Breki segir samtökin vilja setjast niður með fulltrúum bankanna og annarra lánveitenda. „Við teljum að önnur lán, bæði hjá bönkunum og líka hjá flestum ef ekki öllum lífeyrissjóðum séu með sömu annmarka og ætti þá að laga líka,“ segir hann. Málið sýni ennfremur fram á mikilvægi þess að samtök neytenda hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í málaferli sem þessi. Málareksturinn, sem hófst fyrir sex árum, hafi kostað fleiri milljónir króna. „Það er í rauninni magnað að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi án þess að yfirvöld skærust í leikinn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Sjá meira
Hæstiréttur ógilti einn lið skilmála húsnæðislána Íslandsbanka en sýknaði bankann að öðru leyti í dag. Sá liður fjallar um til hvaða þátta bankinn lítur til við ákvörðun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra lána. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að við fyrstu sýn sé niðurstaðan fullnaðarsigur fyrir samtökin. Bankanum hafi verið óheimilt að nota huglæga þætti til viðmiðunar við vaxtaákvarðanir. Miða þyrfti við hlutlausa þætti eins og seðlabankavexti í þessu tilfelli. „Þettar er ótrúlegt og sigur fyrir neytendur og fyrir lántaka í dag,“ sagði Breki við fréttamann Sýnar eftir að dómur féll klukkan hálf tvö í dag. Niðurstaðan þýðir jafnframt að nú verði skýrt hvernig vextir breytist og að neytendur geti rannreynt aftur í tímann hvort breytingar hafi verið sanngjarnar, að mati Breka. Hann segist eiga eftir að fara betur yfir dóminn en hann hefur enn ekki verið birtur opinberlega. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig bankinn og aðrar fjármálastofnanir bregðist við. Breki segir samtökin vilja setjast niður með fulltrúum bankanna og annarra lánveitenda. „Við teljum að önnur lán, bæði hjá bönkunum og líka hjá flestum ef ekki öllum lífeyrissjóðum séu með sömu annmarka og ætti þá að laga líka,“ segir hann. Málið sýni ennfremur fram á mikilvægi þess að samtök neytenda hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í málaferli sem þessi. Málareksturinn, sem hófst fyrir sex árum, hafi kostað fleiri milljónir króna. „Það er í rauninni magnað að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi án þess að yfirvöld skærust í leikinn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Sjá meira
Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36