Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Kjartan Kjartansson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 14. október 2025 14:19 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Hæstiréttur ógilti einn lið skilmála húsnæðislána Íslandsbanka en sýknaði bankann að öðru leyti í dag. Sá liður fjallar um til hvaða þátta bankinn lítur til við ákvörðun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra lána. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að við fyrstu sýn sé niðurstaðan fullnaðarsigur fyrir samtökin. Bankanum hafi verið óheimilt að nota huglæga þætti til viðmiðunar við vaxtaákvarðanir. Miða þyrfti við hlutlausa þætti eins og seðlabankavexti í þessu tilfelli. „Þettar er ótrúlegt og sigur fyrir neytendur og fyrir lántaka í dag,“ sagði Breki við fréttamann Sýnar eftir að dómur féll klukkan hálf tvö í dag. Niðurstaðan þýðir jafnframt að nú verði skýrt hvernig vextir breytist og að neytendur geti rannreynt aftur í tímann hvort breytingar hafi verið sanngjarnar, að mati Breka. Hann segist eiga eftir að fara betur yfir dóminn en hann hefur enn ekki verið birtur opinberlega. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig bankinn og aðrar fjármálastofnanir bregðist við. Breki segir samtökin vilja setjast niður með fulltrúum bankanna og annarra lánveitenda. „Við teljum að önnur lán, bæði hjá bönkunum og líka hjá flestum ef ekki öllum lífeyrissjóðum séu með sömu annmarka og ætti þá að laga líka,“ segir hann. Málið sýni ennfremur fram á mikilvægi þess að samtök neytenda hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í málaferli sem þessi. Málareksturinn, sem hófst fyrir sex árum, hafi kostað fleiri milljónir króna. „Það er í rauninni magnað að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi án þess að yfirvöld skærust í leikinn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Hæstiréttur ógilti einn lið skilmála húsnæðislána Íslandsbanka en sýknaði bankann að öðru leyti í dag. Sá liður fjallar um til hvaða þátta bankinn lítur til við ákvörðun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra lána. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að við fyrstu sýn sé niðurstaðan fullnaðarsigur fyrir samtökin. Bankanum hafi verið óheimilt að nota huglæga þætti til viðmiðunar við vaxtaákvarðanir. Miða þyrfti við hlutlausa þætti eins og seðlabankavexti í þessu tilfelli. „Þettar er ótrúlegt og sigur fyrir neytendur og fyrir lántaka í dag,“ sagði Breki við fréttamann Sýnar eftir að dómur féll klukkan hálf tvö í dag. Niðurstaðan þýðir jafnframt að nú verði skýrt hvernig vextir breytist og að neytendur geti rannreynt aftur í tímann hvort breytingar hafi verið sanngjarnar, að mati Breka. Hann segist eiga eftir að fara betur yfir dóminn en hann hefur enn ekki verið birtur opinberlega. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig bankinn og aðrar fjármálastofnanir bregðist við. Breki segir samtökin vilja setjast niður með fulltrúum bankanna og annarra lánveitenda. „Við teljum að önnur lán, bæði hjá bönkunum og líka hjá flestum ef ekki öllum lífeyrissjóðum séu með sömu annmarka og ætti þá að laga líka,“ segir hann. Málið sýni ennfremur fram á mikilvægi þess að samtök neytenda hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í málaferli sem þessi. Málareksturinn, sem hófst fyrir sex árum, hafi kostað fleiri milljónir króna. „Það er í rauninni magnað að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi án þess að yfirvöld skærust í leikinn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Vaxtamálið Lánamál Tengdar fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36