Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar 10. október 2025 16:02 Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði. Einn slíkra manna er Sir Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Nokkrir fjölmiðlar hafa birt gagnrýnislaus viðtöl við hann þar sem hann túlkar stefnu sambandsins á mjög vafasaman hátt og í nokkrum tilfellum fer hann með staðlausa stafi. Hann heldur því fram að Evrópusambandið sé ósveigjanlegt í samningaviðræður og einungis einn samningur sé í boði fyrir alla. Þetta er ekki rétt! Auðvitað er grunnurinn sá sami en síðan fá löndin sérlausnir fyrir málaflokka sem skipta þau miklu máli. Margoft hefur verið bent á heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi, háfjallalandbúnað í Austurríki og sérlausnir í sjávarútvegi Möltu. Hannan ætti líka að muna eftir frægum samningi sem Bretar gerðu við Evrópusambandið árið 1984. Þar fengu þeir afslátt af þeim gjöldum sem þeir greiddu til ESB. Forsaga þess máls var að allt frá árinu 1973 þegar Bretar gengu í ESB höfðu þeir greitt hlutfallslega meira en önnur lönd í sameiginlega sjóði sambandsins. Evrópusambandi viðurkenndi að þessu þyrfti að breyta og náðu Bretar fram varanlegum samningi um 66% endurgreiðslu á fyrri árs gjöldum og var þessi samningur í gildi allt þar til Bretar gengu úr Evrópusambandinu árið 2020. Lávarðurinn klifar einnig að þeirri tröllasögu að með aðild myndum við missa stjórn á fiskveiðunum okkar. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ekki einu sinni Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi reyna að halda þessu fram. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum hér við land. Nú er ekkert víst að við Íslendingar náum ásættanlegum samningi við ESB. En það er bara ein leið til að komast að því. Hefja viðræðurnar á nýjan leik, semja og leggja svo þann samning í dóm þjóðarinnar. Af hverju eru andstæðingar aðildar hræddir við þá vegferð? Höfundur er M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur unnið að Evrópumálum í yfir 30 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Tengdar fréttir „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. 9. október 2025 13:29 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði. Einn slíkra manna er Sir Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Nokkrir fjölmiðlar hafa birt gagnrýnislaus viðtöl við hann þar sem hann túlkar stefnu sambandsins á mjög vafasaman hátt og í nokkrum tilfellum fer hann með staðlausa stafi. Hann heldur því fram að Evrópusambandið sé ósveigjanlegt í samningaviðræður og einungis einn samningur sé í boði fyrir alla. Þetta er ekki rétt! Auðvitað er grunnurinn sá sami en síðan fá löndin sérlausnir fyrir málaflokka sem skipta þau miklu máli. Margoft hefur verið bent á heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi, háfjallalandbúnað í Austurríki og sérlausnir í sjávarútvegi Möltu. Hannan ætti líka að muna eftir frægum samningi sem Bretar gerðu við Evrópusambandið árið 1984. Þar fengu þeir afslátt af þeim gjöldum sem þeir greiddu til ESB. Forsaga þess máls var að allt frá árinu 1973 þegar Bretar gengu í ESB höfðu þeir greitt hlutfallslega meira en önnur lönd í sameiginlega sjóði sambandsins. Evrópusambandi viðurkenndi að þessu þyrfti að breyta og náðu Bretar fram varanlegum samningi um 66% endurgreiðslu á fyrri árs gjöldum og var þessi samningur í gildi allt þar til Bretar gengu úr Evrópusambandinu árið 2020. Lávarðurinn klifar einnig að þeirri tröllasögu að með aðild myndum við missa stjórn á fiskveiðunum okkar. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ekki einu sinni Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi reyna að halda þessu fram. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum hér við land. Nú er ekkert víst að við Íslendingar náum ásættanlegum samningi við ESB. En það er bara ein leið til að komast að því. Hefja viðræðurnar á nýjan leik, semja og leggja svo þann samning í dóm þjóðarinnar. Af hverju eru andstæðingar aðildar hræddir við þá vegferð? Höfundur er M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur unnið að Evrópumálum í yfir 30 ár.
„Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. 9. október 2025 13:29
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun