ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 20:38 Heimkoma Söndru Erlingsdóttur hefur skipt sköpum í velgengni ÍBV það sem af er leiktíð. ÍBV Íslandsmeistarar Vals eru ásamt ÍBV á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta, með fjóra sigra úr fimm leikjum, eftir úrslitin í leikjunum þremur í kvöld. Valskonur höfðu betur í uppgjöri stórveldanna þegar þær unnu Fram, 28-24, á Hlíðarenda í kvöld. Fram var þó 16-15 yfir í hálfleik en fljótlega í seinni hálfleiknum náði Valur forystunni og sá til þess að aldrei yrði of mjótt á mununum á lokakaflanum. Uppfært kl. 20.45: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir var markahæst hjá Val með sex mörk, samkvæmt leikskýrslu á vef HSÍ, en Lovísa Thompson, nú mætt í landsliðið á nýjan leik, og Thea Imani Sturludóttir komu næstar með fimm mörk hvor. Hjá Fram voru Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Hulda Dagsdóttir markahæstar með fimm mörk hvor. Sandra og Birna sterkar en lítið skorað á Ásvöllum ÍBV vann góðan sigur gegn Haukum í Hafnarfirði, 20-18, eftir að hafa náð fimm marka forskoti þegar fimm mínútur voru eftir. Haukar skoruðu þrjú síðustu mörkin en það dugði skammt. Landsliðskonurnar Sandra Erlingsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir voru að vanda áberandi í liði ÍBV og skoraði Sandra sjö mörk en Birna fimm. Ragnheiður Ragnarsdóttir var markahæst Hauka með fjögur mörk. ÍR vann upp fjögurra marka forskot í lokin Mesta spenna kvöldsins var þó í Breiðholti þar sem ÍR-ingar unnu dísætan sigur gegn KA/Þór, 30-29, í slag liða sem byrjað hafa tímabilið afar vel. Ekkert mark var skorað á síðustu fjórum mínútum leiksins, eða eftir að Susanne Denise minnkaði muninn í eitt mark fyrir KA/Þór. KA/Þór hafði verið fjórum mörkum yfir, 28-24, skömmu áður og sigur ÍR-inga því afar sætur. Sara Dögg Hjaltadóttir fór á kostum fyrir heimakonur og skoraði 11 mörk, og Vaka Líf Kristinsdóttir skoraði átta. Hjá gestunum var Tinna Valgerður Gísladóttir markahæst með sjö mörk. ÍR og KA/Þór, sem vann fyrstu þrjá leiki sína, eru því með sex stig hvort, næst á eftir toppliðum Vals og ÍBV. Fram og Haukar eru með fimm stig en Stjarnan og Selfoss eru enn stigalaus og mætast annað kvöld. Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira
Valskonur höfðu betur í uppgjöri stórveldanna þegar þær unnu Fram, 28-24, á Hlíðarenda í kvöld. Fram var þó 16-15 yfir í hálfleik en fljótlega í seinni hálfleiknum náði Valur forystunni og sá til þess að aldrei yrði of mjótt á mununum á lokakaflanum. Uppfært kl. 20.45: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir var markahæst hjá Val með sex mörk, samkvæmt leikskýrslu á vef HSÍ, en Lovísa Thompson, nú mætt í landsliðið á nýjan leik, og Thea Imani Sturludóttir komu næstar með fimm mörk hvor. Hjá Fram voru Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Hulda Dagsdóttir markahæstar með fimm mörk hvor. Sandra og Birna sterkar en lítið skorað á Ásvöllum ÍBV vann góðan sigur gegn Haukum í Hafnarfirði, 20-18, eftir að hafa náð fimm marka forskoti þegar fimm mínútur voru eftir. Haukar skoruðu þrjú síðustu mörkin en það dugði skammt. Landsliðskonurnar Sandra Erlingsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir voru að vanda áberandi í liði ÍBV og skoraði Sandra sjö mörk en Birna fimm. Ragnheiður Ragnarsdóttir var markahæst Hauka með fjögur mörk. ÍR vann upp fjögurra marka forskot í lokin Mesta spenna kvöldsins var þó í Breiðholti þar sem ÍR-ingar unnu dísætan sigur gegn KA/Þór, 30-29, í slag liða sem byrjað hafa tímabilið afar vel. Ekkert mark var skorað á síðustu fjórum mínútum leiksins, eða eftir að Susanne Denise minnkaði muninn í eitt mark fyrir KA/Þór. KA/Þór hafði verið fjórum mörkum yfir, 28-24, skömmu áður og sigur ÍR-inga því afar sætur. Sara Dögg Hjaltadóttir fór á kostum fyrir heimakonur og skoraði 11 mörk, og Vaka Líf Kristinsdóttir skoraði átta. Hjá gestunum var Tinna Valgerður Gísladóttir markahæst með sjö mörk. ÍR og KA/Þór, sem vann fyrstu þrjá leiki sína, eru því með sex stig hvort, næst á eftir toppliðum Vals og ÍBV. Fram og Haukar eru með fimm stig en Stjarnan og Selfoss eru enn stigalaus og mætast annað kvöld.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira