Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 8. október 2025 13:30 Konum sem mæta í skimun fyrir brjóstakrabbameini hefur fjölgað verulega síðustu ár. Þá hefur einnig náðst góður árangur í að fjölga þeim sem koma í leghálsskimun. Skimun er gríðarlega mikilvæg, enda markmið hennar að minnka sjúkdómsbyrði og lækka dánartíðni af völdum krabbameina. Samkvæmt gæðavísum sem embætti landlæknis tekur út árlega var þátttaka kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini 61 prósent á síðasta ári. Heldur hærra hlutfall kvenna kom í skimun fyrir leghálskrabbameini á síðasta ári, eða 64 prósent. Viljum auka þátttöku enn meira Stefnt er að því að þátttökuhlutfall í bæði brjóstaskimun og leghálsskimun verði að minnsta kosti 75 prósent. Til þess að auka þátttöku í skimunum þurfum við að ná til þeirra hópa sem eru ólíklegastir til að mæta í skimanir. Eins og undanfarin ár er þátttakan lökust meðal kvenna í yngstu aldurshópunum. Þá er einnig mikill munur á þátttöku eftir ríkisfangi, erlendar konur mæta mun síður í skimanir en konur með íslenskt ríkisfang. Ef skoðuð er þátttaka kvenna í leghálsskimun eftir ríkisfangi þá má sjá að þátttaka kvenna með íslenskt ríkisfang nær markmiðinu um 75 prósent þátttöku og þátttaka íslenskra kvenna í brjóstaskimun fer nærri því markmiði. Það sem dregur þátttökuna niður er dræm þátttaka kvenna með erlent ríkisfang. Aðeins 31 prósent þess hóps kom í leghálsskimun og 23 prósent í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Hlutfallið er að aukast en þar þurfum við að gera enn betur. Samstarf við stéttarfélög og atvinnurekendur Samhæfingarstöð krabbameinsskimana heldur utan um skipulag krabbameinsskimana og hefur einnig það hlutverk að stuðla að aukinni þátttöku í skimunum. Við höfum unnið markvisst að því markmiði á undanförnum árum og það er ánægjulegt að sjá árangur af því starfi. Við höfum undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna af erlendum uppruna. Við vitum að það má búast við því að hluti þessara kvenna mæti í skimanir fyrir krabbameinum í sínu heimalandi. Ef þær gera það ekki viljum við auðvitað að sem flestar fái þessa þjónustu hér á landi. Við höfum til dæmis fengið aðstoð frá stéttarfélögum við að koma upplýsingum um skimanir á framfæri á fjölmörgum tungumálum sem hefur gefið góða raun. Þá höfum við átt í samstarfi við félagasamtök kvenna af erlendum uppruna, auk þess sem við höfum nýtt samfélagsmiðla til að ná sérstaklega til þessa hóps. Þá höfum við einnig hvatt atvinnurekendur til þess að benda sínu starfsfólki á að það á rétt á því að sækja sér heilbrigðisþjónustu á vinnutíma. Það tekur örstuttan tíma að skreppa í skimun og það er allra hagur að allar konur sem fá boð mæti. Opnir tímar í leghálssýnatökur Gott aðgengi er lykilatriði þegar kemur að skimunum. Allar upplýsingar um krabbameinsskimanir eru auðfundnar á vefnum skimanir.is. Auðvelt er að bóka tíma í leghálssýnatöku í gegnum Heilsuveru og einnig fljótlegt og auðvelt að bóka tíma í brjóstaskimun hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans. Það hefur einnig gefið góða raun að bjóða upp á opna tíma í leghálssýnatöku á heilsugæslustöðvum. Þar geta konur sem hafa fengið boð mætt á stöð sem hentar þeim án þess að bóka tíma, í sumum tilvikum eftir hefðbundinn vinnutíma. Upplýsingar um opnu húsin eru aðgengilegar á vefnum skimanir.is. Af hverju fara konur ekki í skimun? Kannanir sýna að langflestar konur vilja mæta í krabbameinsskimanir og ætla sér það þegar boðið kemur. Ástæðan fyrir því að hluti kvenna sem fær boð fer ekki í skimun er þannig ekki sú að þær vilji ekki fara heldur frekar sú að þær fresti því að fara af einhverjum ástæðum. Þegar það er mikið að gera er oft erfitt að koma því í verk að fara í skimun. Þarna verðum við að hvetja konur til að setja eigin heilsu ofar í forgangsröðina. Það tekur yfirleitt aðeins um 10 mínútur að fara í brjóstaskimun eða leghálsskimun. Það er auðvelt að bóka tíma um leið og boðið berst. Sumar konur hafa nefnt kostnað við skimanir sem ástæðu fyrir því að taka ekki þátt. Stjórnvöld stigu stórt skref síðasta haust þegar kostnaður við brjóstaskimun var lækkaður í 500 krónur. Það er sama og komugjaldið fyrir konur sem koma í leghálsskimun. Kostnaður ætti því ekki að standa í vegi fyrir því að konur komi í skimun nema í algjörum undantekningartilvikum. Hjá konum af erlendum uppruna getur einnig spilað inn í að hluti þessa hóps dvelur stutt hér á landi. Þá hefur sýnt sig að það er, eðlilega, minni þekking á fyrirkomulagi skimana hjá þessum konum. Við höfum unnið markvisst að því að bæta þekkinguna en það verður áfram áskorun. Ristilskimanir mikilvæg viðbót Skimað hefur verið fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini áratugum saman hér á landi en nú erum við í innleiðingarferli fyrir þriðju tegund krabbameinsskimana. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi er þegar hafin hér á landi. Við erum sem stendur að hefja annan prófunarfasa þar sem fólk um allt land fær boð í skimun. Ólíkt skimunum fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini þarf fólk sem tekur þátt í þessari tegund skimana ekki að mæta á staðinn. Þess í stað fær það sendan búnað til að taka hægðasýni heimafyrir. Sýnið er rannsakað til að kanna hvort blóð finnist í hægðum. Spá aukningu Skimanir fyrir krabbameini eru gríðarlega mikilvægar til að draga úr sjúkdómsbyrði og dauðsföllum af völdum krabbameina. Spár fyrir næstu ár og áratugi gera ráð fyrir því að nýgengi krabbameina aukist verulega. Það skiptir því sífellt meira máli að koma í skimun þegar boðið berst. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Konum sem mæta í skimun fyrir brjóstakrabbameini hefur fjölgað verulega síðustu ár. Þá hefur einnig náðst góður árangur í að fjölga þeim sem koma í leghálsskimun. Skimun er gríðarlega mikilvæg, enda markmið hennar að minnka sjúkdómsbyrði og lækka dánartíðni af völdum krabbameina. Samkvæmt gæðavísum sem embætti landlæknis tekur út árlega var þátttaka kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini 61 prósent á síðasta ári. Heldur hærra hlutfall kvenna kom í skimun fyrir leghálskrabbameini á síðasta ári, eða 64 prósent. Viljum auka þátttöku enn meira Stefnt er að því að þátttökuhlutfall í bæði brjóstaskimun og leghálsskimun verði að minnsta kosti 75 prósent. Til þess að auka þátttöku í skimunum þurfum við að ná til þeirra hópa sem eru ólíklegastir til að mæta í skimanir. Eins og undanfarin ár er þátttakan lökust meðal kvenna í yngstu aldurshópunum. Þá er einnig mikill munur á þátttöku eftir ríkisfangi, erlendar konur mæta mun síður í skimanir en konur með íslenskt ríkisfang. Ef skoðuð er þátttaka kvenna í leghálsskimun eftir ríkisfangi þá má sjá að þátttaka kvenna með íslenskt ríkisfang nær markmiðinu um 75 prósent þátttöku og þátttaka íslenskra kvenna í brjóstaskimun fer nærri því markmiði. Það sem dregur þátttökuna niður er dræm þátttaka kvenna með erlent ríkisfang. Aðeins 31 prósent þess hóps kom í leghálsskimun og 23 prósent í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Hlutfallið er að aukast en þar þurfum við að gera enn betur. Samstarf við stéttarfélög og atvinnurekendur Samhæfingarstöð krabbameinsskimana heldur utan um skipulag krabbameinsskimana og hefur einnig það hlutverk að stuðla að aukinni þátttöku í skimunum. Við höfum unnið markvisst að því markmiði á undanförnum árum og það er ánægjulegt að sjá árangur af því starfi. Við höfum undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna af erlendum uppruna. Við vitum að það má búast við því að hluti þessara kvenna mæti í skimanir fyrir krabbameinum í sínu heimalandi. Ef þær gera það ekki viljum við auðvitað að sem flestar fái þessa þjónustu hér á landi. Við höfum til dæmis fengið aðstoð frá stéttarfélögum við að koma upplýsingum um skimanir á framfæri á fjölmörgum tungumálum sem hefur gefið góða raun. Þá höfum við átt í samstarfi við félagasamtök kvenna af erlendum uppruna, auk þess sem við höfum nýtt samfélagsmiðla til að ná sérstaklega til þessa hóps. Þá höfum við einnig hvatt atvinnurekendur til þess að benda sínu starfsfólki á að það á rétt á því að sækja sér heilbrigðisþjónustu á vinnutíma. Það tekur örstuttan tíma að skreppa í skimun og það er allra hagur að allar konur sem fá boð mæti. Opnir tímar í leghálssýnatökur Gott aðgengi er lykilatriði þegar kemur að skimunum. Allar upplýsingar um krabbameinsskimanir eru auðfundnar á vefnum skimanir.is. Auðvelt er að bóka tíma í leghálssýnatöku í gegnum Heilsuveru og einnig fljótlegt og auðvelt að bóka tíma í brjóstaskimun hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans. Það hefur einnig gefið góða raun að bjóða upp á opna tíma í leghálssýnatöku á heilsugæslustöðvum. Þar geta konur sem hafa fengið boð mætt á stöð sem hentar þeim án þess að bóka tíma, í sumum tilvikum eftir hefðbundinn vinnutíma. Upplýsingar um opnu húsin eru aðgengilegar á vefnum skimanir.is. Af hverju fara konur ekki í skimun? Kannanir sýna að langflestar konur vilja mæta í krabbameinsskimanir og ætla sér það þegar boðið kemur. Ástæðan fyrir því að hluti kvenna sem fær boð fer ekki í skimun er þannig ekki sú að þær vilji ekki fara heldur frekar sú að þær fresti því að fara af einhverjum ástæðum. Þegar það er mikið að gera er oft erfitt að koma því í verk að fara í skimun. Þarna verðum við að hvetja konur til að setja eigin heilsu ofar í forgangsröðina. Það tekur yfirleitt aðeins um 10 mínútur að fara í brjóstaskimun eða leghálsskimun. Það er auðvelt að bóka tíma um leið og boðið berst. Sumar konur hafa nefnt kostnað við skimanir sem ástæðu fyrir því að taka ekki þátt. Stjórnvöld stigu stórt skref síðasta haust þegar kostnaður við brjóstaskimun var lækkaður í 500 krónur. Það er sama og komugjaldið fyrir konur sem koma í leghálsskimun. Kostnaður ætti því ekki að standa í vegi fyrir því að konur komi í skimun nema í algjörum undantekningartilvikum. Hjá konum af erlendum uppruna getur einnig spilað inn í að hluti þessa hóps dvelur stutt hér á landi. Þá hefur sýnt sig að það er, eðlilega, minni þekking á fyrirkomulagi skimana hjá þessum konum. Við höfum unnið markvisst að því að bæta þekkinguna en það verður áfram áskorun. Ristilskimanir mikilvæg viðbót Skimað hefur verið fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini áratugum saman hér á landi en nú erum við í innleiðingarferli fyrir þriðju tegund krabbameinsskimana. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi er þegar hafin hér á landi. Við erum sem stendur að hefja annan prófunarfasa þar sem fólk um allt land fær boð í skimun. Ólíkt skimunum fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini þarf fólk sem tekur þátt í þessari tegund skimana ekki að mæta á staðinn. Þess í stað fær það sendan búnað til að taka hægðasýni heimafyrir. Sýnið er rannsakað til að kanna hvort blóð finnist í hægðum. Spá aukningu Skimanir fyrir krabbameini eru gríðarlega mikilvægar til að draga úr sjúkdómsbyrði og dauðsföllum af völdum krabbameina. Spár fyrir næstu ár og áratugi gera ráð fyrir því að nýgengi krabbameina aukist verulega. Það skiptir því sífellt meira máli að koma í skimun þegar boðið berst. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun