Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar 6. október 2025 12:31 Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, ákvað í vikunni að verja það sem lengi hefur verið eitt stærsta vandamál fjölskyldna í Reykjavík: Samfylkingar- og Viðreisnarmódelið í leikskólum. Hún gerði það með því að ráðast á Kópavogsmódelið, kerfi sem hefur, öfugt við hið fyrrnefnda, skilað raunverulegum árangri. Það gerði hún á sama tíma og hún gagnrýndi breytingarnar sem boðaðar eru í nýjum tillögum borgarinnar um aðgerðir í leikskólamálum. Í Kópavogi var farið í breytingar haustið 2023 eftir langvarandi manneklu, lokanir og þjónustu sem ekki var hægt að treysta á. Fyrir breytingarnar voru 212 lokunardagar á leikskólum veturinn 2022-2023. Eftir breytingarnar voru þeir núll. Bæði veturinn 23-24 og 24-25, og nú þegar árið 25-26 er hafið, eru þeir enn núll. Starfsánægja hefur aukist, mönnun gengið betur og foreldrar fengið það sem þeir eiga rétt á: stöðugleika. Ég hef oft saknað þess í umræðunni um Kópavogsmódelið hvernig óbreytt ástand í leikskólunum kemur verst við ýmsa hópa sem eru iðulega eru nefndir í sömu andrá og Kópavogsmódelið er gagnrýnt. Einstaklingur með lítið eða ekkert bakland getur til dæmis ekki treyst á neinn þegar hann fær ekki leikskólapláss. Enginn hleypur í skarðið fyrir hann þegar leikskólanum er lokað svo vikum skiptir yfir veturinn. Hver hleypur undir bagga þegar barn fær ekki að hefja aðlögun þrátt fyrir að vera kominn með leikskólapláss því það er ekki til starfsfólk til að „uppfylla“ leikskólaplássið. Þaðan kemur enda heitið „draugapláss“ og eru dæmi þess að börn og foreldrar hafi þurft að bíða mánuði eftir að geta hafið aðlögun þrátt fyrir að vera komin með plássið sitt. Á hverjum hefur óstöðugleikinn í Reykjavík bitnað harðast á? Viðreisnar- og Samfylkingarmódelið, sem hefur verið hálfgert einkenni valdatíðar þessara tveggja flokka í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabil, hefur einkennst af fjarvistum, vanmönnun og sífellt lakari þjónustu. Nú þegar loksins á að taka ákvarðanir sem raunverulega einhverju breyta, og augljóslega horft til þess árangurs sem hefur náðst í sveitarfélögum eins og Kópavogi þá ákveður ráðherrann að hlaupa til og gagnrýna, án þess að hafa nokkrar aðrar lausnir. Ég geri mér grein fyrir því að flokkssystkini mín í Reykjavík hafa reyndar gagnrýnt þessar breytingar og þar kalla ég sömuleiðis eftir því sama. Gagnrýni er marklaus ef þú býður ekki betri lausn í staðinn. Til að toppa þessa umræðu var birt ný „rannsókn“ á Kópavogsmódelinu fyrir helgi. Þetta var eigindleg rannsókn og unnin fyrir Vörðu, rannsóknarmiðstöð ASÍ og BSRB sem eru tvö samtök sem hafa frá fyrsta degi verið opinberir andstæðingar Kópavogsmódelsins. Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi. Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni. Úrtakið er lítið, sjálfboðaliðaskekkja líkleg og alhæfingargildi lítið sem ekkert. Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum. Loks var auðvitað gætt að því að koma þessu tryggilega á framfæri sem allra víðast í fjölmiðlum, enda fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin. Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, var einn þeirra sem gagnrýndi Kópavog þegar við réðumst í þessar breytingar. Nú hafa hans eigin flokksfélagar í borginni snúið baki við honum og viðurkennt að eitthvað verður að gera, þó mörgum árum of seint - þremur árum á eftir Kópavogi, sem þó var of seinn til að horfast í augu við vandann. Það er auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Það er erfiðara að byggja upp og gera það sem virkar. Það að bregðast ekki við og gera ekki neitt er líka afstaða. Kópavogsmódelið hefur sýnt að raunhæfar, ábyrgðarfullar breytingar skila árangri. Núll lokanir, betri mönnun og ánægt starfsfólk. Ég þreytist ekki á að segja að Kópavogsmódelið er ekki fullkomið, en staðan í leikskólum Kópavogs í dag er mun betri en þegar við hófum þessa vegferð. Mér finnst það líka vera viðkvæðið þegar ég tala við foreldra. Enda erum við ekki hætt, nú síðast hækkuðum við systkinaafslátt til að létta undir með foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólum. Það var fyrr í haust. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera betur. Við tökum nú inn fleiri og yngri börn en þegar við hófum þessa vegferð. Leikskólarnir eru betur mannaðir og starfsfólkið mun ánægðara. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, ákvað í vikunni að verja það sem lengi hefur verið eitt stærsta vandamál fjölskyldna í Reykjavík: Samfylkingar- og Viðreisnarmódelið í leikskólum. Hún gerði það með því að ráðast á Kópavogsmódelið, kerfi sem hefur, öfugt við hið fyrrnefnda, skilað raunverulegum árangri. Það gerði hún á sama tíma og hún gagnrýndi breytingarnar sem boðaðar eru í nýjum tillögum borgarinnar um aðgerðir í leikskólamálum. Í Kópavogi var farið í breytingar haustið 2023 eftir langvarandi manneklu, lokanir og þjónustu sem ekki var hægt að treysta á. Fyrir breytingarnar voru 212 lokunardagar á leikskólum veturinn 2022-2023. Eftir breytingarnar voru þeir núll. Bæði veturinn 23-24 og 24-25, og nú þegar árið 25-26 er hafið, eru þeir enn núll. Starfsánægja hefur aukist, mönnun gengið betur og foreldrar fengið það sem þeir eiga rétt á: stöðugleika. Ég hef oft saknað þess í umræðunni um Kópavogsmódelið hvernig óbreytt ástand í leikskólunum kemur verst við ýmsa hópa sem eru iðulega eru nefndir í sömu andrá og Kópavogsmódelið er gagnrýnt. Einstaklingur með lítið eða ekkert bakland getur til dæmis ekki treyst á neinn þegar hann fær ekki leikskólapláss. Enginn hleypur í skarðið fyrir hann þegar leikskólanum er lokað svo vikum skiptir yfir veturinn. Hver hleypur undir bagga þegar barn fær ekki að hefja aðlögun þrátt fyrir að vera kominn með leikskólapláss því það er ekki til starfsfólk til að „uppfylla“ leikskólaplássið. Þaðan kemur enda heitið „draugapláss“ og eru dæmi þess að börn og foreldrar hafi þurft að bíða mánuði eftir að geta hafið aðlögun þrátt fyrir að vera komin með plássið sitt. Á hverjum hefur óstöðugleikinn í Reykjavík bitnað harðast á? Viðreisnar- og Samfylkingarmódelið, sem hefur verið hálfgert einkenni valdatíðar þessara tveggja flokka í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabil, hefur einkennst af fjarvistum, vanmönnun og sífellt lakari þjónustu. Nú þegar loksins á að taka ákvarðanir sem raunverulega einhverju breyta, og augljóslega horft til þess árangurs sem hefur náðst í sveitarfélögum eins og Kópavogi þá ákveður ráðherrann að hlaupa til og gagnrýna, án þess að hafa nokkrar aðrar lausnir. Ég geri mér grein fyrir því að flokkssystkini mín í Reykjavík hafa reyndar gagnrýnt þessar breytingar og þar kalla ég sömuleiðis eftir því sama. Gagnrýni er marklaus ef þú býður ekki betri lausn í staðinn. Til að toppa þessa umræðu var birt ný „rannsókn“ á Kópavogsmódelinu fyrir helgi. Þetta var eigindleg rannsókn og unnin fyrir Vörðu, rannsóknarmiðstöð ASÍ og BSRB sem eru tvö samtök sem hafa frá fyrsta degi verið opinberir andstæðingar Kópavogsmódelsins. Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi. Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni. Úrtakið er lítið, sjálfboðaliðaskekkja líkleg og alhæfingargildi lítið sem ekkert. Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum. Loks var auðvitað gætt að því að koma þessu tryggilega á framfæri sem allra víðast í fjölmiðlum, enda fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin. Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, var einn þeirra sem gagnrýndi Kópavog þegar við réðumst í þessar breytingar. Nú hafa hans eigin flokksfélagar í borginni snúið baki við honum og viðurkennt að eitthvað verður að gera, þó mörgum árum of seint - þremur árum á eftir Kópavogi, sem þó var of seinn til að horfast í augu við vandann. Það er auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Það er erfiðara að byggja upp og gera það sem virkar. Það að bregðast ekki við og gera ekki neitt er líka afstaða. Kópavogsmódelið hefur sýnt að raunhæfar, ábyrgðarfullar breytingar skila árangri. Núll lokanir, betri mönnun og ánægt starfsfólk. Ég þreytist ekki á að segja að Kópavogsmódelið er ekki fullkomið, en staðan í leikskólum Kópavogs í dag er mun betri en þegar við hófum þessa vegferð. Mér finnst það líka vera viðkvæðið þegar ég tala við foreldra. Enda erum við ekki hætt, nú síðast hækkuðum við systkinaafslátt til að létta undir með foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólum. Það var fyrr í haust. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera betur. Við tökum nú inn fleiri og yngri börn en þegar við hófum þessa vegferð. Leikskólarnir eru betur mannaðir og starfsfólkið mun ánægðara. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun