Hrun í makríl og kolmunna Árni Sæberg skrifar 30. september 2025 14:36 Makrílstofninn fer minnkandi. Vísir/Arnar Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur veitt ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2026. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en á yfirstandandi ári og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á norsk-íslenskri vorgotssíld. Farið er yfir helstu niðurstöður veiðiráðgjöfar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, fyrir uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi árið 2026 á vef Hafrannsóknarstofnunar. Þar er tekið fram að ekki sé í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr þessum þremur deilistofnum um skiptingu aflahlutdeildar. Hver þjóð hafi því sett sér aflamark einhliða undanfarin ár með þeim afleiðingum að veiðar hafi verið umfram ráðgjöf ICES um árabil. Þriðjungi meiri síld Á vef Hafró segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli norsk-íslenskrar vorgotssíldar ársins 2025 verði ekki meiri en tæp 534 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 402 þúsund tonn og því sé um 33 prósenta hækkun á tillögum ráðsins milli ára. Árgangar síðustu ára hafi verið litlir og árgangurinn frá 2016 verið uppistaðan í veiðinni síðustu ár. Árgangarnir frá 2021 og 2022, sem séu að koma inn í veiðistofninn, séu hins vegar metnir yfir meðalstærð, sem leiði til hækkunar á ráðgjöfinni milli ára. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði um 435 þúsund tonn, sem sé 8 prósent umfram ráðgjöf ársins. Makríllinn þurrkast nánast út Þá segir að ICES leggi til, í samræmi við nýtingarstefnu sem muni leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að makrílafli ársins 2026 verði ekki meiri en 174 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 577 þúsund tonn og því sé um að ræða 70 prósenta lægri ráðgjöf nú. Ástæða þess sé minnkandi hrygningarstofn og lækkun á veiðihlutfalli þar sem hrygningarstofnstærð sé undir varúðarmörkum árið 2025. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 755 þúsund tonn, sem sé 31 prósent umfram ráðgjöf. Stofninn minni vegna fiskveiðidauða Loks segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að kolmunnaafli ársins 2026 verði ekki meiri en 851 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 1,45 milljón tonn og því sé um að ræða rúmlega 41 prósent lækkun á ráðgjöf frá í fyrra. Ástæðan fyrir lækkun á ráðgjöf sé minnkandi veiðistofn, sem helgist af miklum fiskveiðidauða og litlum árgöngum, sem séu að ganga inn í stofninn frá 2022 til 2024 og stærð hrygningarstofns síðustu ár sé nú metinn minni en mat þeirra tíma. Lægra mat nú skýrist af því að vísitala kolmunna í stofnmælingu á hrygningarslóð árið 2025 hafi lækkað um 34 prósent samanborið við árið 2024. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 1,75 milljón tonn, sem sé 21 prósent umfram ráðgjöf. Sjávarútvegur Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Farið er yfir helstu niðurstöður veiðiráðgjöfar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, fyrir uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi árið 2026 á vef Hafrannsóknarstofnunar. Þar er tekið fram að ekki sé í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr þessum þremur deilistofnum um skiptingu aflahlutdeildar. Hver þjóð hafi því sett sér aflamark einhliða undanfarin ár með þeim afleiðingum að veiðar hafi verið umfram ráðgjöf ICES um árabil. Þriðjungi meiri síld Á vef Hafró segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli norsk-íslenskrar vorgotssíldar ársins 2025 verði ekki meiri en tæp 534 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 402 þúsund tonn og því sé um 33 prósenta hækkun á tillögum ráðsins milli ára. Árgangar síðustu ára hafi verið litlir og árgangurinn frá 2016 verið uppistaðan í veiðinni síðustu ár. Árgangarnir frá 2021 og 2022, sem séu að koma inn í veiðistofninn, séu hins vegar metnir yfir meðalstærð, sem leiði til hækkunar á ráðgjöfinni milli ára. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði um 435 þúsund tonn, sem sé 8 prósent umfram ráðgjöf ársins. Makríllinn þurrkast nánast út Þá segir að ICES leggi til, í samræmi við nýtingarstefnu sem muni leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að makrílafli ársins 2026 verði ekki meiri en 174 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 577 þúsund tonn og því sé um að ræða 70 prósenta lægri ráðgjöf nú. Ástæða þess sé minnkandi hrygningarstofn og lækkun á veiðihlutfalli þar sem hrygningarstofnstærð sé undir varúðarmörkum árið 2025. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 755 þúsund tonn, sem sé 31 prósent umfram ráðgjöf. Stofninn minni vegna fiskveiðidauða Loks segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að kolmunnaafli ársins 2026 verði ekki meiri en 851 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 1,45 milljón tonn og því sé um að ræða rúmlega 41 prósent lækkun á ráðgjöf frá í fyrra. Ástæðan fyrir lækkun á ráðgjöf sé minnkandi veiðistofn, sem helgist af miklum fiskveiðidauða og litlum árgöngum, sem séu að ganga inn í stofninn frá 2022 til 2024 og stærð hrygningarstofns síðustu ár sé nú metinn minni en mat þeirra tíma. Lægra mat nú skýrist af því að vísitala kolmunna í stofnmælingu á hrygningarslóð árið 2025 hafi lækkað um 34 prósent samanborið við árið 2024. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 1,75 milljón tonn, sem sé 21 prósent umfram ráðgjöf.
Sjávarútvegur Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira