Hrun í makríl og kolmunna Árni Sæberg skrifar 30. september 2025 14:36 Makrílstofninn fer minnkandi. Vísir/Arnar Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur veitt ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2026. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en á yfirstandandi ári og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á norsk-íslenskri vorgotssíld. Farið er yfir helstu niðurstöður veiðiráðgjöfar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, fyrir uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi árið 2026 á vef Hafrannsóknarstofnunar. Þar er tekið fram að ekki sé í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr þessum þremur deilistofnum um skiptingu aflahlutdeildar. Hver þjóð hafi því sett sér aflamark einhliða undanfarin ár með þeim afleiðingum að veiðar hafi verið umfram ráðgjöf ICES um árabil. Þriðjungi meiri síld Á vef Hafró segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli norsk-íslenskrar vorgotssíldar ársins 2025 verði ekki meiri en tæp 534 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 402 þúsund tonn og því sé um 33 prósenta hækkun á tillögum ráðsins milli ára. Árgangar síðustu ára hafi verið litlir og árgangurinn frá 2016 verið uppistaðan í veiðinni síðustu ár. Árgangarnir frá 2021 og 2022, sem séu að koma inn í veiðistofninn, séu hins vegar metnir yfir meðalstærð, sem leiði til hækkunar á ráðgjöfinni milli ára. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði um 435 þúsund tonn, sem sé 8 prósent umfram ráðgjöf ársins. Makríllinn þurrkast nánast út Þá segir að ICES leggi til, í samræmi við nýtingarstefnu sem muni leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að makrílafli ársins 2026 verði ekki meiri en 174 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 577 þúsund tonn og því sé um að ræða 70 prósenta lægri ráðgjöf nú. Ástæða þess sé minnkandi hrygningarstofn og lækkun á veiðihlutfalli þar sem hrygningarstofnstærð sé undir varúðarmörkum árið 2025. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 755 þúsund tonn, sem sé 31 prósent umfram ráðgjöf. Stofninn minni vegna fiskveiðidauða Loks segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að kolmunnaafli ársins 2026 verði ekki meiri en 851 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 1,45 milljón tonn og því sé um að ræða rúmlega 41 prósent lækkun á ráðgjöf frá í fyrra. Ástæðan fyrir lækkun á ráðgjöf sé minnkandi veiðistofn, sem helgist af miklum fiskveiðidauða og litlum árgöngum, sem séu að ganga inn í stofninn frá 2022 til 2024 og stærð hrygningarstofns síðustu ár sé nú metinn minni en mat þeirra tíma. Lægra mat nú skýrist af því að vísitala kolmunna í stofnmælingu á hrygningarslóð árið 2025 hafi lækkað um 34 prósent samanborið við árið 2024. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 1,75 milljón tonn, sem sé 21 prósent umfram ráðgjöf. Sjávarútvegur Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira
Farið er yfir helstu niðurstöður veiðiráðgjöfar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, fyrir uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi árið 2026 á vef Hafrannsóknarstofnunar. Þar er tekið fram að ekki sé í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr þessum þremur deilistofnum um skiptingu aflahlutdeildar. Hver þjóð hafi því sett sér aflamark einhliða undanfarin ár með þeim afleiðingum að veiðar hafi verið umfram ráðgjöf ICES um árabil. Þriðjungi meiri síld Á vef Hafró segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli norsk-íslenskrar vorgotssíldar ársins 2025 verði ekki meiri en tæp 534 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 402 þúsund tonn og því sé um 33 prósenta hækkun á tillögum ráðsins milli ára. Árgangar síðustu ára hafi verið litlir og árgangurinn frá 2016 verið uppistaðan í veiðinni síðustu ár. Árgangarnir frá 2021 og 2022, sem séu að koma inn í veiðistofninn, séu hins vegar metnir yfir meðalstærð, sem leiði til hækkunar á ráðgjöfinni milli ára. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði um 435 þúsund tonn, sem sé 8 prósent umfram ráðgjöf ársins. Makríllinn þurrkast nánast út Þá segir að ICES leggi til, í samræmi við nýtingarstefnu sem muni leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að makrílafli ársins 2026 verði ekki meiri en 174 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 577 þúsund tonn og því sé um að ræða 70 prósenta lægri ráðgjöf nú. Ástæða þess sé minnkandi hrygningarstofn og lækkun á veiðihlutfalli þar sem hrygningarstofnstærð sé undir varúðarmörkum árið 2025. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 755 þúsund tonn, sem sé 31 prósent umfram ráðgjöf. Stofninn minni vegna fiskveiðidauða Loks segir að ICES leggi til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að kolmunnaafli ársins 2026 verði ekki meiri en 851 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs hafi verið 1,45 milljón tonn og því sé um að ræða rúmlega 41 prósent lækkun á ráðgjöf frá í fyrra. Ástæðan fyrir lækkun á ráðgjöf sé minnkandi veiðistofn, sem helgist af miklum fiskveiðidauða og litlum árgöngum, sem séu að ganga inn í stofninn frá 2022 til 2024 og stærð hrygningarstofns síðustu ár sé nú metinn minni en mat þeirra tíma. Lægra mat nú skýrist af því að vísitala kolmunna í stofnmælingu á hrygningarslóð árið 2025 hafi lækkað um 34 prósent samanborið við árið 2024. Áætlað sé að heildarafli ársins 2025 verði ríflega 1,75 milljón tonn, sem sé 21 prósent umfram ráðgjöf.
Sjávarútvegur Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira