Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar 22. september 2025 11:47 Í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 16. september hefði ég mátt vanda mál mitt betur og vil því nýta þetta tækifæri til að leiðrétta og skýra orðræðuna. Ég fór rangt með þegar ég sagði að ekki væru stundaðar togveiðar innan 12 sjómílna. Þetta leiðréttist hér með. Það rétta er að það eru vissulega stundaðar togveiðar innan 12 mílna eins og sjá glöggt má í kortasjánni Hafsjá og í annarri kortasjáHÉR. Hefðbundnar botnvörpuveiðar eru þó bannaðar innan 12 mílna frá Bjargtöngum að Lóni í Öræfum og innan fjarða og flóa, við Suðurströndina liggja mörkin einkum við 3 mílur. Í viðtalinu nefndi ég að fiskveiðistjórnunarkerfið væri “gott” en átti þar við að það væri gott í samanburði við fjölda annara fiskveiðistjórnunarkerfa á heimsvísu en raunin er að okkar helstu nytjastofnar eru stöndugri heldur en systurstofnar við strendur annara landa. Benda má á nýlega umfjöllun Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorsksstofnsins við Ísland í alþjóðlegu samhengi. Vildi ég í viðtalinu koma á framfæri að í núverandi kerfi felst ákveðin „vernd“ nú þegar þótt hún sé takmörkuð en til þess þarf að horfa til þegar tekin verða stór skref í átt að aukinni vernd líkt og áformað er. Merkja má ákall um aukna vernd hafsvæða í samfélagslegri umræðu og er full þörf á að fara í aðgerðir til að auka vernd hafsbotns og vistkerfa. Í gegn um tíðina hefur veiðiálag haft mikil áhrif á vistkerfi sjávar og ekki er hægt að deila um það að botnsnertanleg veiðarfæri hafa valdið verulegu raski á hafsbotni og vistkerfum sjávar. Mesti skaðinn varð á síðustu öld þegar fyrst var togað yfir áður ósnert svæði og ofveiði var jafnframt vandamál. Um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunnar um verndun hafsvæða Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að vernda 30% af hafsvæði Íslands fyrir enda árs 2030, einkum með það að markmiði að vernda líffræðilega fjölbreytni. Ef vel á að takast til er verk að vinna og vanda þarf til verka. Hlutverk Hafrannsóknastofnunnar er að veita ráðgjöf um verndun hafsvæða á grunni vísindalegrar þekkingar. Á Hafrannsóknastofnun starfar öflugur hópur fólks sem vinnur að því að skapa þekkingu og veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Til að undirbyggja ráðgjöf um aukna vernd hefur stofnunin eflt verkefni um kortlagningu búsvæða og er hún þátttakandi í nokkrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem styrkt eru af rannsóknasjóðum Evrópusambandsins. Fjallað er um þau verkefni HÉR. Benda má á nýlegt viðtal við sérfræðing Hafrannsóknastofnunar um mikilvægi kortlagningar búsvæða til að undirbyggja ákvarðanatöku um stjórnun svæða HÉR. Síðustu ár hefur verið í forgangi Hafrannsóknastofnunnar að kortleggja og leggja til verndun á viðkvæmum vistkerfum, líkt og á kórala-, svampa- og neðansjávarhverasvæðum. Nú er einnig horft til annara þátta eins og hvort verndun geti aukið þol vistkerfa vegna umhverfisbreytinga af manna völdum og hvernig vernda megi ólíkrar gerðir líffræðilegrar fjölbreytni. Fæst verndarsvæði á heimsvísu fela í sér fulla vernd gagnvart öllum mannlegum athöfnum en getur vernd til dæmis falist í að banna ákveðna gerð veiða og/eða öðru raski á hafsbotni, s.s námuvinnslu. Skilgreina þarf hvert markmiðið með vernd hvers hafsvæðis eða hafsvæða er, og út frá því ákveða afmörkun svæðis eða svæða, og skilgreina þær takmarkanir ættu að gilda fyrir tiltekin verndarsvæði. Verkefnið sjálft er umfangsmikið, það þarf að huga að mörgum þáttum og oft er þekkingu ábótavant. Leiðin að lokaniðurstöðu um vernd svæða út frá ólíkum verndarsjónarmiðum kallar vissulega á víðtækt samstarf og samtal. Það verður að teljast jákvætt fyrir framtíð íslenska hafsvæðisins hve margir láta sig málið varða og þótt eðlilega séu skiptar skoðanir á áherslum og aðferðum, þá tala flestir fyrir því að okkar samfélag eigi að standa vörð um sjávarauðlindina. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hafið Vísindi Hafrannsóknastofnun Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 16. september hefði ég mátt vanda mál mitt betur og vil því nýta þetta tækifæri til að leiðrétta og skýra orðræðuna. Ég fór rangt með þegar ég sagði að ekki væru stundaðar togveiðar innan 12 sjómílna. Þetta leiðréttist hér með. Það rétta er að það eru vissulega stundaðar togveiðar innan 12 mílna eins og sjá glöggt má í kortasjánni Hafsjá og í annarri kortasjáHÉR. Hefðbundnar botnvörpuveiðar eru þó bannaðar innan 12 mílna frá Bjargtöngum að Lóni í Öræfum og innan fjarða og flóa, við Suðurströndina liggja mörkin einkum við 3 mílur. Í viðtalinu nefndi ég að fiskveiðistjórnunarkerfið væri “gott” en átti þar við að það væri gott í samanburði við fjölda annara fiskveiðistjórnunarkerfa á heimsvísu en raunin er að okkar helstu nytjastofnar eru stöndugri heldur en systurstofnar við strendur annara landa. Benda má á nýlega umfjöllun Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorsksstofnsins við Ísland í alþjóðlegu samhengi. Vildi ég í viðtalinu koma á framfæri að í núverandi kerfi felst ákveðin „vernd“ nú þegar þótt hún sé takmörkuð en til þess þarf að horfa til þegar tekin verða stór skref í átt að aukinni vernd líkt og áformað er. Merkja má ákall um aukna vernd hafsvæða í samfélagslegri umræðu og er full þörf á að fara í aðgerðir til að auka vernd hafsbotns og vistkerfa. Í gegn um tíðina hefur veiðiálag haft mikil áhrif á vistkerfi sjávar og ekki er hægt að deila um það að botnsnertanleg veiðarfæri hafa valdið verulegu raski á hafsbotni og vistkerfum sjávar. Mesti skaðinn varð á síðustu öld þegar fyrst var togað yfir áður ósnert svæði og ofveiði var jafnframt vandamál. Um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunnar um verndun hafsvæða Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að vernda 30% af hafsvæði Íslands fyrir enda árs 2030, einkum með það að markmiði að vernda líffræðilega fjölbreytni. Ef vel á að takast til er verk að vinna og vanda þarf til verka. Hlutverk Hafrannsóknastofnunnar er að veita ráðgjöf um verndun hafsvæða á grunni vísindalegrar þekkingar. Á Hafrannsóknastofnun starfar öflugur hópur fólks sem vinnur að því að skapa þekkingu og veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Til að undirbyggja ráðgjöf um aukna vernd hefur stofnunin eflt verkefni um kortlagningu búsvæða og er hún þátttakandi í nokkrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem styrkt eru af rannsóknasjóðum Evrópusambandsins. Fjallað er um þau verkefni HÉR. Benda má á nýlegt viðtal við sérfræðing Hafrannsóknastofnunar um mikilvægi kortlagningar búsvæða til að undirbyggja ákvarðanatöku um stjórnun svæða HÉR. Síðustu ár hefur verið í forgangi Hafrannsóknastofnunnar að kortleggja og leggja til verndun á viðkvæmum vistkerfum, líkt og á kórala-, svampa- og neðansjávarhverasvæðum. Nú er einnig horft til annara þátta eins og hvort verndun geti aukið þol vistkerfa vegna umhverfisbreytinga af manna völdum og hvernig vernda megi ólíkrar gerðir líffræðilegrar fjölbreytni. Fæst verndarsvæði á heimsvísu fela í sér fulla vernd gagnvart öllum mannlegum athöfnum en getur vernd til dæmis falist í að banna ákveðna gerð veiða og/eða öðru raski á hafsbotni, s.s námuvinnslu. Skilgreina þarf hvert markmiðið með vernd hvers hafsvæðis eða hafsvæða er, og út frá því ákveða afmörkun svæðis eða svæða, og skilgreina þær takmarkanir ættu að gilda fyrir tiltekin verndarsvæði. Verkefnið sjálft er umfangsmikið, það þarf að huga að mörgum þáttum og oft er þekkingu ábótavant. Leiðin að lokaniðurstöðu um vernd svæða út frá ólíkum verndarsjónarmiðum kallar vissulega á víðtækt samstarf og samtal. Það verður að teljast jákvætt fyrir framtíð íslenska hafsvæðisins hve margir láta sig málið varða og þótt eðlilega séu skiptar skoðanir á áherslum og aðferðum, þá tala flestir fyrir því að okkar samfélag eigi að standa vörð um sjávarauðlindina. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun