Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. september 2025 07:02 Það er ótrúlega spennandi að hlusta á Steinunni Söru Helgudóttur lýsa því hvernig mögulega er bylting framundan í lyfjalækningum taugahrörnunarsjúkdóma eins og MND, MS, Parkison, Alsheimer og jafnvel þunglyndi. Steinunn lærði rannsóknarlæknisfræði í Álaborg en tók síðan doktorsgráðuna í taugahrörnunarsjúkdómum. „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. Sem leiddi til þess að í stað þess að sinna sjúklingum alla daga, starfar Steinunn á rannsóknarstofu í Álaborg í Danmörku alla daga. Þar sem hún er að gera vægast sagt ótrúlega spennandi hluti. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og spurði meira að segja hvort þetta væru sömu mýs. Því mánuði áður hafði ég séð þær varla geta gengið vegna Parkison sjúkdómsins en þarna voru þær einfaldlega bara hlaupandi um.“ Því já; Steinunn er einn meðstofnenda lyfjaþróunarfyrirtækisins Neurometa Therapeutics. Sem nú vinnur að því að þróa lyf gegn taugahrörnunarsjúkdómum eins og MND, MS, Parkison eða Alsheimer og jafnvel þunglyndi. Með nýrri aðferðarfræði, sem mögulega gæti valdið byltingu í heimi læknavísinda og lyfja. Á dögunum var Steinunn líka tilnefnd til Kammaprisen 2025 viðurkenningarinnar í Álaborg. Sem beinir sjónum að konum sem eru að gera flotta hluti í nýsköpun og viðskiptum í Danmörku. Hægt er að greiða atkvæði með Steinunni HÉR. „Þarna eru nöfn kvenna í forstjórastöðum stórfyrirtækja, ráðherrastól og fleira sem þýðir að fyrir mig er einfaldlega mikill heiður að vera á sama nafnalista og þær. Og er rannsóknarkona í þokkabót, en almennt taka fæstir eftir rannsóknarfólki því sá hópur er bara talinn einhver nördahópur í hvítum sloppum,“ segir Steinunn og hlær. Steinunn er Valsstelpa í grunninn; Elskaði að spila fótbolta og þjálfaði líka fyrir Val. Hún segist samt hafa verið afar skrýtin blanda því hún elskaði líka að lesa bækur og frá barnsaldri hefur hún haft áhuga á mannslíkamanum. Litla mamman í Reykjavík Steinunn er Valsari í grunninn. Spilaði fótbolta og þjálfaði fyrir Val. Steinunn er fædd í Reykjavík 1990, alsystir yngri systur en með nokkur eldri hálfsystkini eins og svo algengt er á Íslandi. „Þannig að ég upplifði mig alltaf sem stóru systurina. Svona litla mamman,“ segir Steinunn og hlær. Móðir Steinunnar heitir Helga Rakel Stefnisdóttir og stjúppabbi Hermann Þorsteinsson og það er auðheyrt í tali Steinunnar að hún fékk með sér gott veganesti inn í lífið. „Mamma kenndi mér mikla hyggjusemi og var dugleg að hvetja mig áfram. Þó með þeim orðum að ef maður væri duglegur, þá gæti maður allt sem maður vill,“ segir Steinunn og bætir við: „Því oft tala foreldrar við börnin sín eins og þau nánast geti gert eða fengið allt í lífinu því að þau eru svo mikil guðs gjöf. Mamma kenndi mér hins vegar að vera eljusöm og dugleg, því til þess að ná þangað sem við viljum, þurfum við að vera tilbúin til að vinna fyrir því.“ Frá blautu barnsbeini hafði Steinunn einhvern óskiljanlegan áhuga á mannslíkamanum. „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda. Mjög orkumikil, einstaklega forvitið barn og átti mörg áhugamál. Ég spilaði á píanó, söng í kór og fór í myndlistarskóla. Mér þótti til dæmis mjög gaman að lesa en líka mjög gaman í íþróttum. Alltaf mikil barnamanneskja og nánast gekk á milli fólks til að spyrja hvort ég mætti ekki passa.“ Að verða læknir var eitthvað sem Steinunn ákvað svo snemma, að hún varla man lengur hvenær það er. „En ég er ekki læknir í þeim skilningi að ég geti skrifi upp á lyf. Ég fór í rannsóknarlæknisfræðina í Álaborg og kláraði meistarann í því en síðan doktorsnám í taugahrörnunarsjúkdómum þannig að ég er með doktors-nafnbótina vegna PhD gráðunnar,“ segir Steinunn og brosir; Því meira að segja hennar nánustu upplifa þetta stundum svolítið flókið. Það var ekki nóg með að Steinunn fyndi ástríðuna í rannsóknarlæknisfræðinni eða tæki ástfóstur við Álaborg í Danmörku, heldur kynntist hún þar eiginmanninum Anders Godsk og það strax á annarri önninni í skóla. Svo heppin var Steinunn að með Anders eignaðist hún strax stórfjölskyldu í Álaborg. Ástin og ástríðan í Álaborg Steinunn kláraði stúdentinn úr Verzló sem henni fannst æðislegur tími. Næst var það síðan að taka inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég gerði ekki ráð fyrir að komast í gegnum það í fyrsta kasti. Og ákvað í kjölfarið að byrja í hjúkrunarfræði þannig að ég væri að nýta tímann í eitthvað tengt nám og líka fín reynsla að læra að vinna á spítala.“ Loks kom að inntökuprófs-tilrauninni númer tvö: „Ég komst ekki í gegnum það inntökupróf heldur. Sem var mér mikið áfall. Því ég hafði verið svo sannfærð um að ég myndi ná því,“ segir Steinunn og auðséð á svipnum að hún er eiginlega enn hálfhissa. Svo vildi til að vinkona hennar, Margrét Bergdís Friðriksdóttir, var á leið til náms í læknisfræði í Álaborg. „Ég fór til hennar í heimsókn og það var þar sem ég rakst á þetta nám; Rannsóknarlæknisfræðina.“ Sem Steinunn fann sig strax í. „Því ég hafði einmitt verið að hugsa; Hvernig get ég nýtt þennan áhuga minn á mannslíkamanum þótt ég fari ekki í læknastarfið sjálft? Og hafði líka áttað mig á því að það sem mér fannst mest spennandi í hjúkrunarfræðinni var allt sem tengdist lyfjagjöf, ekki síst lyfjagjöf fyrir eldra fólk,“ segir Steinunn. Með ferðatöskuna flutti Steinunn út til Álaborgar. Þar sem hún segir að ástríðan hafi ekki aðeins vaknað fyrir náminu, heldur tók Steinunn strax mikið ástfóstur við staðinn líka. „Í þessari heimsókn minni til Margrétar hafði ég líka skoðað mig um í Kaupmannahöfn og í Árósum, svona aðeins til að máta mig við staðina, hvernig mér liði og litist á hvern stað. En Álaborg var sá staður sem heillaði mig strax mest og mér hefur alltaf liðið svo vel hérna. Til viðbótar bankaði ástin síðan fljótlega upp á. „Við kynntumst á annarri önninni minni,“ segir Steinunn um fyrstu kynni hennar og eiginmannsins, Anders Godsk. Anders er fæddur og uppalinn í Álaborg. Sem þýðir að Steinunn kynntist fljótlega stóru neti stórfjölskyldunnar hans. „Og þar er ég ekkert smá heppin!“ nánast hrópar hún upp yfir sig. Fjölskyldan hans tók svo vel á móti mér og ég segi oft að ég eigi einfaldlega bestu tengdaforeldra í heimi. Oft heyrir maður fólk væla um tengdaforeldra sína. En hjá mér er því öfugt farið; Þau eru nánast betri við mig en sín börn!“ Það fyndna er, að þótt Anders og Steinunn hafi kynnst í námi, starfar Anders í bankageiranum í dag. „Já, það er eins og örlögin hafi stýrt okkur saman því hann var í sama námi og ég og eitt sinn vorum við því sett saman í hóp. Seinna hætti hann í rannsóknarlæknisfræðinni, prófaði sig aðeins áfram í verkfræði en endaði í fjármálafræði,“ segir Steinunn og bætir við: „Ef við hefðum hins vegar ekki verið leidd saman í þennan hóp, er ég ekkert viss um að við hefðum kynnst eða rekist á hvort annað.“ Frá fyrsta degi kunni Steinunn vel við sig í Álaborg en þar til hún fór þangað, hafði hún ekki hugmynd um að rannsóknarlæknisfræði væri valkostur sem nám. Steinunn fann sig strax á réttri hillu en árið 2021, eignuðust hún og Anders síðan dótturina Önnu Amalie. Neurometa og byltingin Fyrir okkur venjulega fólkið, útskýrir Steinunn í stuttu máli hvað gerir lækningu við ýmsum taugahrörnunarsjúkdómum svo flókna. „Á milli líkamans og heilans er frumlag sem kallast blóðheilaþröskuldur. Þessi þröskuldur passar upp á að til dæmis ef við erum með vírus, þá kemst vírusinn ekki inn í heilann. Sem er frábært en þýðir þá um leið að það er jafn erfitt fyrir lyf að komast inn í heilann.“ Að komast ekki með lyf inn í heilann, hefur því verið helsta vandamál lækninga við taugahrörnunarsjúkdómum. En Steinunn nefnir þó annað atriði líka. „Um 70-80% nýrra lyfja eru þróuð af smærri fyrirtækjum eins og okkar. Þegar lyfin eru tilbúin, koma síðan risarnir, kaupa smærri fyrirtækin og eigna sér heiðurinn,“ segir Steinunn. Það er þó ekki vandamálið. „Því miður er það samt þannig að stóru fyrirtækin eru öll að keppast við að gera það sama og hinir. Setja gífurlega mikla fjármuni í rannsóknir og þróun á sömu hlutunum, oft að keppast við að reyna að betrumbæta einhver lyf sem þegar eru komin á markaðinn með því að breyta með smá tvisti hér og smá tvisti þar.“ Fyrir vikið er raunveruleg nýsköpun í lyfjaþróun ekki ríkjandi. Smærri fyrirtækin eru hins vegar þau sem eru drifin áfram af þeirri hugsjón að ná að lækna sem flesta. Þar kemur nýsköpunin inn. Okkar aðferðarfræði er til dæmis einstök því hún felst í þeirri tilgátu að ráðast á rót vandans og koma lyfinu inn í heilann.“ Sem Steinunn segir að yrði algjör bylting ef tekst. En er þá ekki líklegt að það verði á endanum einhver risi sem kaupir ykkur? „Jú eflaust,“ svarar Steinunn rólega. „Japanir horfa til dæmis mikið til okkar. Enda eru þeir komnir mun lengra en aðrir í meðferðum taugahrörnunarsjúkdóma og hafa sýnilega trú á því sem við erum að gera. Í Bandaríkjunum valdi Varnarmálaráðuneytið líka að styrkja okkur umfram aðra þar í landi í þessum rannsóknum, því þeir styrktu okkur um eina milljón dollara.“ Neurometa er með einkaleyfi fyrir aðferðarfræðinni sinni og fram undan er fjármögnun til að tryggja næsta fasa; Klínískar rannsóknir á sjúklingum. „Við ætlum að byrja á sjúklingum með MND því sá sjúkdómur er þannig að meðal líftími fólks eftir að það greinist með sjúkdóminn er ekki nema 3-4 ár,“ segir Steinunn og útskýrir að til þess að ná rannsóknarhópi saman, þar sem allir sjúklingar eru á svipuðum stað í sinni sjúkdómsstöð, munu rannsóknirnar fara fram með MND sjúklingum víða um heim. Það sem þetta þýðir þá líka, er að lyfið sem Neurometa er að þróa, hefur nú þegar verið margprófað og rannsakað á dýrum. „Ég get þó ekki eignað mér þessa hugmynd, enda er hún um tuttugu ára gömul. Hugmyndin kemur upprunalega frá manni sem heitir John Nieland og ég kynntist aðeins í doktorsnáminu mínu,“ segir Steinunn og vísar þar til þess að það var hjá honum sem hún sá veiku mýsnar með Parkisons, sem síðan fóru að hlaupa um alheilbrigðar. „Ég einfaldlega spurði hann hvort þetta væru í alvörunni sömu mýs!“ Steinunn segir 70-80% nýrra lyfja í heiminum þróuð af nýsköpunarfyrirtæki eins og Neurometa, en algengt er að síðan komi stóru risarnir á lyfjamarkaðinum, kaupi fyrirtækin og eigni sér heiðurinn. Nú þegar eru ýmsir augljóslega að fylgjast með Neurometa. Japanir einna helst en í heiminum eru þeir langt á undan öðrum þjóðum í meðferðum taugahrörnunarsjúkdóma. Framtíðarsýnin Steinunn viðurkennir að annað í hennar lífi hafi eflaust líka haft þau áhrif að hún er til í að leggja allt kapp í það að lyfjabylting Neurometa nái fram að ganga. Ég á systur með MS sjúkdóminn. Og auðvitað ætla ég mér einfaldlega að ná þeim árangri í lyfjaþróuninni að það verði komið lyf sem hjálpar henni áður en verulega fer að halla að.“ Árið 2021 eignuðust Steinunn og Anders dótturina Önnu Amalie. „Og hún veit sko alveg hvað hún vill!“ segir mamman stolt. Að vera kasólétt og í doktorsnámi þegar heimsfaraldurinn reið yfir með tilheyrandi reglum um sóttvarnir og samkomubönn, tók þó alveg á taugarnar. „Ég viðurkenni alveg að þá hugsaði ég oft: Það verður eitthvað kraftaverk ef ég kemst í gegnum þetta allt, ef ég get þetta!“ Því auðvitað geta doktorsrannsóknir einfaldlega brunnið úti á tíma. Steinunn er ótrúlega þakklát móður sinni fyrir að hvetja sig til dáða alla tíð en kenna henni að til þess að ná þangað sem við viljum ná, þarf að vinna fyrir því með dugnaði og eljusemi. Steinunn er stolt af tilnefningunni til Kammaprisen 2025 enda eru þar nöfn danskra kvenna í forstjórastöðum stórfyrirtækja. Steinunn segir fólk oft vera með ranghugmyndir um það, hvernig rannsóknarfólk er. Ekki síst konur í geiranum. „Fólk sér oft fyrir sér einhverja steriótýpu sem eru hálfgerðar þurrkuntur,“ segir Steinunn og skellihlær. „En auðvitað er sannleikurinn sá að þótt maður sé með allt algjörlega á hreinu í vinnunni, getur maður heima fyrir bara dottið í að horfa á raunveruleikaþætti í sjónvarpinu eða er bara í þessu venjulega mömmustússi sem fylgir.“ Viljandi segist Steinunn oft reyna að hrista upp í þessari ímynd fólks um rannsóknarfólk. „Ég nota svolítið tækifærið til þess þegar ég er að kenna í læknisfræðinni hér eða með fyrirlestra í háskólanum.“ En hvar sæir þú fyrir þér að fyrirtækið og lyfin ykkar væru stödd eftir til dæmis 10-15 ár? „Ég sæi fyrir mér að við værum komin lengra en aðeins með lyf fyrir MND, værum í klínískum rannsóknum á lyfjum fyrir Parkison, MS eða þunglyndi og fleiri jafnvel. Því ef okkur tekst það sem við erum að gera, verður það algjör bylting á heimsvísu í lækningu taugahrörnunarsjúkdóma,“ segir Steinunn og bætir við: Við erum samt að þróa lyfið þannig að það verði fyrir alla. Ekki aðeins þá ríku. Það er engin græðgi til staðar hjá Neurometa. Fjármögnun og styrkjaumsóknir sem við erum að vinna að nú, ganga allt út á að afla fjármagni fyrir klínískar rannsóknir til þess að geta unnið sem hraðast og náð síðar meir að lækna sem flesta.“ Starfsframi Nýsköpun Lyf Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01 Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ „Það gekk allt út á fótboltann. Og þannig er það enn,“ segir Svava Björk Hölludóttir yfirbókari hjá World Class samsteypunni og brosir. 16. september 2024 07:02 Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Sem leiddi til þess að í stað þess að sinna sjúklingum alla daga, starfar Steinunn á rannsóknarstofu í Álaborg í Danmörku alla daga. Þar sem hún er að gera vægast sagt ótrúlega spennandi hluti. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og spurði meira að segja hvort þetta væru sömu mýs. Því mánuði áður hafði ég séð þær varla geta gengið vegna Parkison sjúkdómsins en þarna voru þær einfaldlega bara hlaupandi um.“ Því já; Steinunn er einn meðstofnenda lyfjaþróunarfyrirtækisins Neurometa Therapeutics. Sem nú vinnur að því að þróa lyf gegn taugahrörnunarsjúkdómum eins og MND, MS, Parkison eða Alsheimer og jafnvel þunglyndi. Með nýrri aðferðarfræði, sem mögulega gæti valdið byltingu í heimi læknavísinda og lyfja. Á dögunum var Steinunn líka tilnefnd til Kammaprisen 2025 viðurkenningarinnar í Álaborg. Sem beinir sjónum að konum sem eru að gera flotta hluti í nýsköpun og viðskiptum í Danmörku. Hægt er að greiða atkvæði með Steinunni HÉR. „Þarna eru nöfn kvenna í forstjórastöðum stórfyrirtækja, ráðherrastól og fleira sem þýðir að fyrir mig er einfaldlega mikill heiður að vera á sama nafnalista og þær. Og er rannsóknarkona í þokkabót, en almennt taka fæstir eftir rannsóknarfólki því sá hópur er bara talinn einhver nördahópur í hvítum sloppum,“ segir Steinunn og hlær. Steinunn er Valsstelpa í grunninn; Elskaði að spila fótbolta og þjálfaði líka fyrir Val. Hún segist samt hafa verið afar skrýtin blanda því hún elskaði líka að lesa bækur og frá barnsaldri hefur hún haft áhuga á mannslíkamanum. Litla mamman í Reykjavík Steinunn er Valsari í grunninn. Spilaði fótbolta og þjálfaði fyrir Val. Steinunn er fædd í Reykjavík 1990, alsystir yngri systur en með nokkur eldri hálfsystkini eins og svo algengt er á Íslandi. „Þannig að ég upplifði mig alltaf sem stóru systurina. Svona litla mamman,“ segir Steinunn og hlær. Móðir Steinunnar heitir Helga Rakel Stefnisdóttir og stjúppabbi Hermann Þorsteinsson og það er auðheyrt í tali Steinunnar að hún fékk með sér gott veganesti inn í lífið. „Mamma kenndi mér mikla hyggjusemi og var dugleg að hvetja mig áfram. Þó með þeim orðum að ef maður væri duglegur, þá gæti maður allt sem maður vill,“ segir Steinunn og bætir við: „Því oft tala foreldrar við börnin sín eins og þau nánast geti gert eða fengið allt í lífinu því að þau eru svo mikil guðs gjöf. Mamma kenndi mér hins vegar að vera eljusöm og dugleg, því til þess að ná þangað sem við viljum, þurfum við að vera tilbúin til að vinna fyrir því.“ Frá blautu barnsbeini hafði Steinunn einhvern óskiljanlegan áhuga á mannslíkamanum. „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda. Mjög orkumikil, einstaklega forvitið barn og átti mörg áhugamál. Ég spilaði á píanó, söng í kór og fór í myndlistarskóla. Mér þótti til dæmis mjög gaman að lesa en líka mjög gaman í íþróttum. Alltaf mikil barnamanneskja og nánast gekk á milli fólks til að spyrja hvort ég mætti ekki passa.“ Að verða læknir var eitthvað sem Steinunn ákvað svo snemma, að hún varla man lengur hvenær það er. „En ég er ekki læknir í þeim skilningi að ég geti skrifi upp á lyf. Ég fór í rannsóknarlæknisfræðina í Álaborg og kláraði meistarann í því en síðan doktorsnám í taugahrörnunarsjúkdómum þannig að ég er með doktors-nafnbótina vegna PhD gráðunnar,“ segir Steinunn og brosir; Því meira að segja hennar nánustu upplifa þetta stundum svolítið flókið. Það var ekki nóg með að Steinunn fyndi ástríðuna í rannsóknarlæknisfræðinni eða tæki ástfóstur við Álaborg í Danmörku, heldur kynntist hún þar eiginmanninum Anders Godsk og það strax á annarri önninni í skóla. Svo heppin var Steinunn að með Anders eignaðist hún strax stórfjölskyldu í Álaborg. Ástin og ástríðan í Álaborg Steinunn kláraði stúdentinn úr Verzló sem henni fannst æðislegur tími. Næst var það síðan að taka inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég gerði ekki ráð fyrir að komast í gegnum það í fyrsta kasti. Og ákvað í kjölfarið að byrja í hjúkrunarfræði þannig að ég væri að nýta tímann í eitthvað tengt nám og líka fín reynsla að læra að vinna á spítala.“ Loks kom að inntökuprófs-tilrauninni númer tvö: „Ég komst ekki í gegnum það inntökupróf heldur. Sem var mér mikið áfall. Því ég hafði verið svo sannfærð um að ég myndi ná því,“ segir Steinunn og auðséð á svipnum að hún er eiginlega enn hálfhissa. Svo vildi til að vinkona hennar, Margrét Bergdís Friðriksdóttir, var á leið til náms í læknisfræði í Álaborg. „Ég fór til hennar í heimsókn og það var þar sem ég rakst á þetta nám; Rannsóknarlæknisfræðina.“ Sem Steinunn fann sig strax í. „Því ég hafði einmitt verið að hugsa; Hvernig get ég nýtt þennan áhuga minn á mannslíkamanum þótt ég fari ekki í læknastarfið sjálft? Og hafði líka áttað mig á því að það sem mér fannst mest spennandi í hjúkrunarfræðinni var allt sem tengdist lyfjagjöf, ekki síst lyfjagjöf fyrir eldra fólk,“ segir Steinunn. Með ferðatöskuna flutti Steinunn út til Álaborgar. Þar sem hún segir að ástríðan hafi ekki aðeins vaknað fyrir náminu, heldur tók Steinunn strax mikið ástfóstur við staðinn líka. „Í þessari heimsókn minni til Margrétar hafði ég líka skoðað mig um í Kaupmannahöfn og í Árósum, svona aðeins til að máta mig við staðina, hvernig mér liði og litist á hvern stað. En Álaborg var sá staður sem heillaði mig strax mest og mér hefur alltaf liðið svo vel hérna. Til viðbótar bankaði ástin síðan fljótlega upp á. „Við kynntumst á annarri önninni minni,“ segir Steinunn um fyrstu kynni hennar og eiginmannsins, Anders Godsk. Anders er fæddur og uppalinn í Álaborg. Sem þýðir að Steinunn kynntist fljótlega stóru neti stórfjölskyldunnar hans. „Og þar er ég ekkert smá heppin!“ nánast hrópar hún upp yfir sig. Fjölskyldan hans tók svo vel á móti mér og ég segi oft að ég eigi einfaldlega bestu tengdaforeldra í heimi. Oft heyrir maður fólk væla um tengdaforeldra sína. En hjá mér er því öfugt farið; Þau eru nánast betri við mig en sín börn!“ Það fyndna er, að þótt Anders og Steinunn hafi kynnst í námi, starfar Anders í bankageiranum í dag. „Já, það er eins og örlögin hafi stýrt okkur saman því hann var í sama námi og ég og eitt sinn vorum við því sett saman í hóp. Seinna hætti hann í rannsóknarlæknisfræðinni, prófaði sig aðeins áfram í verkfræði en endaði í fjármálafræði,“ segir Steinunn og bætir við: „Ef við hefðum hins vegar ekki verið leidd saman í þennan hóp, er ég ekkert viss um að við hefðum kynnst eða rekist á hvort annað.“ Frá fyrsta degi kunni Steinunn vel við sig í Álaborg en þar til hún fór þangað, hafði hún ekki hugmynd um að rannsóknarlæknisfræði væri valkostur sem nám. Steinunn fann sig strax á réttri hillu en árið 2021, eignuðust hún og Anders síðan dótturina Önnu Amalie. Neurometa og byltingin Fyrir okkur venjulega fólkið, útskýrir Steinunn í stuttu máli hvað gerir lækningu við ýmsum taugahrörnunarsjúkdómum svo flókna. „Á milli líkamans og heilans er frumlag sem kallast blóðheilaþröskuldur. Þessi þröskuldur passar upp á að til dæmis ef við erum með vírus, þá kemst vírusinn ekki inn í heilann. Sem er frábært en þýðir þá um leið að það er jafn erfitt fyrir lyf að komast inn í heilann.“ Að komast ekki með lyf inn í heilann, hefur því verið helsta vandamál lækninga við taugahrörnunarsjúkdómum. En Steinunn nefnir þó annað atriði líka. „Um 70-80% nýrra lyfja eru þróuð af smærri fyrirtækjum eins og okkar. Þegar lyfin eru tilbúin, koma síðan risarnir, kaupa smærri fyrirtækin og eigna sér heiðurinn,“ segir Steinunn. Það er þó ekki vandamálið. „Því miður er það samt þannig að stóru fyrirtækin eru öll að keppast við að gera það sama og hinir. Setja gífurlega mikla fjármuni í rannsóknir og þróun á sömu hlutunum, oft að keppast við að reyna að betrumbæta einhver lyf sem þegar eru komin á markaðinn með því að breyta með smá tvisti hér og smá tvisti þar.“ Fyrir vikið er raunveruleg nýsköpun í lyfjaþróun ekki ríkjandi. Smærri fyrirtækin eru hins vegar þau sem eru drifin áfram af þeirri hugsjón að ná að lækna sem flesta. Þar kemur nýsköpunin inn. Okkar aðferðarfræði er til dæmis einstök því hún felst í þeirri tilgátu að ráðast á rót vandans og koma lyfinu inn í heilann.“ Sem Steinunn segir að yrði algjör bylting ef tekst. En er þá ekki líklegt að það verði á endanum einhver risi sem kaupir ykkur? „Jú eflaust,“ svarar Steinunn rólega. „Japanir horfa til dæmis mikið til okkar. Enda eru þeir komnir mun lengra en aðrir í meðferðum taugahrörnunarsjúkdóma og hafa sýnilega trú á því sem við erum að gera. Í Bandaríkjunum valdi Varnarmálaráðuneytið líka að styrkja okkur umfram aðra þar í landi í þessum rannsóknum, því þeir styrktu okkur um eina milljón dollara.“ Neurometa er með einkaleyfi fyrir aðferðarfræðinni sinni og fram undan er fjármögnun til að tryggja næsta fasa; Klínískar rannsóknir á sjúklingum. „Við ætlum að byrja á sjúklingum með MND því sá sjúkdómur er þannig að meðal líftími fólks eftir að það greinist með sjúkdóminn er ekki nema 3-4 ár,“ segir Steinunn og útskýrir að til þess að ná rannsóknarhópi saman, þar sem allir sjúklingar eru á svipuðum stað í sinni sjúkdómsstöð, munu rannsóknirnar fara fram með MND sjúklingum víða um heim. Það sem þetta þýðir þá líka, er að lyfið sem Neurometa er að þróa, hefur nú þegar verið margprófað og rannsakað á dýrum. „Ég get þó ekki eignað mér þessa hugmynd, enda er hún um tuttugu ára gömul. Hugmyndin kemur upprunalega frá manni sem heitir John Nieland og ég kynntist aðeins í doktorsnáminu mínu,“ segir Steinunn og vísar þar til þess að það var hjá honum sem hún sá veiku mýsnar með Parkisons, sem síðan fóru að hlaupa um alheilbrigðar. „Ég einfaldlega spurði hann hvort þetta væru í alvörunni sömu mýs!“ Steinunn segir 70-80% nýrra lyfja í heiminum þróuð af nýsköpunarfyrirtæki eins og Neurometa, en algengt er að síðan komi stóru risarnir á lyfjamarkaðinum, kaupi fyrirtækin og eigni sér heiðurinn. Nú þegar eru ýmsir augljóslega að fylgjast með Neurometa. Japanir einna helst en í heiminum eru þeir langt á undan öðrum þjóðum í meðferðum taugahrörnunarsjúkdóma. Framtíðarsýnin Steinunn viðurkennir að annað í hennar lífi hafi eflaust líka haft þau áhrif að hún er til í að leggja allt kapp í það að lyfjabylting Neurometa nái fram að ganga. Ég á systur með MS sjúkdóminn. Og auðvitað ætla ég mér einfaldlega að ná þeim árangri í lyfjaþróuninni að það verði komið lyf sem hjálpar henni áður en verulega fer að halla að.“ Árið 2021 eignuðust Steinunn og Anders dótturina Önnu Amalie. „Og hún veit sko alveg hvað hún vill!“ segir mamman stolt. Að vera kasólétt og í doktorsnámi þegar heimsfaraldurinn reið yfir með tilheyrandi reglum um sóttvarnir og samkomubönn, tók þó alveg á taugarnar. „Ég viðurkenni alveg að þá hugsaði ég oft: Það verður eitthvað kraftaverk ef ég kemst í gegnum þetta allt, ef ég get þetta!“ Því auðvitað geta doktorsrannsóknir einfaldlega brunnið úti á tíma. Steinunn er ótrúlega þakklát móður sinni fyrir að hvetja sig til dáða alla tíð en kenna henni að til þess að ná þangað sem við viljum ná, þarf að vinna fyrir því með dugnaði og eljusemi. Steinunn er stolt af tilnefningunni til Kammaprisen 2025 enda eru þar nöfn danskra kvenna í forstjórastöðum stórfyrirtækja. Steinunn segir fólk oft vera með ranghugmyndir um það, hvernig rannsóknarfólk er. Ekki síst konur í geiranum. „Fólk sér oft fyrir sér einhverja steriótýpu sem eru hálfgerðar þurrkuntur,“ segir Steinunn og skellihlær. „En auðvitað er sannleikurinn sá að þótt maður sé með allt algjörlega á hreinu í vinnunni, getur maður heima fyrir bara dottið í að horfa á raunveruleikaþætti í sjónvarpinu eða er bara í þessu venjulega mömmustússi sem fylgir.“ Viljandi segist Steinunn oft reyna að hrista upp í þessari ímynd fólks um rannsóknarfólk. „Ég nota svolítið tækifærið til þess þegar ég er að kenna í læknisfræðinni hér eða með fyrirlestra í háskólanum.“ En hvar sæir þú fyrir þér að fyrirtækið og lyfin ykkar væru stödd eftir til dæmis 10-15 ár? „Ég sæi fyrir mér að við værum komin lengra en aðeins með lyf fyrir MND, værum í klínískum rannsóknum á lyfjum fyrir Parkison, MS eða þunglyndi og fleiri jafnvel. Því ef okkur tekst það sem við erum að gera, verður það algjör bylting á heimsvísu í lækningu taugahrörnunarsjúkdóma,“ segir Steinunn og bætir við: Við erum samt að þróa lyfið þannig að það verði fyrir alla. Ekki aðeins þá ríku. Það er engin græðgi til staðar hjá Neurometa. Fjármögnun og styrkjaumsóknir sem við erum að vinna að nú, ganga allt út á að afla fjármagni fyrir klínískar rannsóknir til þess að geta unnið sem hraðast og náð síðar meir að lækna sem flesta.“
Starfsframi Nýsköpun Lyf Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01 Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ „Það gekk allt út á fótboltann. Og þannig er það enn,“ segir Svava Björk Hölludóttir yfirbókari hjá World Class samsteypunni og brosir. 16. september 2024 07:02 Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00
Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02
Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01
Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ „Það gekk allt út á fótboltann. Og þannig er það enn,“ segir Svava Björk Hölludóttir yfirbókari hjá World Class samsteypunni og brosir. 16. september 2024 07:02
Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11. janúar 2021 07:01