Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2025 22:04 Formaður félags Fasteignasala vill breyta þeirri menningu sem hefur skapast á fasteignamarkaði hér á landi. Betra sé að fólk selji fyrst og kaupi svo í stað þess að kaupa með fyrirvara um sölu og enda mögulega í margra eigna keðju sem slitnar. Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! Í Bítinu í gær greindi fasteignasali frá því að um helmingur allra fasteignakeðja á Íslandi slitni. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að seljendur ættu að búa sig undir að sölutíminn gæti orðið langur. „Það er ekkert óeðlilegt að það taki sex mánuði að selja, til dæmis, sérstaklega ef sölurnar hanga saman í keðjum.“ Fasteignakeðjur verða til þegar kaupendur gera kauptilboð með fyrirvara um sölu. Fjöldi eigna í keðju getur orðið ansi mikill. „Það geta verið alveg fimm til sjö eignir í keðjum sem hanga á einum tímapunkti saman. Einhver setur hús á sölu og annar aðili býður í þá fasteign með fyrirvara um sölu á sinni eign og síðan gengur það koll af kolli þannig að þá lengist mjög mikið í hlutunum þegar þetta fyrirkomulag er á markaðnum, að fólk festir sér fyrst fasteign og setur svo á sölu.“ Vonbrigðin taki síðan yfir þegar keðjan slitnar. „Fólkið sem er í þessum keðjum, það er að bíða og vona. Það er kannski búið að festa sér draumaeignina sína og svo gengur það ekki upp og það er búið að gefa þessu allan þennan tíma.“ Reglur Seðlabankans komi oft aftan að fólki Það sé algengt að regla Seðlabankans um 35 prósenta hámarkshlutfall af útborguðum launum komi aftan að fólki og setji keðjur í uppnám en prósentan er hærri hjá fyrstu kaupendum. „Það fer kannski í gegnum greiðslumat eða bráðabirgðagreiðslumat og það er ekki gert ráð fyrir þessari reglu og telur sig geta staðið við kaupin sem búið er að festa sig inn í en svo kemur á daginn að þetta gengur ekki upp. Ég myndi segja að þessi regla komi svolítið aftan að fólki, fyrst og fremst.“ Hún kallar eftir þjóðarátaki. Best sé að selja fyrst og kaupa svo. „Það þarf svolítið átak í þessu. Ég myndi segja að það sé pínu vandi sem hefur þróast hér á landi hvernig fyrirkomulagið er að fara alltaf hina leiðina.” Ef fólk sé hrætt við að selja ofan af sér án þess að vera búið að finna sér eign þá sé hægt að gera fyrirvara um kaup þegar eignin er sett á sölu. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Í Bítinu í gær greindi fasteignasali frá því að um helmingur allra fasteignakeðja á Íslandi slitni. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að seljendur ættu að búa sig undir að sölutíminn gæti orðið langur. „Það er ekkert óeðlilegt að það taki sex mánuði að selja, til dæmis, sérstaklega ef sölurnar hanga saman í keðjum.“ Fasteignakeðjur verða til þegar kaupendur gera kauptilboð með fyrirvara um sölu. Fjöldi eigna í keðju getur orðið ansi mikill. „Það geta verið alveg fimm til sjö eignir í keðjum sem hanga á einum tímapunkti saman. Einhver setur hús á sölu og annar aðili býður í þá fasteign með fyrirvara um sölu á sinni eign og síðan gengur það koll af kolli þannig að þá lengist mjög mikið í hlutunum þegar þetta fyrirkomulag er á markaðnum, að fólk festir sér fyrst fasteign og setur svo á sölu.“ Vonbrigðin taki síðan yfir þegar keðjan slitnar. „Fólkið sem er í þessum keðjum, það er að bíða og vona. Það er kannski búið að festa sér draumaeignina sína og svo gengur það ekki upp og það er búið að gefa þessu allan þennan tíma.“ Reglur Seðlabankans komi oft aftan að fólki Það sé algengt að regla Seðlabankans um 35 prósenta hámarkshlutfall af útborguðum launum komi aftan að fólki og setji keðjur í uppnám en prósentan er hærri hjá fyrstu kaupendum. „Það fer kannski í gegnum greiðslumat eða bráðabirgðagreiðslumat og það er ekki gert ráð fyrir þessari reglu og telur sig geta staðið við kaupin sem búið er að festa sig inn í en svo kemur á daginn að þetta gengur ekki upp. Ég myndi segja að þessi regla komi svolítið aftan að fólki, fyrst og fremst.“ Hún kallar eftir þjóðarátaki. Best sé að selja fyrst og kaupa svo. „Það þarf svolítið átak í þessu. Ég myndi segja að það sé pínu vandi sem hefur þróast hér á landi hvernig fyrirkomulagið er að fara alltaf hina leiðina.” Ef fólk sé hrætt við að selja ofan af sér án þess að vera búið að finna sér eign þá sé hægt að gera fyrirvara um kaup þegar eignin er sett á sölu.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06