Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar 20. september 2025 08:02 Í nýlegri skýrslu sem neðri deild breska þingsins lét gera um dánaraðstoð kemur fram að ekki sé rétt að fullyrða að líknarmeðferð ein og sér geti útrýmt allri þjáningu. Skýrslahöfundar benda jafnframt á að líknarmeðferð hafi batnað eftir að dánaraðstoð var lögleidd í Kanada. Þrátt fyrir góða líknarmeðferð upplifa margir enn mikinn sársauka og óbærilegar þjáningar við lífslok. Skoski þingmaðurinn Liam McArthur óskaði eftir áliti almennings á dánaraðstoð. Nær 13.000 manns svöruðu og deildu persónulegum vitnisburðum og reynslusögum. Það þarf sannarlega sterk rök til að andmæla dánaraðstoð eftir að hafa kynnt sér þessar frásagnir. Frásögn 1: Þjáningar föður míns Faðir minn, sem lést úr briskrabbameini, fékk líknarmeðferð. Það var lifandi helvíti fyrir hann, okkur fjölskylduna og vini. Þjáningar hans var hræðilegar og gjörsamlega óþarfar. Ég mun aldrei gleyma hryllingnum í augum hans og örvæntingafullum beiðnum hans um hjálp til að ljúka lífi sínu. Hann hefði farið til Dignitas, en greiningin kom of seint. Faðir minn var áhættusækinn, sjálfstæður og sterkur maður. Að setja hann í þessa stöðu var grimmilegt. Frásögn 2: Óbærilegur dauðdagi bróður míns Allt of lengi hefur fólki verið synjað um réttinn til að deyja án óþarfa þjáninga. Ég hef misst ættingja úr krabbameini, þar á meðal bróður minn sem lést fyrr á þessu ári og var með sama krabbameinið og ég er með. Þrátt fyrir bestu mögulegu líknarmeðferð voru síðustu vikur hans ekkert annað en lifandi dauði, sem hann hefði viljað forðast. Hann endaði í dái, án matar eða vökva, og það tók hann fimm langa daga til viðbótar að deyja. Hver veit hvaða martraðir og kvalir hann upplifði á þessum síðustu dögum? Frásögn 3: Reynslan af því að hjúkra veikum ástvinum Ég hjúkraði móður minni, 56 ára, og hlustað á hana grátbiðja um að fá að deyja til að binda enda á sársaukann af völdum krabbameinsins þegar lyfin hættu að virka. Einnig hjúkraði ég tengdamóður minni, 64 ára, sem öskraði af sársauka vegna krabbameinsins og legusára á stærð við barnshönd. Þjáningar þeirra, óttinn og sársaukinn sem þær upplifðu mun fylgja mér það sem eftir er ævi minnar. Frásögn 4: Að missa reisn við lífslok Fyrir þremur árum greindist móðir mín, 83 ára, með ólæknandi magakrabbamein. Þegar ráðgjafi hennar í líknandi meðferð sagði henni frá greiningunni, hrósaði hann henni fyrir þá ótrúlegu reisn sem hún sýndi við að taka þessum fréttum. Reisnin var henni afar dýrmæt, en þegar krabbameinið ágerðist og ástand hennar versnaði, missti hún hana smám saman. Móðir mín hafði lengi verið stuðningsmaður dánaraðstoðar og hefði valið hana sjálf, hefði hún haft þann kost. Andlát hennar og aðdragandinn að því var afar erfiður, bæði fyrir hana sjálfa og okkur sem fylgdum henni. Samfélagið getur sannarlega gert betur. Frásögn 5: Að horfa á móður sína deyja úr ofþornun Ég sat hjá móður minni í vikur á meðan hún dó hægt úr krabbameini. Hver dagur var markaður þjáningum og hún grátbað um að fá að fara. Við horfðum á hana deyja úr ofþornun, það tók sjö langa daga frá því hún drakk síðast. Enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að deyja á þennan hátt. Rétturinn til að deyja á eigin forsendum Ofangreindar frásagnir varpa skýru ljósi á þær óbærilegu aðstæður og þjáningar sem gjarnan fylgja lífslokum, en mætti koma í veg fyrir með dánaraðstoð. Þær draga einnig fram djúpan sársauka aðstandenda, sem horfa hjálparlausir upp á þjáningar ástvina sinna, og undirstrika þörfina á að efla umræðuna um réttinn til að deyja á eigin forsendum og bjóða upp á mannúðlegri valkosti við lífslok. Dánaraðstoð snýst um að gefa þeim sem standa frammi fyrir óhjákvæmilegum lífslokum val um að stjórna eigin lífslokum. Hún felur í sér virðingu fyrir vilja þeirra og þörfum og veitir aðstandendum frið og hugarró í þeirri vitneskju að ástvinur þeirra fékk að kveðja lífið á eigin forsendum. Fyrir okkur Íslendinga væri það mikilvægt framfaraskref að lögleiða dánaraðstoð, eins og margar aðrar þjóðir hafa þegar gert. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu sem neðri deild breska þingsins lét gera um dánaraðstoð kemur fram að ekki sé rétt að fullyrða að líknarmeðferð ein og sér geti útrýmt allri þjáningu. Skýrslahöfundar benda jafnframt á að líknarmeðferð hafi batnað eftir að dánaraðstoð var lögleidd í Kanada. Þrátt fyrir góða líknarmeðferð upplifa margir enn mikinn sársauka og óbærilegar þjáningar við lífslok. Skoski þingmaðurinn Liam McArthur óskaði eftir áliti almennings á dánaraðstoð. Nær 13.000 manns svöruðu og deildu persónulegum vitnisburðum og reynslusögum. Það þarf sannarlega sterk rök til að andmæla dánaraðstoð eftir að hafa kynnt sér þessar frásagnir. Frásögn 1: Þjáningar föður míns Faðir minn, sem lést úr briskrabbameini, fékk líknarmeðferð. Það var lifandi helvíti fyrir hann, okkur fjölskylduna og vini. Þjáningar hans var hræðilegar og gjörsamlega óþarfar. Ég mun aldrei gleyma hryllingnum í augum hans og örvæntingafullum beiðnum hans um hjálp til að ljúka lífi sínu. Hann hefði farið til Dignitas, en greiningin kom of seint. Faðir minn var áhættusækinn, sjálfstæður og sterkur maður. Að setja hann í þessa stöðu var grimmilegt. Frásögn 2: Óbærilegur dauðdagi bróður míns Allt of lengi hefur fólki verið synjað um réttinn til að deyja án óþarfa þjáninga. Ég hef misst ættingja úr krabbameini, þar á meðal bróður minn sem lést fyrr á þessu ári og var með sama krabbameinið og ég er með. Þrátt fyrir bestu mögulegu líknarmeðferð voru síðustu vikur hans ekkert annað en lifandi dauði, sem hann hefði viljað forðast. Hann endaði í dái, án matar eða vökva, og það tók hann fimm langa daga til viðbótar að deyja. Hver veit hvaða martraðir og kvalir hann upplifði á þessum síðustu dögum? Frásögn 3: Reynslan af því að hjúkra veikum ástvinum Ég hjúkraði móður minni, 56 ára, og hlustað á hana grátbiðja um að fá að deyja til að binda enda á sársaukann af völdum krabbameinsins þegar lyfin hættu að virka. Einnig hjúkraði ég tengdamóður minni, 64 ára, sem öskraði af sársauka vegna krabbameinsins og legusára á stærð við barnshönd. Þjáningar þeirra, óttinn og sársaukinn sem þær upplifðu mun fylgja mér það sem eftir er ævi minnar. Frásögn 4: Að missa reisn við lífslok Fyrir þremur árum greindist móðir mín, 83 ára, með ólæknandi magakrabbamein. Þegar ráðgjafi hennar í líknandi meðferð sagði henni frá greiningunni, hrósaði hann henni fyrir þá ótrúlegu reisn sem hún sýndi við að taka þessum fréttum. Reisnin var henni afar dýrmæt, en þegar krabbameinið ágerðist og ástand hennar versnaði, missti hún hana smám saman. Móðir mín hafði lengi verið stuðningsmaður dánaraðstoðar og hefði valið hana sjálf, hefði hún haft þann kost. Andlát hennar og aðdragandinn að því var afar erfiður, bæði fyrir hana sjálfa og okkur sem fylgdum henni. Samfélagið getur sannarlega gert betur. Frásögn 5: Að horfa á móður sína deyja úr ofþornun Ég sat hjá móður minni í vikur á meðan hún dó hægt úr krabbameini. Hver dagur var markaður þjáningum og hún grátbað um að fá að fara. Við horfðum á hana deyja úr ofþornun, það tók sjö langa daga frá því hún drakk síðast. Enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að deyja á þennan hátt. Rétturinn til að deyja á eigin forsendum Ofangreindar frásagnir varpa skýru ljósi á þær óbærilegu aðstæður og þjáningar sem gjarnan fylgja lífslokum, en mætti koma í veg fyrir með dánaraðstoð. Þær draga einnig fram djúpan sársauka aðstandenda, sem horfa hjálparlausir upp á þjáningar ástvina sinna, og undirstrika þörfina á að efla umræðuna um réttinn til að deyja á eigin forsendum og bjóða upp á mannúðlegri valkosti við lífslok. Dánaraðstoð snýst um að gefa þeim sem standa frammi fyrir óhjákvæmilegum lífslokum val um að stjórna eigin lífslokum. Hún felur í sér virðingu fyrir vilja þeirra og þörfum og veitir aðstandendum frið og hugarró í þeirri vitneskju að ástvinur þeirra fékk að kveðja lífið á eigin forsendum. Fyrir okkur Íslendinga væri það mikilvægt framfaraskref að lögleiða dánaraðstoð, eins og margar aðrar þjóðir hafa þegar gert. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar