Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar 15. september 2025 10:33 Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um menntamál á Íslandi sem ég tel vera afar jákvætt og fagna mjög. Við getum öll verið sammála um að það sé nauðsynlegt að ígrunda reglulega hvað gengur vel og hvað má betur fara í menntamálum. Á Akureyri höfum við á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að efla menntastofnanir okkar, allt frá fyrstu árum barna í leikskóla og áfram upp grunnskólagönguna. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Þetta er árangur samstarfs foreldra, kennara, skólastjórnenda, starfsfólks og síðast en ekki síst þeirra sem taka ákvarðanir um fjármagn og forgangsröðun. Grunnskólar sem standa undir nafni Ég leyfi mér að fullyrða að leik- og grunnskólar Akureyrar séu almennt vel reknir, þar starfar faglegt forystufólk og þeir byggja á sterkum grunni. Þar ríkir jákvæð skólamenning og vel skipulögð vinna er unnin dag frá degi til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Unnið er að markvissu samstarfi og sameiginlegri starfsþróun og stefnumótun. Sem dæmi eru sameiginlegir námskeiðsdagar fyrir starfsfólkið. Grasrótarstarf fær að njóta sín sem leiðir af sér mörg metnaðarfull þróunarverkefni í leik- og grunnskólum bæjarins. Þá ber að nefna að grunnskólarnir hafa undanfarið lagt mikla áherslu á leiðsagnarnám sem er liður í því að styðja nemendur í að skilja hvernig þeir geta lært betur og þróað sig, í stað þess að fá einungis lokamat á frammistöðu sína. Samfélag sem tekur utan um öll börn Grunnskólar Akureyrarbæjar leggja sig allir fram um að starfa eftir stefnu um nám án aðgreiningar. Eins og áður var nefnt er lög áherlsa á leiðsagnarnám og kennsluhætti sem stuðla að námi sem flestra, en eru um leið með góða stoðþjónustu innan hvers skóla sem heldur utan um viðbótarstuðning fyrir einstaka nemendur. Við komum til móts við sértækar þarfir nemenda, bæði til lengri og skemmri tíma með sérúrræðum við hæfi. Nágrannasveitarfélögum stendur einnig til boða að sækja um skólavist fyrir börn með sértækan vanda í þessum úrræðum. Í Giljaskóla er deild fyrir börn með þroskahömlun og aðrar skilgreindar þarfir. Þeir nemendur þurfa mjög sérhæfða einstaklingsmiðaða kennslu, þjálfun og umönnun. í Síðuskóla er deild fyrir börn með alvarlega einhverfu sem flest stunda námið að einhverju leyti í sínum heimabekk. Hlíðarskóli er skóli sem staðsettur er í Skjaldarvík, á einstaklega fallegum stað utan bæjarmarka Akureyrarbæjar. Skólinn þjónustar nemendur með alvarlegan hegðunar- og aðlögunarvanda eða með félags- og tilfinningaleg vandamál og fjölskyldur þeirra. Skólinn er tímabundið úrræði sem tekur við þegar reynt hefur til þrautar að mæta þörfum barns í heimaskóla og hefur árangurinn verið mjög góður. Símafrí sem skila árangri Það eru líka litlu hlutirnir sem skipta máli. Nýlegar breytingar á símareglum grunnskólanna hafa gengið mjög vel. Með skýrari ramma um símanotkun hefur skapast betri vinnufriður, meiri einbeiting og aukin félagsleg tengsl meðal nemenda. Þetta sýnir að með skýrum reglum, góðum undirbúningi og traustu samstarfi við foreldra er hægt að ná raunverulegum breytingum í skólalífi. Nemendur, foreldrar og starfsfólk skólanna er ánægt og mikil samstaða ríkir um símafríið. Í nýrri könnun sem lögð var fyrir foreldra telja 96% foreldra að það hafi verið góð ákvörðun að grunnskólar Akureyrarbæjar hefðu sameiginlegar símareglur. Í könnun sem lögð var fyrir starfsfólk skóla telja 98% starfsfólks að ákvörðunin hafi verið góð. Í könnun meðal nemenda segja 71% aðspurðra að vel hafi tekist að fylgja símareglunum eftir og 40% nemenda telja þær sanngjarnar, 40% nemenda eru hlutlausir gagnvart þeim þætti og 19% nemenda telja þær ekki sanngjarnar. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta geti talist frábær árangur. Ég hef tvisvar sinnum fundað með mennta- og barnamálaráðuneytinu um samræmdar símareglur í grunnskólum Akureyrarbæjar. Við erum svo sannarlega tilbúin til að aðstoða stjórnvöld og önnur sveitarfélög með innleiðingu símafrís á landsvísu. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að allir grunnskólar landsins verði með samræmdar símareglur, það væri e.t.v einfaldara í framkvæmd fyrir alla. Leikskólar – lægri gjöld, meiri ánægja Á Akureyri höfum við gert mikilvægar breytingar á gjaldskrá leikskólanna sem var eitt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar.Breytingarnar á gjaldskránni sem felur m.a. í sér gjaldfrjálsan skólatíma frá 8-14 og tekjutenginu á gjaldskrám sem mætir betur þörfum tekjulægri einstaklingum og sambúðarfólki. Þessar aðgerðir hafa gert þjónustuna aðgengilegri og sanngjarnari. Þessar breytingar hafa ekki aðeins létt undir hjá fjölskyldum, þær hafa líka aukið starfsánægju starfsfólks og dregið úr álagi. Með betri kjörum, stuðningi og virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í leikskólum erum við að skapa umhverfi þar sem börn blómstra og er eftirsóknarvert að starfa. Gæðaráðið – samráð og samhugur Frá því að menntastefna Akureyrarbæjar var samþykkt árið 2020 hafa verið starfandi gæðaráð í öllum leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar sem hafa það hlutverk að sinna innra mati skóla með fjölbreyttum leiðum og leggja fram áætlanir um umbætur og fylgja þeim eftir. Þessi vinna hefur gert allt skólasamfélagið meðvitaðra um kröfur sem gerðar eru, hvar við stöndum og auðveldað að allir sigli í sömu átt varðandi umbætur. Við erum gríðarlega stolt af því að allt leik- og grunnskólastarf byggir á kerfisbundnu gæðastarfi sem er í fullu samráði við stefnu sveitarfélagsins. Stjórnendur og starfsfólk skólanna hefur átt fullan þátt í því að byggja upp hefð og menningu fyrir gæðastarfi og það er eftirsóknarvert að sitja í gæðaráði skólanna okkar. Því miður tölum við allt of sjaldan um gæðamál skóla í landinu sem ætti þó að vera eitt af lykilatriðunum í uppbyggingu á framúrskarandi skólastarfi. Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Akureyrarbæjar og er ætlunin að ný og endurskoðuð menntastefna líti dagsins ljós í árslok. Samhliða vinnu stýrihópsins fer fram mat á stöðunni í dag og hvað þarf að bæta á næstu árum. Við höfum öll hlutverki að gegna Framtíð Akureyrar byggir á menntun og það sem við leggjum í skólana í dag. Bætt starf í skólunum mun skila sér margfalt til baka í framtíðinni í betra samfélagi og sterkari einstaklingum. Ég er sannfærður um að það er full pólitísk samstaða um að hafa skólamál í forgangi. Því góð menntun er ekki kostnaður, hún er fjárfesting í fólki, fjölskyldum og framtíðinni sjálfri Ég fagna því mikið að umræðan um skólamál sé loksins sýnileg, við hér á Akureyri byggjum skólastarfið á traustum grunni, þar sem gæðamál eru leiðarstefið og við höfum ríkan metnað til þess að gera enn betur. Höfundur er oddviti sjálfstæðisflokksins á Akureyri og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimir Örn Árnason Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um menntamál á Íslandi sem ég tel vera afar jákvætt og fagna mjög. Við getum öll verið sammála um að það sé nauðsynlegt að ígrunda reglulega hvað gengur vel og hvað má betur fara í menntamálum. Á Akureyri höfum við á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að efla menntastofnanir okkar, allt frá fyrstu árum barna í leikskóla og áfram upp grunnskólagönguna. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Þetta er árangur samstarfs foreldra, kennara, skólastjórnenda, starfsfólks og síðast en ekki síst þeirra sem taka ákvarðanir um fjármagn og forgangsröðun. Grunnskólar sem standa undir nafni Ég leyfi mér að fullyrða að leik- og grunnskólar Akureyrar séu almennt vel reknir, þar starfar faglegt forystufólk og þeir byggja á sterkum grunni. Þar ríkir jákvæð skólamenning og vel skipulögð vinna er unnin dag frá degi til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Unnið er að markvissu samstarfi og sameiginlegri starfsþróun og stefnumótun. Sem dæmi eru sameiginlegir námskeiðsdagar fyrir starfsfólkið. Grasrótarstarf fær að njóta sín sem leiðir af sér mörg metnaðarfull þróunarverkefni í leik- og grunnskólum bæjarins. Þá ber að nefna að grunnskólarnir hafa undanfarið lagt mikla áherslu á leiðsagnarnám sem er liður í því að styðja nemendur í að skilja hvernig þeir geta lært betur og þróað sig, í stað þess að fá einungis lokamat á frammistöðu sína. Samfélag sem tekur utan um öll börn Grunnskólar Akureyrarbæjar leggja sig allir fram um að starfa eftir stefnu um nám án aðgreiningar. Eins og áður var nefnt er lög áherlsa á leiðsagnarnám og kennsluhætti sem stuðla að námi sem flestra, en eru um leið með góða stoðþjónustu innan hvers skóla sem heldur utan um viðbótarstuðning fyrir einstaka nemendur. Við komum til móts við sértækar þarfir nemenda, bæði til lengri og skemmri tíma með sérúrræðum við hæfi. Nágrannasveitarfélögum stendur einnig til boða að sækja um skólavist fyrir börn með sértækan vanda í þessum úrræðum. Í Giljaskóla er deild fyrir börn með þroskahömlun og aðrar skilgreindar þarfir. Þeir nemendur þurfa mjög sérhæfða einstaklingsmiðaða kennslu, þjálfun og umönnun. í Síðuskóla er deild fyrir börn með alvarlega einhverfu sem flest stunda námið að einhverju leyti í sínum heimabekk. Hlíðarskóli er skóli sem staðsettur er í Skjaldarvík, á einstaklega fallegum stað utan bæjarmarka Akureyrarbæjar. Skólinn þjónustar nemendur með alvarlegan hegðunar- og aðlögunarvanda eða með félags- og tilfinningaleg vandamál og fjölskyldur þeirra. Skólinn er tímabundið úrræði sem tekur við þegar reynt hefur til þrautar að mæta þörfum barns í heimaskóla og hefur árangurinn verið mjög góður. Símafrí sem skila árangri Það eru líka litlu hlutirnir sem skipta máli. Nýlegar breytingar á símareglum grunnskólanna hafa gengið mjög vel. Með skýrari ramma um símanotkun hefur skapast betri vinnufriður, meiri einbeiting og aukin félagsleg tengsl meðal nemenda. Þetta sýnir að með skýrum reglum, góðum undirbúningi og traustu samstarfi við foreldra er hægt að ná raunverulegum breytingum í skólalífi. Nemendur, foreldrar og starfsfólk skólanna er ánægt og mikil samstaða ríkir um símafríið. Í nýrri könnun sem lögð var fyrir foreldra telja 96% foreldra að það hafi verið góð ákvörðun að grunnskólar Akureyrarbæjar hefðu sameiginlegar símareglur. Í könnun sem lögð var fyrir starfsfólk skóla telja 98% starfsfólks að ákvörðunin hafi verið góð. Í könnun meðal nemenda segja 71% aðspurðra að vel hafi tekist að fylgja símareglunum eftir og 40% nemenda telja þær sanngjarnar, 40% nemenda eru hlutlausir gagnvart þeim þætti og 19% nemenda telja þær ekki sanngjarnar. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta geti talist frábær árangur. Ég hef tvisvar sinnum fundað með mennta- og barnamálaráðuneytinu um samræmdar símareglur í grunnskólum Akureyrarbæjar. Við erum svo sannarlega tilbúin til að aðstoða stjórnvöld og önnur sveitarfélög með innleiðingu símafrís á landsvísu. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að allir grunnskólar landsins verði með samræmdar símareglur, það væri e.t.v einfaldara í framkvæmd fyrir alla. Leikskólar – lægri gjöld, meiri ánægja Á Akureyri höfum við gert mikilvægar breytingar á gjaldskrá leikskólanna sem var eitt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar.Breytingarnar á gjaldskránni sem felur m.a. í sér gjaldfrjálsan skólatíma frá 8-14 og tekjutenginu á gjaldskrám sem mætir betur þörfum tekjulægri einstaklingum og sambúðarfólki. Þessar aðgerðir hafa gert þjónustuna aðgengilegri og sanngjarnari. Þessar breytingar hafa ekki aðeins létt undir hjá fjölskyldum, þær hafa líka aukið starfsánægju starfsfólks og dregið úr álagi. Með betri kjörum, stuðningi og virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í leikskólum erum við að skapa umhverfi þar sem börn blómstra og er eftirsóknarvert að starfa. Gæðaráðið – samráð og samhugur Frá því að menntastefna Akureyrarbæjar var samþykkt árið 2020 hafa verið starfandi gæðaráð í öllum leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar sem hafa það hlutverk að sinna innra mati skóla með fjölbreyttum leiðum og leggja fram áætlanir um umbætur og fylgja þeim eftir. Þessi vinna hefur gert allt skólasamfélagið meðvitaðra um kröfur sem gerðar eru, hvar við stöndum og auðveldað að allir sigli í sömu átt varðandi umbætur. Við erum gríðarlega stolt af því að allt leik- og grunnskólastarf byggir á kerfisbundnu gæðastarfi sem er í fullu samráði við stefnu sveitarfélagsins. Stjórnendur og starfsfólk skólanna hefur átt fullan þátt í því að byggja upp hefð og menningu fyrir gæðastarfi og það er eftirsóknarvert að sitja í gæðaráði skólanna okkar. Því miður tölum við allt of sjaldan um gæðamál skóla í landinu sem ætti þó að vera eitt af lykilatriðunum í uppbyggingu á framúrskarandi skólastarfi. Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Akureyrarbæjar og er ætlunin að ný og endurskoðuð menntastefna líti dagsins ljós í árslok. Samhliða vinnu stýrihópsins fer fram mat á stöðunni í dag og hvað þarf að bæta á næstu árum. Við höfum öll hlutverki að gegna Framtíð Akureyrar byggir á menntun og það sem við leggjum í skólana í dag. Bætt starf í skólunum mun skila sér margfalt til baka í framtíðinni í betra samfélagi og sterkari einstaklingum. Ég er sannfærður um að það er full pólitísk samstaða um að hafa skólamál í forgangi. Því góð menntun er ekki kostnaður, hún er fjárfesting í fólki, fjölskyldum og framtíðinni sjálfri Ég fagna því mikið að umræðan um skólamál sé loksins sýnileg, við hér á Akureyri byggjum skólastarfið á traustum grunni, þar sem gæðamál eru leiðarstefið og við höfum ríkan metnað til þess að gera enn betur. Höfundur er oddviti sjálfstæðisflokksins á Akureyri og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun