Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. september 2025 10:00 Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær en í rýniskýrslu sambandsins um efnahags- og peningamál vegna umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í það á sínum tíma er meðal annars komið inn á það að umsóknarríki þurfi að taka mið af reglum sambandsins um skuldir og halla á fjárlögum. Málaflokkurinn efnahags- og peningamál fellur ekki undir EES-samninginn frekar en sjávarútvegs-, utanríkis- og varnarmál. Ráðherrar Viðreisnar hafa á undanförnum mánuðum tekið skref í átt til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu í umræddum málaflokkum í samræmi við kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja að sambandinu. Í umsóknarferlinu á sínum tíma flýtti það mjög fyrir afgreiðslu málaflokka ef þeir féllu undir EES-samninginn enda hafði þá mikil aðlögun þegar átt sér stað vegna aðildarinnar að honum. Það er ekki tilviljun að áðurnefndir málaflokkar falla ekki undir hann. Til að mynda undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, samkomulag við Evrópusambandið um utanríkismál fyrr á árinu þar sem beinlínis er kveðið á um aðlögun að utanríkisstefnu sambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins felur samkomulagið í sér pólitíska skuldbindingu í þeim efnum. Þá undirritaði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður flokksins, samkomulag um sjávarútvegsmál, sem að sama skapi felur í sér aðlögun að stefnu sambandsins í þeim efnum. Markmið ráðherra Viðreisnar er ljóslega að vinna sér í haginn í þessum efnum. Með öðrum orðum hafa þeir þegar hafið umsóknarferlið að Evrópusambandinu óformlega áður en kjósendur koma að málinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði og fyrir liggur hvort þeir leggi blessun sína yfir það. Slík er lýðræðisástin. Væntanlega er aðeins um forsmekkinn að ræða í þessum efnum. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram og til frekari aðlögunar að stefnum sambandsins í málaflokkum sem heyra ekki undir EES-samninginn eigi eftir að koma. Viðreisn getur greinilega ekki beðið eftir kjósendum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær en í rýniskýrslu sambandsins um efnahags- og peningamál vegna umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í það á sínum tíma er meðal annars komið inn á það að umsóknarríki þurfi að taka mið af reglum sambandsins um skuldir og halla á fjárlögum. Málaflokkurinn efnahags- og peningamál fellur ekki undir EES-samninginn frekar en sjávarútvegs-, utanríkis- og varnarmál. Ráðherrar Viðreisnar hafa á undanförnum mánuðum tekið skref í átt til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu í umræddum málaflokkum í samræmi við kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja að sambandinu. Í umsóknarferlinu á sínum tíma flýtti það mjög fyrir afgreiðslu málaflokka ef þeir féllu undir EES-samninginn enda hafði þá mikil aðlögun þegar átt sér stað vegna aðildarinnar að honum. Það er ekki tilviljun að áðurnefndir málaflokkar falla ekki undir hann. Til að mynda undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, samkomulag við Evrópusambandið um utanríkismál fyrr á árinu þar sem beinlínis er kveðið á um aðlögun að utanríkisstefnu sambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins felur samkomulagið í sér pólitíska skuldbindingu í þeim efnum. Þá undirritaði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður flokksins, samkomulag um sjávarútvegsmál, sem að sama skapi felur í sér aðlögun að stefnu sambandsins í þeim efnum. Markmið ráðherra Viðreisnar er ljóslega að vinna sér í haginn í þessum efnum. Með öðrum orðum hafa þeir þegar hafið umsóknarferlið að Evrópusambandinu óformlega áður en kjósendur koma að málinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði og fyrir liggur hvort þeir leggi blessun sína yfir það. Slík er lýðræðisástin. Væntanlega er aðeins um forsmekkinn að ræða í þessum efnum. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram og til frekari aðlögunar að stefnum sambandsins í málaflokkum sem heyra ekki undir EES-samninginn eigi eftir að koma. Viðreisn getur greinilega ekki beðið eftir kjósendum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun