Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir og Sara Stef. Hildardóttir skrifa 3. september 2025 09:31 Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar. Og klofningurinn í Sósíalistaflokknum í vor er eitt merki þess. Fylgishrun flokksins síðan ný forysta tók við sýnir að enn fjölgar í hópi kjósenda sem geta ekki með góðu móti greitt atkvæði með félagshyggju. En við, félagshyggjufólkið, megum ekki gefast ekki upp. Við verðum að spyrna við og þjappa okkur saman. Við, fólkið sem er grasrót félagshyggjunnar, verðum að stíga fram og mynda bandalög okkar á milli. Og við megum engan tíma missa. Undanfarið hefur vinsælasti borgarfulltrúinn og kyndilberi félagshyggju undanfarin átta ár, Sanna Magdalena Mörtudóttir, legið undir fordæmalausum árásum frá flokksfélögum sínum. Hún hefur m.a. fengið á sig vantraustsyfirlýsingu úr Norðausturkjördæmi — sem mörgum þykir ansi langt frá Reykjavík! Það hefur vakið furðu að flokkur Sönnu, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við þessum ósóma né tekið upp varnir fyrir kjörinn fulltrúa sinn. Það er í ljósi þessara linnulausu árása sem Sanna situr undir að við, stuðningsfólk hennar, teljum nauðsynlegt að bregðast við og lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana. Við hvetjum kjósendur í Reykjavík og félagshyggjufólk hvarvetna til að sýna samtakamátt sinn og standa með Sönnu. Með samstöðu tryggjum við að félagshyggjan verði áfram valkostur í borginni! Sanna mælist endurtekið vinsælasti borgarfulltrúinn. Og skildi engan undra. Hún er þekkt fyrir ósérhlífni, elju og heiðarleika. Hún á stuðning félagshyggjufólks langt út fyrir borgarmörkin — bókstaflega í allar áttir, til sjávar og sveita. Undanfarinn sólarhring höfum við leitað til fólks sem þekkir Sönnu eða til starfa hennar og beðið fólk að setja nafn sitt undir opinbera stuðningsyfirlýsingu. Við birtum hana með þessari grein. Félagshyggjufólk alls staðar ætti að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun því með henni getum við sýnt að félagshyggjan lifir enn með okkur og að við stöndum með Sönnu, sem stendur með félagshyggjunni! Með baráttukveðjum fyrir hönd Stuðningsfólks Sönnu, Laufey Líndal Ólafsdóttir Sara Stef. Hildardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar. Og klofningurinn í Sósíalistaflokknum í vor er eitt merki þess. Fylgishrun flokksins síðan ný forysta tók við sýnir að enn fjölgar í hópi kjósenda sem geta ekki með góðu móti greitt atkvæði með félagshyggju. En við, félagshyggjufólkið, megum ekki gefast ekki upp. Við verðum að spyrna við og þjappa okkur saman. Við, fólkið sem er grasrót félagshyggjunnar, verðum að stíga fram og mynda bandalög okkar á milli. Og við megum engan tíma missa. Undanfarið hefur vinsælasti borgarfulltrúinn og kyndilberi félagshyggju undanfarin átta ár, Sanna Magdalena Mörtudóttir, legið undir fordæmalausum árásum frá flokksfélögum sínum. Hún hefur m.a. fengið á sig vantraustsyfirlýsingu úr Norðausturkjördæmi — sem mörgum þykir ansi langt frá Reykjavík! Það hefur vakið furðu að flokkur Sönnu, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við þessum ósóma né tekið upp varnir fyrir kjörinn fulltrúa sinn. Það er í ljósi þessara linnulausu árása sem Sanna situr undir að við, stuðningsfólk hennar, teljum nauðsynlegt að bregðast við og lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana. Við hvetjum kjósendur í Reykjavík og félagshyggjufólk hvarvetna til að sýna samtakamátt sinn og standa með Sönnu. Með samstöðu tryggjum við að félagshyggjan verði áfram valkostur í borginni! Sanna mælist endurtekið vinsælasti borgarfulltrúinn. Og skildi engan undra. Hún er þekkt fyrir ósérhlífni, elju og heiðarleika. Hún á stuðning félagshyggjufólks langt út fyrir borgarmörkin — bókstaflega í allar áttir, til sjávar og sveita. Undanfarinn sólarhring höfum við leitað til fólks sem þekkir Sönnu eða til starfa hennar og beðið fólk að setja nafn sitt undir opinbera stuðningsyfirlýsingu. Við birtum hana með þessari grein. Félagshyggjufólk alls staðar ætti að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun því með henni getum við sýnt að félagshyggjan lifir enn með okkur og að við stöndum með Sönnu, sem stendur með félagshyggjunni! Með baráttukveðjum fyrir hönd Stuðningsfólks Sönnu, Laufey Líndal Ólafsdóttir Sara Stef. Hildardóttir
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar