Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. september 2025 08:30 Ekki er langt síðan að á vinstri væng stjórnmálanna réði ein manneskja lögum og lofum um örlög hreyfingarinnar. Hún var forsætisráðherra í næstum tvö kjörtímabil og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem leiddu að lokum til hruns flokksins og stórs hluta vinstrisins. Þetta mátti þó ekki gagnrýna því hún vissi best og var vinsæl. Henni ætti einfaldlega að treysta því hún væri svo frambærileg og flott. Gilti þá einu um hvort hún færi í samstarf við höfuðóvin vinstrisins, þar sem fylgi flokksins hrundi með tímanum og endaði í hálf ónýtum flokki. Ekki var nóg með það að flokkurinn væri að hruni kominn, heldur var trúverðugleiki vinstrisins orðinn að engu. Hverju var um að kenna? Ekki endilega einum hlut eða einum einstaklingi, en persónudýrkunin og meðvirknin spilaði sína rullu. Menning hafði sprottið upp, þar sem ekki mátti gagnrýna leiðtogann. Hún kom svo vel fyrir, var svo klár og hafði kjörþokka. Meðvirknin gerði vart við sig og áður en fólk vissi af var grasrótin hætt að skipta máli. Fólk sagði sig úr flokknum í hrönnum, en samt var engu breytt. Leiðtoginn vissi best og nauðsynlegt var að fylgja henni því hún var svo frambærileg. Svona hélt þetta áfram þar til við enduðum þar sem við erum núna. Þetta einskorðast þó ekki bara við einn flokk á vinstri vængnum. Þessi menning hefur gert vart við sig á fleiri stöðum. Þar er einnig manneskja sem ekki má gagnrýna. Hún, eins og fyrrum forsætisráðherra þykir af mörgum mjög frambærileg ásamt því að búa yfir miklum kjörþokka. Hún kemur vel fyrir og þykir klár. Mantran er sú að hún muni leiða flokkinn og vinstri hreyfinguna til glæstra tíma. Þeir sem taki ekki undir það eru sakaðir um árásir. Nú þegar viðkomandi leiðtogi hefur sparkað flokknum sínum úr húsi, fyrir að mislíka niðurstöður í lýðræðislegum kosningum gildir það einu. Það er vonda grasrótin sem hefur ekki vit á að hlusta á leiðtogann sem veit best. Þannig birtast okkur átakalínur á vinstri væng stjórnmálanna. Annars vegar er fylking sem trúir því að leiðin að betra samfélagi sé að elta eina manneskju sem veit betur en við hin. Það sé fyrir bestu að finna sjarmerandi persónu sem geti komið boðskapnum á framfæri eftir eigin höfði, en líka skilað honum betur frá sér en hinn almenni félagsmaður. Hlutverk grasrótarinnar er því að tilbiðja leiðtogann og efast ekki, því hún veit best. Hins vegar er önnur fylking sem trúir því að leiðin sé samheldni og samvinna fjöldans sem muni skila okkur í rétta átt. Það sé ekki nein ein manneskja sem sé “bjargvættur”, heldur séum það við öll í sameiningu sem séum það. Sagan sýnir að það er hættulegt að beina öllum sínum væntingum á herðar einnar manneskju. Sósíalismi á að snúast um samvinnu. Við sem heild getum áorkað ótrúlegustu hlutum. Margir heilar eru mun vitrari en einn heili. Það getur tekið tíma að stilla saman strengi okkar, en það er til lengri tíma litið mun árangursríkara að vinna hlutina sem heild í stað þess að vonast til að ný Katrín Jakobsdóttir muni “bjarga” vinstrinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er langt síðan að á vinstri væng stjórnmálanna réði ein manneskja lögum og lofum um örlög hreyfingarinnar. Hún var forsætisráðherra í næstum tvö kjörtímabil og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem leiddu að lokum til hruns flokksins og stórs hluta vinstrisins. Þetta mátti þó ekki gagnrýna því hún vissi best og var vinsæl. Henni ætti einfaldlega að treysta því hún væri svo frambærileg og flott. Gilti þá einu um hvort hún færi í samstarf við höfuðóvin vinstrisins, þar sem fylgi flokksins hrundi með tímanum og endaði í hálf ónýtum flokki. Ekki var nóg með það að flokkurinn væri að hruni kominn, heldur var trúverðugleiki vinstrisins orðinn að engu. Hverju var um að kenna? Ekki endilega einum hlut eða einum einstaklingi, en persónudýrkunin og meðvirknin spilaði sína rullu. Menning hafði sprottið upp, þar sem ekki mátti gagnrýna leiðtogann. Hún kom svo vel fyrir, var svo klár og hafði kjörþokka. Meðvirknin gerði vart við sig og áður en fólk vissi af var grasrótin hætt að skipta máli. Fólk sagði sig úr flokknum í hrönnum, en samt var engu breytt. Leiðtoginn vissi best og nauðsynlegt var að fylgja henni því hún var svo frambærileg. Svona hélt þetta áfram þar til við enduðum þar sem við erum núna. Þetta einskorðast þó ekki bara við einn flokk á vinstri vængnum. Þessi menning hefur gert vart við sig á fleiri stöðum. Þar er einnig manneskja sem ekki má gagnrýna. Hún, eins og fyrrum forsætisráðherra þykir af mörgum mjög frambærileg ásamt því að búa yfir miklum kjörþokka. Hún kemur vel fyrir og þykir klár. Mantran er sú að hún muni leiða flokkinn og vinstri hreyfinguna til glæstra tíma. Þeir sem taki ekki undir það eru sakaðir um árásir. Nú þegar viðkomandi leiðtogi hefur sparkað flokknum sínum úr húsi, fyrir að mislíka niðurstöður í lýðræðislegum kosningum gildir það einu. Það er vonda grasrótin sem hefur ekki vit á að hlusta á leiðtogann sem veit best. Þannig birtast okkur átakalínur á vinstri væng stjórnmálanna. Annars vegar er fylking sem trúir því að leiðin að betra samfélagi sé að elta eina manneskju sem veit betur en við hin. Það sé fyrir bestu að finna sjarmerandi persónu sem geti komið boðskapnum á framfæri eftir eigin höfði, en líka skilað honum betur frá sér en hinn almenni félagsmaður. Hlutverk grasrótarinnar er því að tilbiðja leiðtogann og efast ekki, því hún veit best. Hins vegar er önnur fylking sem trúir því að leiðin sé samheldni og samvinna fjöldans sem muni skila okkur í rétta átt. Það sé ekki nein ein manneskja sem sé “bjargvættur”, heldur séum það við öll í sameiningu sem séum það. Sagan sýnir að það er hættulegt að beina öllum sínum væntingum á herðar einnar manneskju. Sósíalismi á að snúast um samvinnu. Við sem heild getum áorkað ótrúlegustu hlutum. Margir heilar eru mun vitrari en einn heili. Það getur tekið tíma að stilla saman strengi okkar, en það er til lengri tíma litið mun árangursríkara að vinna hlutina sem heild í stað þess að vonast til að ný Katrín Jakobsdóttir muni “bjarga” vinstrinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun