Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 21:08 Tryggvi Snær Hlinason hefur átt frábært Evrópumót þrátt fyrir þrjá tapleiki. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni á móti heimamönnum og á allt annað hátt en í grátlega tapinu á móti Belgíu í gær Íslenska liðið kastaði frá sér sigrinum i leik tvö en í kvöld voru strákarnir allan tímann að elta sterkt pólskt lið sem nýtti sér vel að spila fyrir framan troðfulla höll. Annað naumt tap en andinn var allt öðruvísi í kringum þetta tap. Að þessu sinni gerðu strákarnir frábærlega í að vinna sig inn í leikinn með trú, baráttu og nóg af íslensku geðveikinni. Aftur munaði litlu en þetta var allt annars konar svekkelsi. Það vantaði töffaraskap í gær en að þessu sinni var nóg af töffurum í liðinu. Nú var liðið komið inn i leikinn þegar dómarar leiksins ákváðu að taka yfir leikinn og öll von fór út um verður og vind. Skotin hafa ekki verið að ganga á þessu móti og að var sérstaklega áberandi í kvöld þegar Pólverjar voru tilbúnir að fórna opnum langskotum fyrir það að þétta teiginn. Því miður tókst strákunum ekki á nýta sér það og 24 prósent þriggja stiga nýting er ekki nógu gott. Liðið var lengstum að spila vel varnarlega og þar skipti miklu máli að Ægir Þór Steinarsson var með frá fyrstu sekúndu og fékk tækifæri til að gefa tóninn. Eftir fínan fyrri hálfleik voru lokasekúndurnar aftur á móti hræðilegar og því munaði níu stigum á liðunum í hálfleik. Slæm byrjun á seinni hálfleik var annar skellur og leikurinn var farinn frá liðinu. Liðið gafst þó ekki upp og hékk í pólska liðinu. Frábær fjórði leikhluti kom liðinu aftur inn í leikinn þegar fáránleg dómgæsla kláraði leikinn. Sóknartvíeykið Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson voru slakir framan af og það er ekki hægt að ætlast til að íslenska liðið fái mikið úr leik þar sem þessir tveir eru samanlagt 3 af 14 í skotum og með átta tapaða bolta að auki. Þannig var staðan eftir þrjá fyrstu leikhlutana. Andlegi styrkur þeirra beggja að gefast ekki upp þótt á móti blæs var til mikillar fyrirmyndar og þeir enduðu báðir leikir mjög sterkt. Sannir stríðsmenn sem spila með hjartanu þótti hlutirnir séu ekki að ganga upp. Tryggvi Snær átti auðvitað frábæra spretti í þessum leik eins og hinum tveimur. Þvílíkar tröllaframmistöður leik eftir leik. Hann er í sérflokki í íslenska liðinu og er í hópi bestu leikmanna mótsins. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku strákarnir stóðu sig í kvöld. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Ægir Þór Steinarsson undirbýr eina af mörgum sendingum sínum inn á Tryggva Snæ Hlinason inn í teig.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 57 stig og 5 stoðsendingar á 28:24 mínútum (PlúsMínus: -10 Framlag: 12) Kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í mótinu og fékk það verkefni að djöflast í Bandaríkjamanninum í liði Pólverja, Jordan Loyd, sem hann gerði svo sannarlega. Í sókninni gerði hann mjög vel í að finna Tryggva og hjálpa stóra manninum inn í leikinn. Ægir tók við meiri ábyrgð fagnandi og spilaði eins og sannur leiðtogi. Hann er svo flottur í vörninni að það er ómetanlegt þegar hann skilar líka í sóknarleiknum. Elvar Már Friðriksson, bakvörður 313 stig á 25:21 mínútum (PlúsMínus: -7 Framlag: 13) Byrjaði leikinn ekki vel og var mjög lengi í gang. Hvort sem það voru meiðslanna eða ekki þá var Elvar ekki líkur sjálfum sér framan í þessum leik. Skotin voru ekki sannfærandi og hann var að tapa boltanum allt of mikið. Hann kom hins vegar rosalega öflugur inn í endurkomunni í fjórða leikhlutanum og sýndi þá andlegan styrk sinn. Martin Hermannsson, bakvörður 410 stig og 6 stoðsendingar á 32:44 mínútum (PlúsMínus: -8 Framlag: 8) Væntingarnar voru miklar til Martins fyrir mótið en meiðslin hafa greinilega tekið sinn toll á síðustu árum. Er ekki lengur alveg sami leikmaður og áður. Körfuboltagáfurnar eru enn til staðar og hann var alltaf að leita leiða til að hjálpa liðinu sínu. Skotin duttu því miður ekki og honum gengur mun verr að koma varnarmönnum úr jafnvægi sem hefur svo lengi verið hans sérgrein. Það sem var mun betra er að hann hélt alltaf áfram og fann leiðir til að skora og opna fyrir félagana. Jón Axel Guðmundsson, framherji 45 stig á 23:56 mínútum (PlúsMínus: -8 Framlag: 3) Byrjaði leikinn á löngum þrist en næstu skot á eftir gengu ekki og hann var síðan kominn í villuvandræði í fyrsta leikhluta. Tekur mikið til sín á báðum endum og lætur finna fyrir sér. Það er mikilvægt fyrir lið sem vantar oft sentimetra og kíló á mótherjanna. Hann var ekki að finna sig vel í sókninni en spilaði mjög vel í vörninni. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 521 stig á 37:15 mínútum (PlúsMínus: -7 Framlag: 32) Er að sýna öllum að hér á Evrópumótinu að hann er miðherji í allra fremstu röð. Pólverjar lokuðu vel teignum til að byrja með og Tryggvi náði ekki skoti á körfuna í upphafi leiks. Hann stimplaði sig aftur á móti inn með tveimur tröllatroðslum og það er gaman að sjá þegar Tryggvi er farinn biðja um boltann og klára vel í kringum körfuna. Tók yfir annan leikhluta og var kominn með 13 stig í hálfleik. Samvinna hans og Ægis var til fyrirmyndar. Úr vörn í sókn. Íslenska liðið búið að vinna boltann og leggur af stað í hraðaupphlaup.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Kári Jónsson, bakvörður 45 stig á 17:16 mínútum (PlúsMínus:+4 Framlag: 2) Það var gaman að sjá Kára koma svona sterkan inn. Hann hefur þurft að bíða eftir mínútunum sínum en er klár þegar kallið kemur. Kom inn með yfirvegun og útsjónarsemi. Setti niður fyrsta skotið sitt og var að búa til fyrir liðið. Kristinn Pálsson, framherji 36 stig á 14:37 mínútum (PlúsMínus: -3 Framlag: 6) Var ekki hitta vel fyrir utan í byrjun þrátt fyrir að fá nokkur opin skot en um leið og þristarnir detta stækkar hann um nokkra sentimetra og hávaðinn í íslensku áhorfendunum um tugi desíbela. Orri Gunnarsson, framherji 34 stig á 7:00 mínútum (PlúsMínus: -4 Framlag:2 ) Var frystur í Belgaleiknum og virkaði mjög stressaður þegar hann kom inn í kvöld. Góða karfa fljótlega var því mjög mikilvæg. Var síðan enn grimmari í seinni hálfleiknum og skilaði sínu. Sigtryggur Arnar Björnsson, bakvörður 10 stig á 2:47 mínútum (PlúsMínus: -4 Framlag: -2) Byrjaði á því að gefa tvö víti í lok fyrsta leikhlutans og gerði lítið annað en brjóta af sér. Átti auðvitað þennan rosalega leik á móti Pólverjum fyrir stuttu síðan en þessi leikur gat ekki verið ólíkari. Styrmir Snær Þrastarson, framherji 22 stig á 5:49 mínútum (PlúsMínus: -1 Framlag: 3) Einn af orkuboltum liðsins. Hann skilar alltaf sínu í vörninni og lausu boltanum en í sóknarleiknum er hann ekki að nýta sína tækifæri. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 22 stig á 4:51 mínútum (PlúsMínus: 3 Framlag: 0) Fékk ekki að spila fyrr en í seinni hálfleik en var fljótur að koma sér á blað með góðri körfu. Kom inn með mikla baráttu og gaman að sjá dugnaðinn þær mínútur sem hann spilaði. Craig Pedersen, þjálfari 4 Það þurfti mikið til að finna orku og trú í hópnum eftir svekkelsið í gær. Svarið var besti leikur liðsins þegar litið er á varnarleikinn. Auðvitað er það ekki á herðum þjálfarans þegar skotin detta ekki og liðið fékk vissulega góð skot í kvöld.Gerði vel í að leyfa öllum að spila og halda öllum inn í leiknum. Fann leiðir ásamt þjálfaratymi sínu að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn. Því miður fékk hann ekki tækifæri til að setja upp sigursóknir í lokin. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Sjá meira
Íslenska liðið kastaði frá sér sigrinum i leik tvö en í kvöld voru strákarnir allan tímann að elta sterkt pólskt lið sem nýtti sér vel að spila fyrir framan troðfulla höll. Annað naumt tap en andinn var allt öðruvísi í kringum þetta tap. Að þessu sinni gerðu strákarnir frábærlega í að vinna sig inn í leikinn með trú, baráttu og nóg af íslensku geðveikinni. Aftur munaði litlu en þetta var allt annars konar svekkelsi. Það vantaði töffaraskap í gær en að þessu sinni var nóg af töffurum í liðinu. Nú var liðið komið inn i leikinn þegar dómarar leiksins ákváðu að taka yfir leikinn og öll von fór út um verður og vind. Skotin hafa ekki verið að ganga á þessu móti og að var sérstaklega áberandi í kvöld þegar Pólverjar voru tilbúnir að fórna opnum langskotum fyrir það að þétta teiginn. Því miður tókst strákunum ekki á nýta sér það og 24 prósent þriggja stiga nýting er ekki nógu gott. Liðið var lengstum að spila vel varnarlega og þar skipti miklu máli að Ægir Þór Steinarsson var með frá fyrstu sekúndu og fékk tækifæri til að gefa tóninn. Eftir fínan fyrri hálfleik voru lokasekúndurnar aftur á móti hræðilegar og því munaði níu stigum á liðunum í hálfleik. Slæm byrjun á seinni hálfleik var annar skellur og leikurinn var farinn frá liðinu. Liðið gafst þó ekki upp og hékk í pólska liðinu. Frábær fjórði leikhluti kom liðinu aftur inn í leikinn þegar fáránleg dómgæsla kláraði leikinn. Sóknartvíeykið Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson voru slakir framan af og það er ekki hægt að ætlast til að íslenska liðið fái mikið úr leik þar sem þessir tveir eru samanlagt 3 af 14 í skotum og með átta tapaða bolta að auki. Þannig var staðan eftir þrjá fyrstu leikhlutana. Andlegi styrkur þeirra beggja að gefast ekki upp þótt á móti blæs var til mikillar fyrirmyndar og þeir enduðu báðir leikir mjög sterkt. Sannir stríðsmenn sem spila með hjartanu þótti hlutirnir séu ekki að ganga upp. Tryggvi Snær átti auðvitað frábæra spretti í þessum leik eins og hinum tveimur. Þvílíkar tröllaframmistöður leik eftir leik. Hann er í sérflokki í íslenska liðinu og er í hópi bestu leikmanna mótsins. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku strákarnir stóðu sig í kvöld. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Ægir Þór Steinarsson undirbýr eina af mörgum sendingum sínum inn á Tryggva Snæ Hlinason inn í teig.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 57 stig og 5 stoðsendingar á 28:24 mínútum (PlúsMínus: -10 Framlag: 12) Kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í mótinu og fékk það verkefni að djöflast í Bandaríkjamanninum í liði Pólverja, Jordan Loyd, sem hann gerði svo sannarlega. Í sókninni gerði hann mjög vel í að finna Tryggva og hjálpa stóra manninum inn í leikinn. Ægir tók við meiri ábyrgð fagnandi og spilaði eins og sannur leiðtogi. Hann er svo flottur í vörninni að það er ómetanlegt þegar hann skilar líka í sóknarleiknum. Elvar Már Friðriksson, bakvörður 313 stig á 25:21 mínútum (PlúsMínus: -7 Framlag: 13) Byrjaði leikinn ekki vel og var mjög lengi í gang. Hvort sem það voru meiðslanna eða ekki þá var Elvar ekki líkur sjálfum sér framan í þessum leik. Skotin voru ekki sannfærandi og hann var að tapa boltanum allt of mikið. Hann kom hins vegar rosalega öflugur inn í endurkomunni í fjórða leikhlutanum og sýndi þá andlegan styrk sinn. Martin Hermannsson, bakvörður 410 stig og 6 stoðsendingar á 32:44 mínútum (PlúsMínus: -8 Framlag: 8) Væntingarnar voru miklar til Martins fyrir mótið en meiðslin hafa greinilega tekið sinn toll á síðustu árum. Er ekki lengur alveg sami leikmaður og áður. Körfuboltagáfurnar eru enn til staðar og hann var alltaf að leita leiða til að hjálpa liðinu sínu. Skotin duttu því miður ekki og honum gengur mun verr að koma varnarmönnum úr jafnvægi sem hefur svo lengi verið hans sérgrein. Það sem var mun betra er að hann hélt alltaf áfram og fann leiðir til að skora og opna fyrir félagana. Jón Axel Guðmundsson, framherji 45 stig á 23:56 mínútum (PlúsMínus: -8 Framlag: 3) Byrjaði leikinn á löngum þrist en næstu skot á eftir gengu ekki og hann var síðan kominn í villuvandræði í fyrsta leikhluta. Tekur mikið til sín á báðum endum og lætur finna fyrir sér. Það er mikilvægt fyrir lið sem vantar oft sentimetra og kíló á mótherjanna. Hann var ekki að finna sig vel í sókninni en spilaði mjög vel í vörninni. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 521 stig á 37:15 mínútum (PlúsMínus: -7 Framlag: 32) Er að sýna öllum að hér á Evrópumótinu að hann er miðherji í allra fremstu röð. Pólverjar lokuðu vel teignum til að byrja með og Tryggvi náði ekki skoti á körfuna í upphafi leiks. Hann stimplaði sig aftur á móti inn með tveimur tröllatroðslum og það er gaman að sjá þegar Tryggvi er farinn biðja um boltann og klára vel í kringum körfuna. Tók yfir annan leikhluta og var kominn með 13 stig í hálfleik. Samvinna hans og Ægis var til fyrirmyndar. Úr vörn í sókn. Íslenska liðið búið að vinna boltann og leggur af stað í hraðaupphlaup.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Kári Jónsson, bakvörður 45 stig á 17:16 mínútum (PlúsMínus:+4 Framlag: 2) Það var gaman að sjá Kára koma svona sterkan inn. Hann hefur þurft að bíða eftir mínútunum sínum en er klár þegar kallið kemur. Kom inn með yfirvegun og útsjónarsemi. Setti niður fyrsta skotið sitt og var að búa til fyrir liðið. Kristinn Pálsson, framherji 36 stig á 14:37 mínútum (PlúsMínus: -3 Framlag: 6) Var ekki hitta vel fyrir utan í byrjun þrátt fyrir að fá nokkur opin skot en um leið og þristarnir detta stækkar hann um nokkra sentimetra og hávaðinn í íslensku áhorfendunum um tugi desíbela. Orri Gunnarsson, framherji 34 stig á 7:00 mínútum (PlúsMínus: -4 Framlag:2 ) Var frystur í Belgaleiknum og virkaði mjög stressaður þegar hann kom inn í kvöld. Góða karfa fljótlega var því mjög mikilvæg. Var síðan enn grimmari í seinni hálfleiknum og skilaði sínu. Sigtryggur Arnar Björnsson, bakvörður 10 stig á 2:47 mínútum (PlúsMínus: -4 Framlag: -2) Byrjaði á því að gefa tvö víti í lok fyrsta leikhlutans og gerði lítið annað en brjóta af sér. Átti auðvitað þennan rosalega leik á móti Pólverjum fyrir stuttu síðan en þessi leikur gat ekki verið ólíkari. Styrmir Snær Þrastarson, framherji 22 stig á 5:49 mínútum (PlúsMínus: -1 Framlag: 3) Einn af orkuboltum liðsins. Hann skilar alltaf sínu í vörninni og lausu boltanum en í sóknarleiknum er hann ekki að nýta sína tækifæri. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 22 stig á 4:51 mínútum (PlúsMínus: 3 Framlag: 0) Fékk ekki að spila fyrr en í seinni hálfleik en var fljótur að koma sér á blað með góðri körfu. Kom inn með mikla baráttu og gaman að sjá dugnaðinn þær mínútur sem hann spilaði. Craig Pedersen, þjálfari 4 Það þurfti mikið til að finna orku og trú í hópnum eftir svekkelsið í gær. Svarið var besti leikur liðsins þegar litið er á varnarleikinn. Auðvitað er það ekki á herðum þjálfarans þegar skotin detta ekki og liðið fékk vissulega góð skot í kvöld.Gerði vel í að leyfa öllum að spila og halda öllum inn í leiknum. Fann leiðir ásamt þjálfaratymi sínu að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn. Því miður fékk hann ekki tækifæri til að setja upp sigursóknir í lokin.
Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Sjá meira