Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 11:32 Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Slíkt orðafar hljómar í mínum eyrum eins og öfuguggi er hann þröngvar sér upp á grandalaust fórnarlambið, „andaðu rólega" elskan þá verður þetta ekki eins vont. Á meðan liggjum við hér á maganum ofan á skítugri umhverfishamfarasæng og reynum að harka af okkur. Við bændur og veiðirétthafar hrópum og köllum á hjálp en ráðamenn þjóðarinnar kjósa að leiða það hjá sér. Þykjast ekki heyra eða sjá ofbeldisverkið sem framið er í viðurvist allra. Ef þeir neyðast til að viðurkenna það þá tala þeir það niður. Við erum bara eins og hver önnur drusla og báðum bara líklegast um þetta með að mæta í of stuttu pilsi á skólaballið. En þessi málflutningur Heiðrúnar stenst enga skoðun þegar reynsla annarra þjóða er tekin til greina – og þegar við sjáum hvað þegar er að gerast hér á landi. Það er einfaldlega rangt að gera lítið úr hættunni með því að tala um „takmarkaða æxlunarhæfni“ eldislaxa. Ef hættan væri hverfandi, hvernig stendur á því að yfir 70% norskra laxastofna bera merki erfðablöndunar og margir þeirra hreinlega á barmi hruns? Eldislaxinn gengur í árnar í einum tilgangi – að hrygna – og það mun hann gera, óháð því hvort framkvæmdastjóri SFS kýs að tala hættuna niður. Heiðrún vísar í áhættumat Hafrannsóknastofnunar eins og það sé óyggjandi vísindi. En Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta mat standist ekki varúðarnálgun og sé haldið verulegum ágöllum. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að sópa undir teppið. Áhættumatið hefur ítrekað brugðist: það sem átti ekki að geta gerst samkvæmt því – hefur þegar gerst, og það oftar en einu sinni. Þegar SFS talar um ábyrgð, hefði maður haldið að hún fælist fyrst og fremst í því að halda lög og reglur. En eftirlit síðustu ára sýnir hið gagnstæða: fiskeldisfyrirtæki hafa ítrekað farið fram úr heimildum sínum, hunsað skýrslugjöf og jafnvel sett seiði í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta eru ekki „mistök“ – þetta er markviss vanræksla dulbúin sem mistök. Þetta eru áþreifanleg dæmi um síendurtekin brot. Þetta er skipulagt og viðvarandi hirðuleysi. Að tala um „að læra af reynslunni“ hljómar vel á blaði, en á meðan stöðug brot eiga sér stað, þá er ljóst að hagsmunaðilum er sléttsama um þennan skólabekk eða að læra nokkuð. Þar er enginn raunverulegur vilji til að gera betur. Það er rétt að við þurfum opna umræðu og gagnsæi. En sú umræða getur ekki byggst á því að tala yfir bændur, landeigendur og almenning eins og áhyggjur okkar séu byggðar á misskilningi. Við sem búum á árbökkunum sjáum öll hvað er að gerast í ánum, við finnum afleiðingarnar á eigin lífsviðurværi. Að segja okkur að „anda rólega“ er því ekkert annað en lítilsvirðing. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi okkar. Við munum því augljóslega ekki anda rólega á meðan villti íslenski laxastofninn stendur frammi fyrir sömu örlögum og sá norski. Við viljum ekki verða seinni tíma dæmisaga um hvernig hagsmunir fáeinna gengu framar vernd náttúrunnar. Það er kominn tími til að snúa þessari umræðu við. Ekki með því að tala áhyggjurnar niður – heldur með því að viðurkenna vandann, endurmeta og afturkalla starfsleyfi, setja raunverulegar varnir og tryggja að framtíð villta laxins og náttúrunnar verði ekki fórnað fyrir skammtímahagnað. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Sjókvíaeldi Fiskeldi Atvinnurekendur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Slíkt orðafar hljómar í mínum eyrum eins og öfuguggi er hann þröngvar sér upp á grandalaust fórnarlambið, „andaðu rólega" elskan þá verður þetta ekki eins vont. Á meðan liggjum við hér á maganum ofan á skítugri umhverfishamfarasæng og reynum að harka af okkur. Við bændur og veiðirétthafar hrópum og köllum á hjálp en ráðamenn þjóðarinnar kjósa að leiða það hjá sér. Þykjast ekki heyra eða sjá ofbeldisverkið sem framið er í viðurvist allra. Ef þeir neyðast til að viðurkenna það þá tala þeir það niður. Við erum bara eins og hver önnur drusla og báðum bara líklegast um þetta með að mæta í of stuttu pilsi á skólaballið. En þessi málflutningur Heiðrúnar stenst enga skoðun þegar reynsla annarra þjóða er tekin til greina – og þegar við sjáum hvað þegar er að gerast hér á landi. Það er einfaldlega rangt að gera lítið úr hættunni með því að tala um „takmarkaða æxlunarhæfni“ eldislaxa. Ef hættan væri hverfandi, hvernig stendur á því að yfir 70% norskra laxastofna bera merki erfðablöndunar og margir þeirra hreinlega á barmi hruns? Eldislaxinn gengur í árnar í einum tilgangi – að hrygna – og það mun hann gera, óháð því hvort framkvæmdastjóri SFS kýs að tala hættuna niður. Heiðrún vísar í áhættumat Hafrannsóknastofnunar eins og það sé óyggjandi vísindi. En Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta mat standist ekki varúðarnálgun og sé haldið verulegum ágöllum. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að sópa undir teppið. Áhættumatið hefur ítrekað brugðist: það sem átti ekki að geta gerst samkvæmt því – hefur þegar gerst, og það oftar en einu sinni. Þegar SFS talar um ábyrgð, hefði maður haldið að hún fælist fyrst og fremst í því að halda lög og reglur. En eftirlit síðustu ára sýnir hið gagnstæða: fiskeldisfyrirtæki hafa ítrekað farið fram úr heimildum sínum, hunsað skýrslugjöf og jafnvel sett seiði í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta eru ekki „mistök“ – þetta er markviss vanræksla dulbúin sem mistök. Þetta eru áþreifanleg dæmi um síendurtekin brot. Þetta er skipulagt og viðvarandi hirðuleysi. Að tala um „að læra af reynslunni“ hljómar vel á blaði, en á meðan stöðug brot eiga sér stað, þá er ljóst að hagsmunaðilum er sléttsama um þennan skólabekk eða að læra nokkuð. Þar er enginn raunverulegur vilji til að gera betur. Það er rétt að við þurfum opna umræðu og gagnsæi. En sú umræða getur ekki byggst á því að tala yfir bændur, landeigendur og almenning eins og áhyggjur okkar séu byggðar á misskilningi. Við sem búum á árbökkunum sjáum öll hvað er að gerast í ánum, við finnum afleiðingarnar á eigin lífsviðurværi. Að segja okkur að „anda rólega“ er því ekkert annað en lítilsvirðing. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi okkar. Við munum því augljóslega ekki anda rólega á meðan villti íslenski laxastofninn stendur frammi fyrir sömu örlögum og sá norski. Við viljum ekki verða seinni tíma dæmisaga um hvernig hagsmunir fáeinna gengu framar vernd náttúrunnar. Það er kominn tími til að snúa þessari umræðu við. Ekki með því að tala áhyggjurnar niður – heldur með því að viðurkenna vandann, endurmeta og afturkalla starfsleyfi, setja raunverulegar varnir og tryggja að framtíð villta laxins og náttúrunnar verði ekki fórnað fyrir skammtímahagnað. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar