Sante fer í hart við Heinemann Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 18:05 Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sante, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum Sante, Elíasi Blöndal Guðjónssyni og Arnari Sigurðssyni. Í tilkynningunni segir að áfengissala Fríhafnarinnar hafi verið ríkiseinkasala. „Þrátt fyrir þetta hefur Heinemann, einkarekið fyrirtæki, nú gert samning við opinbera hlutafélagið Isavia um rekstur hefðbundinnar smásölu á áfengi á Keflavíkurflugvelli. Slíkur rekstur hefur enga lagastoð. Tollalög fjalla um rekstur tollfrjálsra verslana og hvaða vörur megi selja þar en fela ekki í sér undanþágu frá einkarétti hins opinbera til smásölu á áfengi. Löggjafinn hefur aldrei tekið til umræðu, hvað þá samþykkt, að heimila einkaaðilum að reka smásöluverslanir með áfengi,“ segir í tilkynningunni. Elías og Arnar vilja meina að lögum hafi verið beitt með mismunandi hætti gagnvart þeim sem eiga í hlut. „Aðrir sem reynt hafa að starfrækja löglega netverslun með áfengi hafa þurft að sitja undir rannsókn lögreglu og eiga nú yfir höfði sér ákæru. Á sama tíma hefur Heinemann fengið að reka sína starfsemi án afskipta þrátt fyrir að um sé að ræða augljóst lögbrot, í skjóli samnings við opinbert hlutafélag,“ segja þeir. „Þetta jafngildir því að stjórnvöld hafi í framkvæmd afnumið einokun hins opinbera á smásölu á áfengi, en aðeins fyrir einn einkaaðila – Heinemann. Með þessu er komið á tvöföldu réttarkerfi þar sem einn aðili fær undanþágu sem öðrum er meinuð.“ Elías og Arnar segja að umrædd áfengissala Heinemann væri eins og ef einkaaðili í Reykjavík fengi að opna vínbúð og selja áfengi „í krafti leyfis sem stangast á við lög“ meðan öðrum væri umsvifalaust gert að loka. „Enginn myndi sætta sig við slíkt misræmi, hvorki almenningur né aðrir atvinnurekendur. Sömu lög gilda á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík.“ Netverslun með áfengi Áfengi Isavia Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum Sante, Elíasi Blöndal Guðjónssyni og Arnari Sigurðssyni. Í tilkynningunni segir að áfengissala Fríhafnarinnar hafi verið ríkiseinkasala. „Þrátt fyrir þetta hefur Heinemann, einkarekið fyrirtæki, nú gert samning við opinbera hlutafélagið Isavia um rekstur hefðbundinnar smásölu á áfengi á Keflavíkurflugvelli. Slíkur rekstur hefur enga lagastoð. Tollalög fjalla um rekstur tollfrjálsra verslana og hvaða vörur megi selja þar en fela ekki í sér undanþágu frá einkarétti hins opinbera til smásölu á áfengi. Löggjafinn hefur aldrei tekið til umræðu, hvað þá samþykkt, að heimila einkaaðilum að reka smásöluverslanir með áfengi,“ segir í tilkynningunni. Elías og Arnar vilja meina að lögum hafi verið beitt með mismunandi hætti gagnvart þeim sem eiga í hlut. „Aðrir sem reynt hafa að starfrækja löglega netverslun með áfengi hafa þurft að sitja undir rannsókn lögreglu og eiga nú yfir höfði sér ákæru. Á sama tíma hefur Heinemann fengið að reka sína starfsemi án afskipta þrátt fyrir að um sé að ræða augljóst lögbrot, í skjóli samnings við opinbert hlutafélag,“ segja þeir. „Þetta jafngildir því að stjórnvöld hafi í framkvæmd afnumið einokun hins opinbera á smásölu á áfengi, en aðeins fyrir einn einkaaðila – Heinemann. Með þessu er komið á tvöföldu réttarkerfi þar sem einn aðili fær undanþágu sem öðrum er meinuð.“ Elías og Arnar segja að umrædd áfengissala Heinemann væri eins og ef einkaaðili í Reykjavík fengi að opna vínbúð og selja áfengi „í krafti leyfis sem stangast á við lög“ meðan öðrum væri umsvifalaust gert að loka. „Enginn myndi sætta sig við slíkt misræmi, hvorki almenningur né aðrir atvinnurekendur. Sömu lög gilda á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík.“
Netverslun með áfengi Áfengi Isavia Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira