Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar 18. ágúst 2025 09:01 Pétur Heimisson viðraði skoðun sína á ástandinu á Gaza hér á vefnum þann 11.08. s.l., þar sem honum sem fleirum ofbýður Helförin endurtekin, og telur hann út í hött að undirrót alls þessa byggi á fráleitri túlkun á eldgömlum texta (í Gamla testamentinu). Hér er átt við Fyrstu Mósebók, upphaf 12. kaflans, þar sem Drottinn segir við Abraham, forföður Ísraels og araba: „Og ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim er þér formælir.“ Hinn kristni, vestræni heimur vitnar í þennan texta á þennan hátt. Hins vegar, þá er hér meira en sem er sleppt: „....og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sem sagt, út frá Abr(ah)am áttu allar (áh. mín) ættkvíslir jarðarinnar að njóta blessunar Guðs, ekki Ísraelsríkið eitt og sér. Þessari blessun er t.d. nánar lýst í Fyrstu Mósebók, 15. kafla,18. versi: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi (gr. spermati, (eintala)) gef ég þetta land, frá Egiptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat.....“, en þetta landsvæði svarar til Edens sem lýst er í upphafi Fyrstu Mósebókar. Það sem átt er við hér, þótt ævafornt sé, er að út frá Abraham kæmi Jesús Kristur/Messías, þ.e. afkomandinn/sæðið, og að tala þeirra sem meðtækju frelsun hans yrði sem sandur á sjávarströnd. Hér er í engu átt við Ísraelsríkið sem sérvalda þjóð Guðs, og er skelfilegt til þess að hugsa að góður hluti kristinnar, vestrænnar menningar telur það sína guðlegu skyldu að samþykkja allar gjörðir Ísraels án nokkurns fyrirvara, svo sem við erum vitni að í dag. Ted Cruz, fyrrv. forsetaframbjóðandi og án efa þungavigtarmaður í amerískum stjórnmálum, situr á Bandaríkjaþingi. Hann sat fyrir svörum í The Tucker Carlson Show fyrir nokkru um það hvort hinir kristnu ættu að styðja Ísrael (Should Christians Support Israel?). Ted vitnar þar í þá heilögu skyldu sína, svo sem honum var kennt í sunnudagaskólanum í sínu kristilega uppeldi, að styðja Ísrael umyrðalaust, sbr. hér að ofan, en hann mundi reyndar ekki hvar þetta er skráð. Þessi hugmyndafræði teygir sig upp alla valdastiga voldugra vestrænna þjóða. Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hver kunni að vera hinn trúarlegi bakgrunnur valdhafanna á Alþingi Íslendinga. Er mögulegt að stjórnkerfið líti á Ísrael sem útvalda þjóð Guðs, ekki síst Utanríkisráðuneytið? Er stjónkerfið sammála fyrrv. forseta BNA, George W. Bush yngri, sem lýsti því yfir í viðtali í sinni valdatíð að viðnám gegn Ísrael jafngilti mótstöðu gegn Guði og að slíkt væri glórulaust. Það er ekki sjálfgefið að ævaforn texti sé fyrir þær sakir fráleitur. Það hlýtur hins vegar að vera á valdi hvers og eins að vega og meta hið ritaða orð, ekki síst í málum er varða guðfræðina. Þar í hvílir ábyrgð hvers og eins. Orð hafa sínar afleiðingar. Hugmyndir hafa einnig sínar afleiðingar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Pétur Heimisson viðraði skoðun sína á ástandinu á Gaza hér á vefnum þann 11.08. s.l., þar sem honum sem fleirum ofbýður Helförin endurtekin, og telur hann út í hött að undirrót alls þessa byggi á fráleitri túlkun á eldgömlum texta (í Gamla testamentinu). Hér er átt við Fyrstu Mósebók, upphaf 12. kaflans, þar sem Drottinn segir við Abraham, forföður Ísraels og araba: „Og ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim er þér formælir.“ Hinn kristni, vestræni heimur vitnar í þennan texta á þennan hátt. Hins vegar, þá er hér meira en sem er sleppt: „....og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sem sagt, út frá Abr(ah)am áttu allar (áh. mín) ættkvíslir jarðarinnar að njóta blessunar Guðs, ekki Ísraelsríkið eitt og sér. Þessari blessun er t.d. nánar lýst í Fyrstu Mósebók, 15. kafla,18. versi: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi (gr. spermati, (eintala)) gef ég þetta land, frá Egiptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat.....“, en þetta landsvæði svarar til Edens sem lýst er í upphafi Fyrstu Mósebókar. Það sem átt er við hér, þótt ævafornt sé, er að út frá Abraham kæmi Jesús Kristur/Messías, þ.e. afkomandinn/sæðið, og að tala þeirra sem meðtækju frelsun hans yrði sem sandur á sjávarströnd. Hér er í engu átt við Ísraelsríkið sem sérvalda þjóð Guðs, og er skelfilegt til þess að hugsa að góður hluti kristinnar, vestrænnar menningar telur það sína guðlegu skyldu að samþykkja allar gjörðir Ísraels án nokkurns fyrirvara, svo sem við erum vitni að í dag. Ted Cruz, fyrrv. forsetaframbjóðandi og án efa þungavigtarmaður í amerískum stjórnmálum, situr á Bandaríkjaþingi. Hann sat fyrir svörum í The Tucker Carlson Show fyrir nokkru um það hvort hinir kristnu ættu að styðja Ísrael (Should Christians Support Israel?). Ted vitnar þar í þá heilögu skyldu sína, svo sem honum var kennt í sunnudagaskólanum í sínu kristilega uppeldi, að styðja Ísrael umyrðalaust, sbr. hér að ofan, en hann mundi reyndar ekki hvar þetta er skráð. Þessi hugmyndafræði teygir sig upp alla valdastiga voldugra vestrænna þjóða. Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hver kunni að vera hinn trúarlegi bakgrunnur valdhafanna á Alþingi Íslendinga. Er mögulegt að stjórnkerfið líti á Ísrael sem útvalda þjóð Guðs, ekki síst Utanríkisráðuneytið? Er stjónkerfið sammála fyrrv. forseta BNA, George W. Bush yngri, sem lýsti því yfir í viðtali í sinni valdatíð að viðnám gegn Ísrael jafngilti mótstöðu gegn Guði og að slíkt væri glórulaust. Það er ekki sjálfgefið að ævaforn texti sé fyrir þær sakir fráleitur. Það hlýtur hins vegar að vera á valdi hvers og eins að vega og meta hið ritaða orð, ekki síst í málum er varða guðfræðina. Þar í hvílir ábyrgð hvers og eins. Orð hafa sínar afleiðingar. Hugmyndir hafa einnig sínar afleiðingar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar