Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar 18. ágúst 2025 09:01 Pétur Heimisson viðraði skoðun sína á ástandinu á Gaza hér á vefnum þann 11.08. s.l., þar sem honum sem fleirum ofbýður Helförin endurtekin, og telur hann út í hött að undirrót alls þessa byggi á fráleitri túlkun á eldgömlum texta (í Gamla testamentinu). Hér er átt við Fyrstu Mósebók, upphaf 12. kaflans, þar sem Drottinn segir við Abraham, forföður Ísraels og araba: „Og ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim er þér formælir.“ Hinn kristni, vestræni heimur vitnar í þennan texta á þennan hátt. Hins vegar, þá er hér meira en sem er sleppt: „....og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sem sagt, út frá Abr(ah)am áttu allar (áh. mín) ættkvíslir jarðarinnar að njóta blessunar Guðs, ekki Ísraelsríkið eitt og sér. Þessari blessun er t.d. nánar lýst í Fyrstu Mósebók, 15. kafla,18. versi: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi (gr. spermati, (eintala)) gef ég þetta land, frá Egiptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat.....“, en þetta landsvæði svarar til Edens sem lýst er í upphafi Fyrstu Mósebókar. Það sem átt er við hér, þótt ævafornt sé, er að út frá Abraham kæmi Jesús Kristur/Messías, þ.e. afkomandinn/sæðið, og að tala þeirra sem meðtækju frelsun hans yrði sem sandur á sjávarströnd. Hér er í engu átt við Ísraelsríkið sem sérvalda þjóð Guðs, og er skelfilegt til þess að hugsa að góður hluti kristinnar, vestrænnar menningar telur það sína guðlegu skyldu að samþykkja allar gjörðir Ísraels án nokkurns fyrirvara, svo sem við erum vitni að í dag. Ted Cruz, fyrrv. forsetaframbjóðandi og án efa þungavigtarmaður í amerískum stjórnmálum, situr á Bandaríkjaþingi. Hann sat fyrir svörum í The Tucker Carlson Show fyrir nokkru um það hvort hinir kristnu ættu að styðja Ísrael (Should Christians Support Israel?). Ted vitnar þar í þá heilögu skyldu sína, svo sem honum var kennt í sunnudagaskólanum í sínu kristilega uppeldi, að styðja Ísrael umyrðalaust, sbr. hér að ofan, en hann mundi reyndar ekki hvar þetta er skráð. Þessi hugmyndafræði teygir sig upp alla valdastiga voldugra vestrænna þjóða. Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hver kunni að vera hinn trúarlegi bakgrunnur valdhafanna á Alþingi Íslendinga. Er mögulegt að stjórnkerfið líti á Ísrael sem útvalda þjóð Guðs, ekki síst Utanríkisráðuneytið? Er stjónkerfið sammála fyrrv. forseta BNA, George W. Bush yngri, sem lýsti því yfir í viðtali í sinni valdatíð að viðnám gegn Ísrael jafngilti mótstöðu gegn Guði og að slíkt væri glórulaust. Það er ekki sjálfgefið að ævaforn texti sé fyrir þær sakir fráleitur. Það hlýtur hins vegar að vera á valdi hvers og eins að vega og meta hið ritaða orð, ekki síst í málum er varða guðfræðina. Þar í hvílir ábyrgð hvers og eins. Orð hafa sínar afleiðingar. Hugmyndir hafa einnig sínar afleiðingar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Pétur Heimisson viðraði skoðun sína á ástandinu á Gaza hér á vefnum þann 11.08. s.l., þar sem honum sem fleirum ofbýður Helförin endurtekin, og telur hann út í hött að undirrót alls þessa byggi á fráleitri túlkun á eldgömlum texta (í Gamla testamentinu). Hér er átt við Fyrstu Mósebók, upphaf 12. kaflans, þar sem Drottinn segir við Abraham, forföður Ísraels og araba: „Og ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim er þér formælir.“ Hinn kristni, vestræni heimur vitnar í þennan texta á þennan hátt. Hins vegar, þá er hér meira en sem er sleppt: „....og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sem sagt, út frá Abr(ah)am áttu allar (áh. mín) ættkvíslir jarðarinnar að njóta blessunar Guðs, ekki Ísraelsríkið eitt og sér. Þessari blessun er t.d. nánar lýst í Fyrstu Mósebók, 15. kafla,18. versi: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi (gr. spermati, (eintala)) gef ég þetta land, frá Egiptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat.....“, en þetta landsvæði svarar til Edens sem lýst er í upphafi Fyrstu Mósebókar. Það sem átt er við hér, þótt ævafornt sé, er að út frá Abraham kæmi Jesús Kristur/Messías, þ.e. afkomandinn/sæðið, og að tala þeirra sem meðtækju frelsun hans yrði sem sandur á sjávarströnd. Hér er í engu átt við Ísraelsríkið sem sérvalda þjóð Guðs, og er skelfilegt til þess að hugsa að góður hluti kristinnar, vestrænnar menningar telur það sína guðlegu skyldu að samþykkja allar gjörðir Ísraels án nokkurns fyrirvara, svo sem við erum vitni að í dag. Ted Cruz, fyrrv. forsetaframbjóðandi og án efa þungavigtarmaður í amerískum stjórnmálum, situr á Bandaríkjaþingi. Hann sat fyrir svörum í The Tucker Carlson Show fyrir nokkru um það hvort hinir kristnu ættu að styðja Ísrael (Should Christians Support Israel?). Ted vitnar þar í þá heilögu skyldu sína, svo sem honum var kennt í sunnudagaskólanum í sínu kristilega uppeldi, að styðja Ísrael umyrðalaust, sbr. hér að ofan, en hann mundi reyndar ekki hvar þetta er skráð. Þessi hugmyndafræði teygir sig upp alla valdastiga voldugra vestrænna þjóða. Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hver kunni að vera hinn trúarlegi bakgrunnur valdhafanna á Alþingi Íslendinga. Er mögulegt að stjórnkerfið líti á Ísrael sem útvalda þjóð Guðs, ekki síst Utanríkisráðuneytið? Er stjónkerfið sammála fyrrv. forseta BNA, George W. Bush yngri, sem lýsti því yfir í viðtali í sinni valdatíð að viðnám gegn Ísrael jafngilti mótstöðu gegn Guði og að slíkt væri glórulaust. Það er ekki sjálfgefið að ævaforn texti sé fyrir þær sakir fráleitur. Það hlýtur hins vegar að vera á valdi hvers og eins að vega og meta hið ritaða orð, ekki síst í málum er varða guðfræðina. Þar í hvílir ábyrgð hvers og eins. Orð hafa sínar afleiðingar. Hugmyndir hafa einnig sínar afleiðingar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun