Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 08:00 Scottie Scheffler fagnaði sigrinum með son sinn í fanginu. Getty/Kevin C. Cox Scottie Scheffler átti stórkostlega vippu á næstsíðustu holunni á BMW meistaramótinu í golfi í gær og tryggði sér í kjölfarið fimmta sigurinn á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili. Skotinn Robert MacIntyre var hins vegar vægast sagt fúll eftir að hafa endað í 2. sæti. MacIntyre virtist í góðri stöðu fyrir lokahringinn í gær en fékk þrjá skolla á fyrstu fimm holunum og aðeins einn fugl á öllum hringnum. Scheffler náði forystunni á sjöundu holu og endaði mótið samtals á -15 höggum, tveimur á undan MacIntyre, ekki síst vegna vippuhöggsins magnaða á 17. braut þar sem boltinn var um tólf sekúndur að rúlla beint ofan í holuna. SCOTTIE SCHEFFLER IS HIM! 😱 pic.twitter.com/hA7UJmFlAw— GOLF.com (@GOLF_com) August 17, 2025 Stjörnur á borð við LeBron James og Patrick Mahomes kepptust við að dásama Scheffler eftir höggið og aðdáendur sögðu engan hafa sýnt svona yfirburði síðan Tiger Woods var upp á sitt besta. „Þetta leit út vel þegar boltinn lenti, leit vel út þegar hann rúllaði og það var gott að sjá hann fara ofan í,“ sagði Scheffler eftir mótið. Á meðan var MacIntyre brjálaður yfir því hvernig fór hjá honum á lokahringnum. “Right now, I want to go smash up my golf clubs to be honest with you.”Robert MacIntyre was right in the mix until the end despite not having his best game. He expressed some frustration with the round during his post round press conference. pic.twitter.com/B2NeXgjelI— GOLF.com (@GOLF_com) August 18, 2025 „Ég átti alveg hryllilega byrjun,“ sagði MacIntyre sem endaði á að leika hringinn á þremur höggum yfir pari. „Mér leið svo vel fyrir daginn. Ég bjóst aldrei við því að ég yrði yfir pari. Ég hélt að ég kæmi út á völlinn og myndi standa mig eins og ég hef gert síðustu daga,“ sagði Skotinn sem var einnig spurður hvað hann gæti bætt til að standa sig enn betur: „Ég hef ekki hugmynd. Núna langar mig bara að fara og mölbrjóta kylfurnar mínar,“ sagði MacIntyre. Golf Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira
MacIntyre virtist í góðri stöðu fyrir lokahringinn í gær en fékk þrjá skolla á fyrstu fimm holunum og aðeins einn fugl á öllum hringnum. Scheffler náði forystunni á sjöundu holu og endaði mótið samtals á -15 höggum, tveimur á undan MacIntyre, ekki síst vegna vippuhöggsins magnaða á 17. braut þar sem boltinn var um tólf sekúndur að rúlla beint ofan í holuna. SCOTTIE SCHEFFLER IS HIM! 😱 pic.twitter.com/hA7UJmFlAw— GOLF.com (@GOLF_com) August 17, 2025 Stjörnur á borð við LeBron James og Patrick Mahomes kepptust við að dásama Scheffler eftir höggið og aðdáendur sögðu engan hafa sýnt svona yfirburði síðan Tiger Woods var upp á sitt besta. „Þetta leit út vel þegar boltinn lenti, leit vel út þegar hann rúllaði og það var gott að sjá hann fara ofan í,“ sagði Scheffler eftir mótið. Á meðan var MacIntyre brjálaður yfir því hvernig fór hjá honum á lokahringnum. “Right now, I want to go smash up my golf clubs to be honest with you.”Robert MacIntyre was right in the mix until the end despite not having his best game. He expressed some frustration with the round during his post round press conference. pic.twitter.com/B2NeXgjelI— GOLF.com (@GOLF_com) August 18, 2025 „Ég átti alveg hryllilega byrjun,“ sagði MacIntyre sem endaði á að leika hringinn á þremur höggum yfir pari. „Mér leið svo vel fyrir daginn. Ég bjóst aldrei við því að ég yrði yfir pari. Ég hélt að ég kæmi út á völlinn og myndi standa mig eins og ég hef gert síðustu daga,“ sagði Skotinn sem var einnig spurður hvað hann gæti bætt til að standa sig enn betur: „Ég hef ekki hugmynd. Núna langar mig bara að fara og mölbrjóta kylfurnar mínar,“ sagði MacIntyre.
Golf Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira