Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2025 16:19 Heiðar Snær Bjarnason fagnar hér draumahöggi sínu i dag. Skjámynd/RÚV Heiðar Snær Bjarnason átti líklegast högg dagsins á Íslandsmótinu í golfi sem stendur nú yfir á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Heiðar náði nefnilega að fara holu í höggi á sautjándu holunni. Hann var á þriðja hring mótsins og hann náði þessu draumahöggi sínu þegar Ríkissjónvarpið var að sýna högg hans í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Heiðar var búinn að fá tvo skolla í röð og alls átta skolla á hringnum þegar kom að næstsíðustu holu hringsins. Erfiður hringur en verður alltaf sætur í minningunni hjá honum eftir svona ógleymanlegt högg. Heiðar Snær er 21 árs gamall og úr Golfklúbbnum á Selfossi. Þetta er í þriðja sinn sem hann fer holu í höggi á ferlinum en hann notaði sexjárn. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega högg. Þarna, svona er þetta gert! Heiðar Snær Bjarnason með holu í höggi á 17. holu á Íslandsmótinu í golfi⛳ pic.twitter.com/ulonMYL62i— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 9, 2025 Heiðar var á átta yfir pari eftir ásinn sinn. Sautjánda holan er 187 metrar og par þrjú hola. Heiðar náði frábæru höggi á móti vindinum beint á holu og kúlan fór beint ofan. „Fullkomið högg,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, sem er að lýsa Íslandsmótinu i sjónvarpinu. „Aldrei spurning. Þvílíkt golfhögg hjá Heiðari Snæ,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, sem lýsir með honum. „Líklega er þetta í fyrsta sinn sem við sjáum holu í höggi í beinni útsendingu,“ sagði Jón Júlíus. „Hér fyrir neðan má sjá lýsingu á sautjándu holunni á heimasíðu klúbbsins. Hvaleyrarklettar Sjórinn tekur glaður á móti öllum boltum sem fara vinstra megin við flöt hér. Flötin er löng og hallar að sjónum þannig að miðið er á hægri helming flatarinnar og láta landslagið bera boltann að holu. Hér skiptir vindátt öllu máli og getur breytt kylfuvalinu talsvert á milli daga eftir hvaðan blæs. Flötin er um 45 metrar að lengd og því skiptir lengdarstjórnun í púttunum miklu máli hér. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Heiðar náði nefnilega að fara holu í höggi á sautjándu holunni. Hann var á þriðja hring mótsins og hann náði þessu draumahöggi sínu þegar Ríkissjónvarpið var að sýna högg hans í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Heiðar var búinn að fá tvo skolla í röð og alls átta skolla á hringnum þegar kom að næstsíðustu holu hringsins. Erfiður hringur en verður alltaf sætur í minningunni hjá honum eftir svona ógleymanlegt högg. Heiðar Snær er 21 árs gamall og úr Golfklúbbnum á Selfossi. Þetta er í þriðja sinn sem hann fer holu í höggi á ferlinum en hann notaði sexjárn. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega högg. Þarna, svona er þetta gert! Heiðar Snær Bjarnason með holu í höggi á 17. holu á Íslandsmótinu í golfi⛳ pic.twitter.com/ulonMYL62i— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 9, 2025 Heiðar var á átta yfir pari eftir ásinn sinn. Sautjánda holan er 187 metrar og par þrjú hola. Heiðar náði frábæru höggi á móti vindinum beint á holu og kúlan fór beint ofan. „Fullkomið högg,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, sem er að lýsa Íslandsmótinu i sjónvarpinu. „Aldrei spurning. Þvílíkt golfhögg hjá Heiðari Snæ,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, sem lýsir með honum. „Líklega er þetta í fyrsta sinn sem við sjáum holu í höggi í beinni útsendingu,“ sagði Jón Júlíus. „Hér fyrir neðan má sjá lýsingu á sautjándu holunni á heimasíðu klúbbsins. Hvaleyrarklettar Sjórinn tekur glaður á móti öllum boltum sem fara vinstra megin við flöt hér. Flötin er löng og hallar að sjónum þannig að miðið er á hægri helming flatarinnar og láta landslagið bera boltann að holu. Hér skiptir vindátt öllu máli og getur breytt kylfuvalinu talsvert á milli daga eftir hvaðan blæs. Flötin er um 45 metrar að lengd og því skiptir lengdarstjórnun í púttunum miklu máli hér.
Hvaleyrarklettar Sjórinn tekur glaður á móti öllum boltum sem fara vinstra megin við flöt hér. Flötin er löng og hallar að sjónum þannig að miðið er á hægri helming flatarinnar og láta landslagið bera boltann að holu. Hér skiptir vindátt öllu máli og getur breytt kylfuvalinu talsvert á milli daga eftir hvaðan blæs. Flötin er um 45 metrar að lengd og því skiptir lengdarstjórnun í púttunum miklu máli hér.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira