Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 12:00 Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Það er eðlilegt að finna fyrir tímabundnum einmanaleika, en þegar hann verður langvarandi getur hann haft alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli langvarandi einmanaleika og ýmissa kvilla eins og kvíða, þunglyndis og jafnvel hjarta- og æðasjúkdóma. Góðu fréttirnar eru þær að það eru til ýmsar leiðir til að sporna við einmanaleika, til dæmis með því að taka þátt í félagsstarfi, áhugamálum, sjálfboðaliðastarfi eða jafnvel námskeiðum sem efla félagsfærni. Rannsóknir sýna að regluleg þátttaka í félagsstarfi getur aukið vellíðan og dregið úr einmanaleika. En hvað ef við upplifun einmanaleika þrátt fyrir að vera umkringd öðru fólki? Við getum til dæmis verið hluti af hópi og haft virkt félagslíf en samt upplifað ákveðna fjarlægð eða að tengslin séu yfirborðskennd. Ein ástæða fyrir því getur verið sú að við sýnum ekki okkar raunverulega hliðar, skoðanir eða langanir vegna hræðslu við höfnun. En þá er hættan sú að við myndum ekki raunveruleg og djúp tengsl við fólkið í kringum okkur, sem getur leitt til þess að við upplifum einmanaleika, jafnvel þegar við erum í félagsskap. Ef þú kannast við þetta getur þú byrjað á litlum, en áhrifaríkum skrefum, eins og að prófa að tjá skoðanir eða langanir í öruggum aðstæðum, við fólk sem þú treystir. Slík einlægni styrkir tengslin og stuðlar að losun oxytósíns, hormóns sem eykur vellíðan og bætir tengslamyndun. Önnur ástæða fyrir því að við getum upplifað einmanaleika þrátt fyrir nægan félagsskap er sú að við finnum ekki fyrir ró og öryggi í eigin nærveru. Það geta verið margar ástæður fyrir því en ein leiðin til þess að vinna með þetta er að gefa sér tíma fyrir sig sjálfan og læra smám saman að njóta eigin nærveru. Það má t.d. gera með því að stunda sjálfsumhyggju og núvitund, þar sem við æfum okkur að vera til staðar fyrir okkur sjálf, sýna okkur hlýju eða leyfa því sem við upplifum innra með okkur að vera eins og það er. Slík iðkun virkjar sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið), sem stuðlar að innri ró og öryggi og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu og líðan. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Það er eðlilegt að finna fyrir tímabundnum einmanaleika, en þegar hann verður langvarandi getur hann haft alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli langvarandi einmanaleika og ýmissa kvilla eins og kvíða, þunglyndis og jafnvel hjarta- og æðasjúkdóma. Góðu fréttirnar eru þær að það eru til ýmsar leiðir til að sporna við einmanaleika, til dæmis með því að taka þátt í félagsstarfi, áhugamálum, sjálfboðaliðastarfi eða jafnvel námskeiðum sem efla félagsfærni. Rannsóknir sýna að regluleg þátttaka í félagsstarfi getur aukið vellíðan og dregið úr einmanaleika. En hvað ef við upplifun einmanaleika þrátt fyrir að vera umkringd öðru fólki? Við getum til dæmis verið hluti af hópi og haft virkt félagslíf en samt upplifað ákveðna fjarlægð eða að tengslin séu yfirborðskennd. Ein ástæða fyrir því getur verið sú að við sýnum ekki okkar raunverulega hliðar, skoðanir eða langanir vegna hræðslu við höfnun. En þá er hættan sú að við myndum ekki raunveruleg og djúp tengsl við fólkið í kringum okkur, sem getur leitt til þess að við upplifum einmanaleika, jafnvel þegar við erum í félagsskap. Ef þú kannast við þetta getur þú byrjað á litlum, en áhrifaríkum skrefum, eins og að prófa að tjá skoðanir eða langanir í öruggum aðstæðum, við fólk sem þú treystir. Slík einlægni styrkir tengslin og stuðlar að losun oxytósíns, hormóns sem eykur vellíðan og bætir tengslamyndun. Önnur ástæða fyrir því að við getum upplifað einmanaleika þrátt fyrir nægan félagsskap er sú að við finnum ekki fyrir ró og öryggi í eigin nærveru. Það geta verið margar ástæður fyrir því en ein leiðin til þess að vinna með þetta er að gefa sér tíma fyrir sig sjálfan og læra smám saman að njóta eigin nærveru. Það má t.d. gera með því að stunda sjálfsumhyggju og núvitund, þar sem við æfum okkur að vera til staðar fyrir okkur sjálf, sýna okkur hlýju eða leyfa því sem við upplifum innra með okkur að vera eins og það er. Slík iðkun virkjar sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið), sem stuðlar að innri ró og öryggi og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu og líðan. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun