Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 09:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. Í gær varð ljóst að einungis 73 þúsund ný störf voru sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og að 258 þúsund færri störf urðu til í maí og júní en áður hafði verið áætlað. Þykir þetta til marks um hægagang í hagkerfi Bandaríkjanna. Þetta leist Trump ekki á. Forsetinn sakaði yfirmann stofnunarinnar um að birta tilbúna tölfræði í pólitískum tilgangi en hefur þó ekki fært sannanir fyrir máli sínu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Í færslu á samfélagsmiðli sínum sagðist Trump ætla að skipa einhvern mun hæfari í starfið og kallaði hann einnig eftir því að Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega fyrir að lækka ekki stýrivexti meira, ætti að vera komið frá. Þegar hann var spurður út í af hverju hann hefði sagt Eriku McEntarfer upp sagði Trump: „Af því að ég held að tölurnar hennar séu rangar.“ Hann sakaði hana um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra með því að birta þá jákvæða tölfræði fyrir Joe Biden og Kamölu Harris. „Tölur þessarar konu eru rangar,“ sagði Trump. Forsetinn var einnig spurður út í það hvort aðrir embættismenn sem gæfu út opinber gögn sem Trump litist ekki vel á ættu að óttast um starf sitt sagði Trump að nauðsynlegt væri að treysta þessu fólki. Hagfræðingar og fjárfestar hafa í áratugi treyst opinberum gögnum sem þessum í Bandaríkjunum sem áreiðnalegum og ópólitískum. Skapi slæmt fordæmi Ákvörðun Trumps hefur verið gagnrýnd af fyrrverandi yfirmönnum umræddrar stofnunnar. Þeirra á meðal er William Beach, sem stjórnaði henni undir bæði Joe Biden og Donald Trump. New York Times hefur eftir honum að hann hafi aldrei fundið fyrir nokkrum pólitískum þrýstingi í störfum sínum, frá hvorugri ríkisstjórninni. Annar fyrrverandi yfirmaður stofnunarinnar segir þetta skapa hræðilegt fordæmi og grafa undan trúverðugleika sambærilegra gagna innan stjórnsýslu Bandaríkjanna. Vill lækka stýrivexti um þrjú prósentustig Hagkerfi Bandaríkjanna hefur sent út blendin skilaboð á undanförnum mánuðum. Vinnuveitendur og neytendur hafa lýst yfir kvíða yfir stöðunni en undirliggjandi gögn hafa að mestu verið nokkuð góð. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur þó orðið ákveðin breyting þar á í þessari viku. Hagtölur sýni fram á töluverðan samdrátt í neyslu og minni hagvöxt á fyrri helmingi þessa árs. Seðlabankinn hafi svo ekki lækkað stýrivexti og vísaði meðal annars til aukinnar verðbólgu. Sú ákvörðun hefur ekki heldur fallið í kramið hjá Trump en hann hefur lengi verið reiður í garð Jerome Powell, seðlabankastjóra, og ítrekað sagt að hann ætti að stíga til hliðar. Forsetinn hefur kallað eftir því að stýrivextir verði lækkaðir um þrjú prósentustig, en þeir eru nú 4,33 prósent. Trump skipaði Powell í embætti á sínum tíma en hefur ekki heimild í lögum til að víkja honum úr starfi. Í gærkvöldi kallaði Trump eftir því að stjórn Seðlabankans tæki völdin af Powell, ef hann myndi ekki strax lækka stýrivexti duglega. Tveir úr sjö manna stjórn Seðlabankans lýstu því yfir í gær að þeir væru þeirrar skoðunar að tollar Trumps myndu ekki hafa mikil áhrif til lengri tíma og því væri rétt að lækka vexti lítillega, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Í gær varð ljóst að einungis 73 þúsund ný störf voru sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og að 258 þúsund færri störf urðu til í maí og júní en áður hafði verið áætlað. Þykir þetta til marks um hægagang í hagkerfi Bandaríkjanna. Þetta leist Trump ekki á. Forsetinn sakaði yfirmann stofnunarinnar um að birta tilbúna tölfræði í pólitískum tilgangi en hefur þó ekki fært sannanir fyrir máli sínu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Í færslu á samfélagsmiðli sínum sagðist Trump ætla að skipa einhvern mun hæfari í starfið og kallaði hann einnig eftir því að Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega fyrir að lækka ekki stýrivexti meira, ætti að vera komið frá. Þegar hann var spurður út í af hverju hann hefði sagt Eriku McEntarfer upp sagði Trump: „Af því að ég held að tölurnar hennar séu rangar.“ Hann sakaði hana um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra með því að birta þá jákvæða tölfræði fyrir Joe Biden og Kamölu Harris. „Tölur þessarar konu eru rangar,“ sagði Trump. Forsetinn var einnig spurður út í það hvort aðrir embættismenn sem gæfu út opinber gögn sem Trump litist ekki vel á ættu að óttast um starf sitt sagði Trump að nauðsynlegt væri að treysta þessu fólki. Hagfræðingar og fjárfestar hafa í áratugi treyst opinberum gögnum sem þessum í Bandaríkjunum sem áreiðnalegum og ópólitískum. Skapi slæmt fordæmi Ákvörðun Trumps hefur verið gagnrýnd af fyrrverandi yfirmönnum umræddrar stofnunnar. Þeirra á meðal er William Beach, sem stjórnaði henni undir bæði Joe Biden og Donald Trump. New York Times hefur eftir honum að hann hafi aldrei fundið fyrir nokkrum pólitískum þrýstingi í störfum sínum, frá hvorugri ríkisstjórninni. Annar fyrrverandi yfirmaður stofnunarinnar segir þetta skapa hræðilegt fordæmi og grafa undan trúverðugleika sambærilegra gagna innan stjórnsýslu Bandaríkjanna. Vill lækka stýrivexti um þrjú prósentustig Hagkerfi Bandaríkjanna hefur sent út blendin skilaboð á undanförnum mánuðum. Vinnuveitendur og neytendur hafa lýst yfir kvíða yfir stöðunni en undirliggjandi gögn hafa að mestu verið nokkuð góð. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur þó orðið ákveðin breyting þar á í þessari viku. Hagtölur sýni fram á töluverðan samdrátt í neyslu og minni hagvöxt á fyrri helmingi þessa árs. Seðlabankinn hafi svo ekki lækkað stýrivexti og vísaði meðal annars til aukinnar verðbólgu. Sú ákvörðun hefur ekki heldur fallið í kramið hjá Trump en hann hefur lengi verið reiður í garð Jerome Powell, seðlabankastjóra, og ítrekað sagt að hann ætti að stíga til hliðar. Forsetinn hefur kallað eftir því að stýrivextir verði lækkaðir um þrjú prósentustig, en þeir eru nú 4,33 prósent. Trump skipaði Powell í embætti á sínum tíma en hefur ekki heimild í lögum til að víkja honum úr starfi. Í gærkvöldi kallaði Trump eftir því að stjórn Seðlabankans tæki völdin af Powell, ef hann myndi ekki strax lækka stýrivexti duglega. Tveir úr sjö manna stjórn Seðlabankans lýstu því yfir í gær að þeir væru þeirrar skoðunar að tollar Trumps myndu ekki hafa mikil áhrif til lengri tíma og því væri rétt að lækka vexti lítillega, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira