Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar 25. júlí 2025 08:01 Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á eiginlegu hættusvæði og urðu fyrir skemmdum. Atvinnulífið var vængstíft mun lengur en þurfti og það þrátt fyrir að stór hópur fólks væri tilbúinn að koma til vinnu. Sannarlega var mörgum brugðið og vildu flytja frá svæðinu en þeir sem vildu halda áfram fengu ekkert um það að segja þrátt fyrir að skárri aðstæður fyrir atvinnulíf og búsetu í sveitarfélaginu væru fyrir hendi. Útgjöld áfram mikil hjá Þórkötlu Þegar ég tók sæti varamanns á Alþingi í maí sl. spurði ég efnahags- og fjármalaráðherra út í hver áætlaður kostnaður ríkisins vegna Þórkötlu yrði á yfirstandandi ári og hvernig áætlað væri að sá kostnaður myndi þróast á komandi ári. Fram kom í svari ráðherra að kostnaðurinn gæti orðið allt að 2,8 milljarðar á komandi ári vegna kaupa á húsnæði og rétt tæpur milljarður fer í rekstrarkostnað sem að hluta verði tekinn af láni. Það er því ljóst að kostaður ríkisins er gríðarlegur vegna þeirrar pattstöðu sem enn er uppi. Ráðherra hyggst ekki grípa inn í Í framhaldi spurði ég hvort ráðherra hyggðist grípa til einhverra ráðstafana svo að brottfluttir Grindvíkingar geti snúið aftur heim og draga þar með úr fjárútlátum hins opinbera vegna húsnæðiskaupa ríkisins í Grindavík. Í svari ráðherra kom fram að það væri í höndum Þórkötlu að annast umsýslu húsnæðismála í Grindavík. Í framhaldi fór ráðherra yfir þá skilmála sem fylgja því að gerast hollvinur félagsins og að markmiðið væri að hefja útleigu húsnæðis um leið og aðstæður leyfa. Hvaða aðstæður leyfa? Þegar það er algjörlega í hendi stjórnvalda hvernig málum sem þessum er háttað og einn helsti handhafi framkvæmdavaldsins í þessu máli segir að fasteignafélag á vegum ríkisins fari með ákvarðanatökuna verður maður hlessa. Viðbrögðin við spurningu minni minna óneitanlega á síðustu misseri heimsfaraldursins þar sem ljóst að var að ekki var við frekari lokanir unað, lífið yrði að fá að halda áfram. Handhafar valdsins, hvort sem það voru þeir kjörnu eða þeir sem aðstoðuðu þá fremsta megni vegna sérþekkingar sinnar vildu ekki sleppa tökunum einhverra hluta vegna. Ekki hættulaust að búa í Grindavík frekar en víða annars staðar á landinu Þessi pistill er ritaður í Vestmannaeyjum þar sem einn af okkar færari jarðfræðingum, Ari Trausti Guðmundsson lét hafa eftir sér að væri einn hættulegasti staður landsins til að búa á. Ef ég man rétt var Hveragerði einnig nefnt í samhengi. Punkturinn er sá að við verðum að fara að horfa til framtíðar. Við munum alltaf eiga í höggi við náttúruna í einhverju mæli á meðan við búum hér á þessu landi. Aðlögunarhæfni okkar í aldanna rás hefur sýnt það. Forræðishyggja sem þessi hefur afar takmarkaða getu til að leysa vandamál. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Gísli Stefánsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á eiginlegu hættusvæði og urðu fyrir skemmdum. Atvinnulífið var vængstíft mun lengur en þurfti og það þrátt fyrir að stór hópur fólks væri tilbúinn að koma til vinnu. Sannarlega var mörgum brugðið og vildu flytja frá svæðinu en þeir sem vildu halda áfram fengu ekkert um það að segja þrátt fyrir að skárri aðstæður fyrir atvinnulíf og búsetu í sveitarfélaginu væru fyrir hendi. Útgjöld áfram mikil hjá Þórkötlu Þegar ég tók sæti varamanns á Alþingi í maí sl. spurði ég efnahags- og fjármalaráðherra út í hver áætlaður kostnaður ríkisins vegna Þórkötlu yrði á yfirstandandi ári og hvernig áætlað væri að sá kostnaður myndi þróast á komandi ári. Fram kom í svari ráðherra að kostnaðurinn gæti orðið allt að 2,8 milljarðar á komandi ári vegna kaupa á húsnæði og rétt tæpur milljarður fer í rekstrarkostnað sem að hluta verði tekinn af láni. Það er því ljóst að kostaður ríkisins er gríðarlegur vegna þeirrar pattstöðu sem enn er uppi. Ráðherra hyggst ekki grípa inn í Í framhaldi spurði ég hvort ráðherra hyggðist grípa til einhverra ráðstafana svo að brottfluttir Grindvíkingar geti snúið aftur heim og draga þar með úr fjárútlátum hins opinbera vegna húsnæðiskaupa ríkisins í Grindavík. Í svari ráðherra kom fram að það væri í höndum Þórkötlu að annast umsýslu húsnæðismála í Grindavík. Í framhaldi fór ráðherra yfir þá skilmála sem fylgja því að gerast hollvinur félagsins og að markmiðið væri að hefja útleigu húsnæðis um leið og aðstæður leyfa. Hvaða aðstæður leyfa? Þegar það er algjörlega í hendi stjórnvalda hvernig málum sem þessum er háttað og einn helsti handhafi framkvæmdavaldsins í þessu máli segir að fasteignafélag á vegum ríkisins fari með ákvarðanatökuna verður maður hlessa. Viðbrögðin við spurningu minni minna óneitanlega á síðustu misseri heimsfaraldursins þar sem ljóst að var að ekki var við frekari lokanir unað, lífið yrði að fá að halda áfram. Handhafar valdsins, hvort sem það voru þeir kjörnu eða þeir sem aðstoðuðu þá fremsta megni vegna sérþekkingar sinnar vildu ekki sleppa tökunum einhverra hluta vegna. Ekki hættulaust að búa í Grindavík frekar en víða annars staðar á landinu Þessi pistill er ritaður í Vestmannaeyjum þar sem einn af okkar færari jarðfræðingum, Ari Trausti Guðmundsson lét hafa eftir sér að væri einn hættulegasti staður landsins til að búa á. Ef ég man rétt var Hveragerði einnig nefnt í samhengi. Punkturinn er sá að við verðum að fara að horfa til framtíðar. Við munum alltaf eiga í höggi við náttúruna í einhverju mæli á meðan við búum hér á þessu landi. Aðlögunarhæfni okkar í aldanna rás hefur sýnt það. Forræðishyggja sem þessi hefur afar takmarkaða getu til að leysa vandamál. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun