„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júlí 2025 08:59 Óskar Jósúason er upplýsingafulltrúi Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Laxey hóf framleiðslu á seiðum í nóvember 2023. Þegar landeldið verður komin í fulla framleiðslu er stefnt á að þar verði framleidd 42.000 tonn af laxi á ári og gert ráð fyrir að þar muni starfa um eitt hundrað manns. Óskar Jósúason, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd í sögu Vestmannaeyja. „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu, erum að búa til nýja atvinnugrein. Það gefur ungu fólki tækifæri í að mennta sig á þessu. Við erum mjög stoltir af því að við erum nú þegar með unga einstaklinga sem hafa lært fiskeldisfræði á Hólum og fleiri á leiðinni,“ sagði Óskar í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stefnt á slátrun í nóvember Samtals hefur Laxey safnað 150 milljónum evra í hlutafé en stækka þurfti útboð fyrirtækisins fyrr í sumar vegna umframeftirspurnar. Seiðastöð félagsins er staðsett í Friðarhöfn inns á hafnarsvæðinu í Eyjum en fiskeldisker í Viðlagafjöru í hrauninu. „Seiðastöðin er komin í fullan rekstur og mun framleiða 4,5 milljónir seiða á hverju ári. Úti í fjöru eru komin fimm fiskeldisker í notkun og við erum að stefna á fyrstu slátrun í nóvember,“ segir Óskar. „Þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum“ Aukningin hlutafjársins tryggði fjármögnun á stórseiðahúsi sem staðsett verður í Viðlagafjöru þar sem fiskeldisker fyrirtækisins eru staðsett. Þar standa yfir gríðarmiklar framkvæmdir en laxinn verður fluttur í kerin þegar hann er tilbúinn að fara í sjó. Sjórinn í kerjunum er tekinn úr borholum á landi. „Við erum að taka sjó sem hefur ekki verið í snertingu við aðrar sjávarlífverur. Þá þurfum við ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum og öðru slíku. Þá sleppum við við notkun á sýklalyfjum fyrir laxinn. Við erum að skapa eins góðar aðstæður og hægt er fyrir laxinn að vaxa og dafna í.“ Vestmannaeyjar Lax Landeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Byggðamál Kvöldfréttir Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Laxey hóf framleiðslu á seiðum í nóvember 2023. Þegar landeldið verður komin í fulla framleiðslu er stefnt á að þar verði framleidd 42.000 tonn af laxi á ári og gert ráð fyrir að þar muni starfa um eitt hundrað manns. Óskar Jósúason, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd í sögu Vestmannaeyja. „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu, erum að búa til nýja atvinnugrein. Það gefur ungu fólki tækifæri í að mennta sig á þessu. Við erum mjög stoltir af því að við erum nú þegar með unga einstaklinga sem hafa lært fiskeldisfræði á Hólum og fleiri á leiðinni,“ sagði Óskar í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stefnt á slátrun í nóvember Samtals hefur Laxey safnað 150 milljónum evra í hlutafé en stækka þurfti útboð fyrirtækisins fyrr í sumar vegna umframeftirspurnar. Seiðastöð félagsins er staðsett í Friðarhöfn inns á hafnarsvæðinu í Eyjum en fiskeldisker í Viðlagafjöru í hrauninu. „Seiðastöðin er komin í fullan rekstur og mun framleiða 4,5 milljónir seiða á hverju ári. Úti í fjöru eru komin fimm fiskeldisker í notkun og við erum að stefna á fyrstu slátrun í nóvember,“ segir Óskar. „Þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum“ Aukningin hlutafjársins tryggði fjármögnun á stórseiðahúsi sem staðsett verður í Viðlagafjöru þar sem fiskeldisker fyrirtækisins eru staðsett. Þar standa yfir gríðarmiklar framkvæmdir en laxinn verður fluttur í kerin þegar hann er tilbúinn að fara í sjó. Sjórinn í kerjunum er tekinn úr borholum á landi. „Við erum að taka sjó sem hefur ekki verið í snertingu við aðrar sjávarlífverur. Þá þurfum við ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum og öðru slíku. Þá sleppum við við notkun á sýklalyfjum fyrir laxinn. Við erum að skapa eins góðar aðstæður og hægt er fyrir laxinn að vaxa og dafna í.“
Vestmannaeyjar Lax Landeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Byggðamál Kvöldfréttir Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira