Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2025 12:52 Haukur Örn Birgisson verður í sviðsljósinu á lokadegi Opna breska meistaramótinu en hann dæmdi hjá heimamanninum Rory McIlroy. Getty/Filippo Alfero Haukur Örn Birgisson, fyrrverandi formaður Golfsambands Íslands, fékk í dag mikla viðurkenningu á starfi sínu sem golfdómari. Haukur hefur verið einn dómara á The Open, Opna meistaramótinu í golfi sem hefur farið fram síðustu daga á Royal Portrush golfvellinum á Norður Írlandi. Í dag er komið að lokadeginum og Haukur fékk þann heiður að vera dómari í næst síðasta ráshópnum en þar spila þeir Rory McIlroy og Matt Fitzpatrick. Fitzpatrick kom inn í gær á níu höggum undir pari en heimamaðurinn McIlroy er á átt höggum undir pari. Scottie Scheffler er efstur á fjórtán höggum undir pari og Li Haotong er annar á tíu höggum undir pari. Þorsteinn Hallgrímsson er að lýsa lokadeginum á Sýn Sport 4 ásamt Loga Bergmanni Eiðssyni. Þorsteinn sagði frá því í lýsingunni að Haukur dæmi í næst síðasta ráshópnum. „Það er ekkert ósennilegt að við munum sjá Hauk Örn Birgisson bregða fyrir í dag. Hann er dómari í ráshópnum hjá Fitzpatrick og McIlroy. Það er mikill heiður að vera dómari í næst síðasta ráshópi á lokadegi á Opna meistaramótinu,“ sagði Þorsteinn og Logi tók að sjálfsögðu undir það. Haukur er virtur í golfheiminum en hann er einnig fyrrverandi formaður evrópska golfsambandsins. The Open er fjórða og síðasta risamót ársins og margir golfáhugamenn út um allan heim munu örugglega fylgjast vel með í dag. Hægt að fylgjast með öllu sem gerist á þessum spennandi lokadegi á Sýn Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Haukur hefur verið einn dómara á The Open, Opna meistaramótinu í golfi sem hefur farið fram síðustu daga á Royal Portrush golfvellinum á Norður Írlandi. Í dag er komið að lokadeginum og Haukur fékk þann heiður að vera dómari í næst síðasta ráshópnum en þar spila þeir Rory McIlroy og Matt Fitzpatrick. Fitzpatrick kom inn í gær á níu höggum undir pari en heimamaðurinn McIlroy er á átt höggum undir pari. Scottie Scheffler er efstur á fjórtán höggum undir pari og Li Haotong er annar á tíu höggum undir pari. Þorsteinn Hallgrímsson er að lýsa lokadeginum á Sýn Sport 4 ásamt Loga Bergmanni Eiðssyni. Þorsteinn sagði frá því í lýsingunni að Haukur dæmi í næst síðasta ráshópnum. „Það er ekkert ósennilegt að við munum sjá Hauk Örn Birgisson bregða fyrir í dag. Hann er dómari í ráshópnum hjá Fitzpatrick og McIlroy. Það er mikill heiður að vera dómari í næst síðasta ráshópi á lokadegi á Opna meistaramótinu,“ sagði Þorsteinn og Logi tók að sjálfsögðu undir það. Haukur er virtur í golfheiminum en hann er einnig fyrrverandi formaður evrópska golfsambandsins. The Open er fjórða og síðasta risamót ársins og margir golfáhugamenn út um allan heim munu örugglega fylgjast vel með í dag. Hægt að fylgjast með öllu sem gerist á þessum spennandi lokadegi á Sýn Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira