48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar 17. júlí 2025 17:00 Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta. En nú stendur svo á að strandveiðakvótinn er þegar búinn. Til að uppfylla loforðið þarf að finna aflahlutdeild einhvers staðar og það er ekki unnt nema með lagastoð. Ef innviðaráðherra ætlar að gefa út reglugerð sem heimilar smábátum að hefja veiðar að nýju, án lagaheimildar eða nýrrar úthlutunar á kvóta, þá væri um að ræða stjórnvaldsákvörðun í blóra við lög. Lögbrot sem bíður framkvæmdar Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða má ráðherra ekki úthluta aflaheimildum eftir hentugleika. Allar ákvarðanir verða að byggja á lögum, rökstuddri stjórnsýslu og úthlutun innan þeirrar 5,3% aflahlutdeildar sem úthlutunin hvílir á. Ef ráðherra gengur fram með reglugerð sem krefjast afla sem ekki er til brýtur hann lög. Það er ekki flókið. En þar með er málið ekki útrætt. Fiskistofa í gildru ábyrgðar Ef Fiskistofa, framfylgir slíkri stjórnsýslu, með því að opna fyrir veiðar eða skrá afrakstur þeirra heimilan, þá verður hún samábyrg. Starfsmenn stofnunarinnar gætu þurft að svara fyrir ólögmæta stjórnsýslu, ef kæra eða lögfræðilegt álit leiddi í ljós að úthlutunin væri andstæð lögum. Því má spyrja, hvort stjórnarliðar ætlist til þess að heil ríkisstofnun brjóti lög til þess eins að bjarga pólitísku loforði eins ráðherra? Forsætisráðherra getur ekki flúið ábyrgð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra leiðir þá stjórnsýslu sem færði málaflokkinn yfir til Innviðaráðuneytis. Hún undirritaði breytingu á forsetaúrskurði og færði þannig ábyrgðina yfir til Flokks fólksins án þess að tryggja lagaheimildir, útfærslu eða kvóta. Það er ekki trúverðugt né stjórnskipulega ásættanlegt að forsætisráðherra haldi því fram að þessi vandi snerti ekki hana sjálfa. Hún ber fulla ábyrgð á því að setja ráðherra Flokks fólksins í stöðu þar sem aðeins eru tveir kostir: svíkja loforð eða brjóta lög. Niðurstaðan: Vitleysa sem kostar Ef Innviðaráðherra gefur út reglugerð sem heimilar frekari veiðar smábáta, án nýrrar kvótaúthlutunar, þá er það skýrt lögbrot. Ef Fiskistofa fylgir slíkri ákvörðun eftir verður hún dregin inn í ólögmæta framkvæmd. Sá forsætisráðherra, sem leiddi og samþykkti þessa tilfærslu án lagalegrar heimildar, ber ábyrgð á öllu saman. Það væri mikil skömm ef strandveiðibátarnir, sem eiga skilið að búa við trausta og réttláta fiskveiðistjórnun, yrðu leiksoppar í slíku stjórnarfari. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta. En nú stendur svo á að strandveiðakvótinn er þegar búinn. Til að uppfylla loforðið þarf að finna aflahlutdeild einhvers staðar og það er ekki unnt nema með lagastoð. Ef innviðaráðherra ætlar að gefa út reglugerð sem heimilar smábátum að hefja veiðar að nýju, án lagaheimildar eða nýrrar úthlutunar á kvóta, þá væri um að ræða stjórnvaldsákvörðun í blóra við lög. Lögbrot sem bíður framkvæmdar Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða má ráðherra ekki úthluta aflaheimildum eftir hentugleika. Allar ákvarðanir verða að byggja á lögum, rökstuddri stjórnsýslu og úthlutun innan þeirrar 5,3% aflahlutdeildar sem úthlutunin hvílir á. Ef ráðherra gengur fram með reglugerð sem krefjast afla sem ekki er til brýtur hann lög. Það er ekki flókið. En þar með er málið ekki útrætt. Fiskistofa í gildru ábyrgðar Ef Fiskistofa, framfylgir slíkri stjórnsýslu, með því að opna fyrir veiðar eða skrá afrakstur þeirra heimilan, þá verður hún samábyrg. Starfsmenn stofnunarinnar gætu þurft að svara fyrir ólögmæta stjórnsýslu, ef kæra eða lögfræðilegt álit leiddi í ljós að úthlutunin væri andstæð lögum. Því má spyrja, hvort stjórnarliðar ætlist til þess að heil ríkisstofnun brjóti lög til þess eins að bjarga pólitísku loforði eins ráðherra? Forsætisráðherra getur ekki flúið ábyrgð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra leiðir þá stjórnsýslu sem færði málaflokkinn yfir til Innviðaráðuneytis. Hún undirritaði breytingu á forsetaúrskurði og færði þannig ábyrgðina yfir til Flokks fólksins án þess að tryggja lagaheimildir, útfærslu eða kvóta. Það er ekki trúverðugt né stjórnskipulega ásættanlegt að forsætisráðherra haldi því fram að þessi vandi snerti ekki hana sjálfa. Hún ber fulla ábyrgð á því að setja ráðherra Flokks fólksins í stöðu þar sem aðeins eru tveir kostir: svíkja loforð eða brjóta lög. Niðurstaðan: Vitleysa sem kostar Ef Innviðaráðherra gefur út reglugerð sem heimilar frekari veiðar smábáta, án nýrrar kvótaúthlutunar, þá er það skýrt lögbrot. Ef Fiskistofa fylgir slíkri ákvörðun eftir verður hún dregin inn í ólögmæta framkvæmd. Sá forsætisráðherra, sem leiddi og samþykkti þessa tilfærslu án lagalegrar heimildar, ber ábyrgð á öllu saman. Það væri mikil skömm ef strandveiðibátarnir, sem eiga skilið að búa við trausta og réttláta fiskveiðistjórnun, yrðu leiksoppar í slíku stjórnarfari. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun