Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2025 12:02 Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast. En málið er ekki svona einfalt. Það sem ráðherrann lagði til – að gefa út meira af veiðiheimildum sérstaklega fyrir strandveiðar – brýtur í raun gegn meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Þar á að ríkja jafnræði; það má ekki úthluta kvóta þannig að sumir hagnist en aðrir sitji eftir. Þetta frumvarp hefði gert nákvæmlega það – og Umboðsmaður Alþingis er nú með þetta til skoðunar. Í einföldu máli: Þorskveiðar eru nú þegar nýttar í topp miðað við það sem vísindamenn ráðleggja. Þrátt fyrir það hefur ráðherra nú þegar veitt meira af kvóta til strandveiða en lögin heimila – og vill nú gera enn meira. Það er áhyggjuefni. Þorskstofninn er ekki í góðu ástandi og vísindin segja okkur að dregið verði úr heildarveiði næsta ár. Ef við hlustum ekki á þessar ráðleggingar, þá gæti stofninn minnkað enn meira – og það gæti haft slæm áhrif á framtíð veiða og útflutning. Þótt strandveiðar séu vinsælar og margir séu háðir þeim, þá eru þær dýrar og ekki hagkvæmar. Fáir fiskar mikið, það fer mikið til spillis og veiðarnar eru áhættusamari en aðrar veiðar . Það er vitað mál. Þess vegna eru slíkar veiðar ekki skynsamlegar lausn þegar stofninn er veikur – og þegar Íslendingar selja nánast allan fisk sinn á markaði sem krefst þess að veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgðarfullar. Í stuttu máli: Ríkisstjórnin virðist ætla að auka veiðar með pólitískum vilja, ekki á grundvelli skynsemi, laga eða vísinda. Það getur skaðað trúverðugleika fiskveiðistjórnunar og ógnað hagsmunum þjóðarinnar. Skoðun Bláa hagkerfisins Ráðherrann á að hætta við þessar aðgerðir. Strandveiðikerfið þarf yfirhalningu – ekki fleiri dagar í kerfi sem allir vita að skilar ekki miklu nema sóun og vandræðum. Ef það á að hjálpa sjávarbyggðum, þá þarf að gera það með skýrum, lagalegum og hagkvæmum hætti – ekki með að hunsa reglurnar og fórna fiskstofnum fyrir skammtímapólitík. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Sjá meira
Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast. En málið er ekki svona einfalt. Það sem ráðherrann lagði til – að gefa út meira af veiðiheimildum sérstaklega fyrir strandveiðar – brýtur í raun gegn meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Þar á að ríkja jafnræði; það má ekki úthluta kvóta þannig að sumir hagnist en aðrir sitji eftir. Þetta frumvarp hefði gert nákvæmlega það – og Umboðsmaður Alþingis er nú með þetta til skoðunar. Í einföldu máli: Þorskveiðar eru nú þegar nýttar í topp miðað við það sem vísindamenn ráðleggja. Þrátt fyrir það hefur ráðherra nú þegar veitt meira af kvóta til strandveiða en lögin heimila – og vill nú gera enn meira. Það er áhyggjuefni. Þorskstofninn er ekki í góðu ástandi og vísindin segja okkur að dregið verði úr heildarveiði næsta ár. Ef við hlustum ekki á þessar ráðleggingar, þá gæti stofninn minnkað enn meira – og það gæti haft slæm áhrif á framtíð veiða og útflutning. Þótt strandveiðar séu vinsælar og margir séu háðir þeim, þá eru þær dýrar og ekki hagkvæmar. Fáir fiskar mikið, það fer mikið til spillis og veiðarnar eru áhættusamari en aðrar veiðar . Það er vitað mál. Þess vegna eru slíkar veiðar ekki skynsamlegar lausn þegar stofninn er veikur – og þegar Íslendingar selja nánast allan fisk sinn á markaði sem krefst þess að veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgðarfullar. Í stuttu máli: Ríkisstjórnin virðist ætla að auka veiðar með pólitískum vilja, ekki á grundvelli skynsemi, laga eða vísinda. Það getur skaðað trúverðugleika fiskveiðistjórnunar og ógnað hagsmunum þjóðarinnar. Skoðun Bláa hagkerfisins Ráðherrann á að hætta við þessar aðgerðir. Strandveiðikerfið þarf yfirhalningu – ekki fleiri dagar í kerfi sem allir vita að skilar ekki miklu nema sóun og vandræðum. Ef það á að hjálpa sjávarbyggðum, þá þarf að gera það með skýrum, lagalegum og hagkvæmum hætti – ekki með að hunsa reglurnar og fórna fiskstofnum fyrir skammtímapólitík. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun