Innlent

Eldgos hafið

Sunna Sæmundsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Eldgos hófst rétt fyrir klukkan fjögur í nótt.
Eldgos hófst rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Björn Steinbekk

Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Upptökin eru suðaustan við Litla-Skógfell og sprungan er um sjö hundruð metra löng. Gosið er ekki talið ógna innviðum.

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð upp úr miðnætti og hættustigi síðar lýst yfir. Gosið er norðan við upptök skjálftahrinunnar á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Búið er að rýma tjaldsvæðið í Grindavík og Bláa Lónið og samkvæmt almannavörnum hefur rýming gengið vel í Grindavíkurbæ.

Gossprungan er tæpir tveir kílómetrar að lengd.Björn Steinbekk

Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×