Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar 11. júlí 2025 11:02 Við Íslendingar búum við þá gæfu að skólarnir okkar eru hjartsláttur hvers samfélags. Óháð skólagerð þá gerum við kröfur um að þeir komi til móts við bæði náms- og félagslegar þarfir nemenda. Kröfur sem eru byggðar á gildandi lögum og námskrám sem útfærðar eru á mismunandi hátt. Umræður um skólakerfið okkar síðustu mánuði hafa sýnt áþreifanlega þann metnað og áhuga sem skólamál vekja í íslensku samfélagi. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt að kröfur til kerfisins séu ríkar. Það er ekki síður mikilvægt að þeim sé ætlað að finna sameiginlegar lausnir allra en ekki benda á einhvers konar „sökudólg“ hvort sem það eru ákveðnir nemendahópar, kennsluaðferðir eða námsmat. Íslenskt skólastarf byggir á grunni námsskráa og laga um hvert skólastig. Þær námskrár eiga rætur að rekja til ársins 2008. Þá voru áherslur færðar í átt til mats á hæfni nemenda – allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólaaldurs. Það var gert í ljósi umræðu um samfélag sem vildi ná betur utan um alla einstaklinga en eldri námskrár og matsaðferðir gerðu. Það er sannarlega framfaraskref sem hefur leitt af sér ótrúlega skólaþróun um allt samfélagið! Suðupottur menntunar á Íslandi er fjölbreyttur eins og birtist í umræðu um hvernig best verði lagt mat á árangur, áherslu á verk- og iðngreinanám, auknar kröfur um íslenskunám fyrir börn með erlend móðurmál og auðvitað hátt hlutfall íslenskra ungmenna sem sækja sér háskólanám eða sambærilega menntun. Íslenskt menntakerfi stendur á tímamótum. Ný aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030, sem mennta- og barnamálaráðherra lagði fram í júní, er smíðuð í samráði stjórnvalda, fulltrúa KÍ og annarra hagaðila menntunar. Þessi þríhyrningur á sér líka alþjóðlega stoð. Nýlega birt skýrsla frá OECD sýnir að lönd sem byggja stefnu á reglulegu samráði ná betri árangri og búa við minni mun á milli hópa nemenda. Sama stofnun mælir beinlínis með því að Ísland haldi áfram að virkja fagfólk og foreldra við t.d. útfærslu matsferils, einföldun námskrár og tungumálastuðning fjöltyngdra barna, því slíkt skapi „sameiginlega ábyrgð á niðurstöðum“. Árangur næst með samtali Það skref í Menntastefnu til 2030 sem nú hefur verið markað til ársins 2027 sækir inn í þennan grunn og er gríðarlega mikilvægur þáttur í að ná enn betri árangri í skólastarfi sem byggist á fagmennsku og stöðugleika. Það ríkir mikill samhljómur milli þeirra atriða sem ráðherra hefur nú lagt til og byggja á því samráðsferli sem áður hefur verið nefnt sem og þeim möguleikum til úrbóta sem OECD leggur til í sinni úttekt á íslensku skólakerfi. Árangur næst aðeins þegar hagaðilar skólakerfisins tala saman, með gagnkvæmu trausti, um alla þætti skólastarfs. Þegar við sem foreldrar eigum samskipti við kennara og skóla barnsins okkar og allt til þess þegar talsmenn stjórnvalda eru í samskiptum við fulltrúa ólíkra skólagerða um kerfið. Þegar við eigum samskipti við fulltrúa þeirra sem leiða vinnuna, kennara, ráðgjafa og stjórnendur á vettvangi ólíkra skólagerða – hvort sem er á opinberum vettvangi eða í samtölum. Það samtal sem leiðir til mestra heilla er það sem tekið er með „opnum lófa“ samráðs og samvinnu, þar sem horft er til þess sem vel er gert og það styrkt samhliða því að finna út hvar betur er hægt að gera og koma sér saman um leiðir til þess. Mennta- og barnamálaráðherra hefur verið mjög skýr um að það séu þau vinnubrögð sem hann muni viðhafa á næstunni. Fram undan er vinna þar sem metin verður staða mismunandi þátta innan skólanna og lagðar fram sameiginlegar hugmyndir að úrbótum. Mótum menntakerfi í sameiningu Kennarasambandið mun standa vörð um virkt samtal sem tekur til allra skólagerða; leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskóla, því reynslan sýnir að þar, sem allir hagaðilar hlusta hver á annan, þrífst lærdómur. Sú leið skilar okkur miklu lengra í átt til enn betra skólastarfs og það er mjög ánægjulegt að finna sterkan samhljóm með mennta- og barnamálaráðherra, byggðan á metnaði og því að gera betur. Ég hvet bæjar- og sveitarstjórnir, foreldrafélög, nemendur, fulltrúa atvinnulífs og aðra haghafa til að taka sér sess í samtalinu með okkur og ráðuneytinu. Sameiginlegt verkefni íslensks samfélags er að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Þátttakendur þess samtals munu móta framtíð íslensks skólastarfs í sameiningu, út frá þeim áherslum sem verður framtíð okkar allra, samfélaginu til mestra heilla. Það viljum við öll! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum við þá gæfu að skólarnir okkar eru hjartsláttur hvers samfélags. Óháð skólagerð þá gerum við kröfur um að þeir komi til móts við bæði náms- og félagslegar þarfir nemenda. Kröfur sem eru byggðar á gildandi lögum og námskrám sem útfærðar eru á mismunandi hátt. Umræður um skólakerfið okkar síðustu mánuði hafa sýnt áþreifanlega þann metnað og áhuga sem skólamál vekja í íslensku samfélagi. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt að kröfur til kerfisins séu ríkar. Það er ekki síður mikilvægt að þeim sé ætlað að finna sameiginlegar lausnir allra en ekki benda á einhvers konar „sökudólg“ hvort sem það eru ákveðnir nemendahópar, kennsluaðferðir eða námsmat. Íslenskt skólastarf byggir á grunni námsskráa og laga um hvert skólastig. Þær námskrár eiga rætur að rekja til ársins 2008. Þá voru áherslur færðar í átt til mats á hæfni nemenda – allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólaaldurs. Það var gert í ljósi umræðu um samfélag sem vildi ná betur utan um alla einstaklinga en eldri námskrár og matsaðferðir gerðu. Það er sannarlega framfaraskref sem hefur leitt af sér ótrúlega skólaþróun um allt samfélagið! Suðupottur menntunar á Íslandi er fjölbreyttur eins og birtist í umræðu um hvernig best verði lagt mat á árangur, áherslu á verk- og iðngreinanám, auknar kröfur um íslenskunám fyrir börn með erlend móðurmál og auðvitað hátt hlutfall íslenskra ungmenna sem sækja sér háskólanám eða sambærilega menntun. Íslenskt menntakerfi stendur á tímamótum. Ný aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030, sem mennta- og barnamálaráðherra lagði fram í júní, er smíðuð í samráði stjórnvalda, fulltrúa KÍ og annarra hagaðila menntunar. Þessi þríhyrningur á sér líka alþjóðlega stoð. Nýlega birt skýrsla frá OECD sýnir að lönd sem byggja stefnu á reglulegu samráði ná betri árangri og búa við minni mun á milli hópa nemenda. Sama stofnun mælir beinlínis með því að Ísland haldi áfram að virkja fagfólk og foreldra við t.d. útfærslu matsferils, einföldun námskrár og tungumálastuðning fjöltyngdra barna, því slíkt skapi „sameiginlega ábyrgð á niðurstöðum“. Árangur næst með samtali Það skref í Menntastefnu til 2030 sem nú hefur verið markað til ársins 2027 sækir inn í þennan grunn og er gríðarlega mikilvægur þáttur í að ná enn betri árangri í skólastarfi sem byggist á fagmennsku og stöðugleika. Það ríkir mikill samhljómur milli þeirra atriða sem ráðherra hefur nú lagt til og byggja á því samráðsferli sem áður hefur verið nefnt sem og þeim möguleikum til úrbóta sem OECD leggur til í sinni úttekt á íslensku skólakerfi. Árangur næst aðeins þegar hagaðilar skólakerfisins tala saman, með gagnkvæmu trausti, um alla þætti skólastarfs. Þegar við sem foreldrar eigum samskipti við kennara og skóla barnsins okkar og allt til þess þegar talsmenn stjórnvalda eru í samskiptum við fulltrúa ólíkra skólagerða um kerfið. Þegar við eigum samskipti við fulltrúa þeirra sem leiða vinnuna, kennara, ráðgjafa og stjórnendur á vettvangi ólíkra skólagerða – hvort sem er á opinberum vettvangi eða í samtölum. Það samtal sem leiðir til mestra heilla er það sem tekið er með „opnum lófa“ samráðs og samvinnu, þar sem horft er til þess sem vel er gert og það styrkt samhliða því að finna út hvar betur er hægt að gera og koma sér saman um leiðir til þess. Mennta- og barnamálaráðherra hefur verið mjög skýr um að það séu þau vinnubrögð sem hann muni viðhafa á næstunni. Fram undan er vinna þar sem metin verður staða mismunandi þátta innan skólanna og lagðar fram sameiginlegar hugmyndir að úrbótum. Mótum menntakerfi í sameiningu Kennarasambandið mun standa vörð um virkt samtal sem tekur til allra skólagerða; leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskóla, því reynslan sýnir að þar, sem allir hagaðilar hlusta hver á annan, þrífst lærdómur. Sú leið skilar okkur miklu lengra í átt til enn betra skólastarfs og það er mjög ánægjulegt að finna sterkan samhljóm með mennta- og barnamálaráðherra, byggðan á metnaði og því að gera betur. Ég hvet bæjar- og sveitarstjórnir, foreldrafélög, nemendur, fulltrúa atvinnulífs og aðra haghafa til að taka sér sess í samtalinu með okkur og ráðuneytinu. Sameiginlegt verkefni íslensks samfélags er að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Þátttakendur þess samtals munu móta framtíð íslensks skólastarfs í sameiningu, út frá þeim áherslum sem verður framtíð okkar allra, samfélaginu til mestra heilla. Það viljum við öll! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun