Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Auðun Georg Ólafsson skrifar 10. júlí 2025 13:14 Varnarmálapakki Evrópusambandsins er ekki bara fyrir hergagnaiðnað, að sögn Vignis, heldur einnig í innviðafyrirtækjum. Aðsend Ekkert meinar Íslandssjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu. Reglugerðir um sjálfbærar fjárfestingar heimila fjárfestingar til varnarmála svo fremi sem að það tengist ekki vopnum sem eru á bannlista samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur eða efnavopnum. Fjárfestingastjóri Íslandssjóða segir sjóðinn fylgja sömu reglum og lífeyrissjóðir varðandi fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum. „Við erum með fyrirtæki á rauðum lista sem við fylgjum. Það er það sem við vinnum eftir og lífeyrissjóðirnir í raun líka,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri Íslandssjóða. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Fram kom í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í gær að til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Stórfyrirtæki eru ekki bara í hergögnum Vignir Þór segir að oft sé erfitt að aðskilja rekstur stórfyrirtækja þar sem hluti starfsemi þeirra fer í að framleiða vopn. Má þá segja að íslenskir fjárfestingasjóðir taki þátt í hernaðaruppbyggingu að einhverju leiti? „Ég held að allir fjárfestar á Íslandi geri það einhverju leiti, meira að segja lífeyrissjóðirnir. Ef við horfum á fyrirtæki sem flokkast til vopnaframleiðenda þá eru það til dæmis Boeing og Airbus og einnig Honeywell sem er stærsta iðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna. Það er kannski ýkt að segja að þetta séu bara hergagnafélög. Þau eru alþjóðleg fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum. Það er erfitt að segja að þessi félög eru beint í hergagnaiðnaði þó hluti af starfseminni sé þar.“ Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Slíkt hlýtur að kitla áhuga fjárfesta. „Þetta er búið að hækka mikið úti en þetta er bara örlítið brot af eignum hjá okkur í félögum sem gætu talist til hergagnaiðnaðar. Það er mjög óverulegur hluti hjá okkur og alls engin fókus hjá íslenskum fjárfestum eða lífeyrissjóðum, “ segir Vignir. "Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur og ég held að almennt séu verðbréfafyrirtæki úti að búa til sjóði út af eftirspurn. Það má ekki gleyma því að þessi varnarmálapakki er ekki bara fyrir hergagnaiðnað. Þetta eru innviðafyrirtæki; orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, flugvellir, varnarsamstarf og netöryggismál. Þannig að það er mjög ýkt að segja að þessi fjárfestingamengi sem voru að opnast í Evrópu sé alfarið í byssukúlum og sprengjum. ReArm Europe snýr að uppbyggingu varnarmála í Evrópu. Verið er að auka áherslur á fjármögnun í loftvarnarmálum, netöryggislausnum, bættum samgöngum og sameiginlega birgðastjórnum. Tækifæri fyrir fjárfesta eru því í fjárfestingum tengdum uppbyggingu innviða frekar en vopnaframleiðslu sem er aðeins hluti af þessari nýju stefnu í Evrópu." Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Hernaður Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
„Við erum með fyrirtæki á rauðum lista sem við fylgjum. Það er það sem við vinnum eftir og lífeyrissjóðirnir í raun líka,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri Íslandssjóða. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Fram kom í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í gær að til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Stórfyrirtæki eru ekki bara í hergögnum Vignir Þór segir að oft sé erfitt að aðskilja rekstur stórfyrirtækja þar sem hluti starfsemi þeirra fer í að framleiða vopn. Má þá segja að íslenskir fjárfestingasjóðir taki þátt í hernaðaruppbyggingu að einhverju leiti? „Ég held að allir fjárfestar á Íslandi geri það einhverju leiti, meira að segja lífeyrissjóðirnir. Ef við horfum á fyrirtæki sem flokkast til vopnaframleiðenda þá eru það til dæmis Boeing og Airbus og einnig Honeywell sem er stærsta iðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna. Það er kannski ýkt að segja að þetta séu bara hergagnafélög. Þau eru alþjóðleg fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum. Það er erfitt að segja að þessi félög eru beint í hergagnaiðnaði þó hluti af starfseminni sé þar.“ Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Slíkt hlýtur að kitla áhuga fjárfesta. „Þetta er búið að hækka mikið úti en þetta er bara örlítið brot af eignum hjá okkur í félögum sem gætu talist til hergagnaiðnaðar. Það er mjög óverulegur hluti hjá okkur og alls engin fókus hjá íslenskum fjárfestum eða lífeyrissjóðum, “ segir Vignir. "Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur og ég held að almennt séu verðbréfafyrirtæki úti að búa til sjóði út af eftirspurn. Það má ekki gleyma því að þessi varnarmálapakki er ekki bara fyrir hergagnaiðnað. Þetta eru innviðafyrirtæki; orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, flugvellir, varnarsamstarf og netöryggismál. Þannig að það er mjög ýkt að segja að þessi fjárfestingamengi sem voru að opnast í Evrópu sé alfarið í byssukúlum og sprengjum. ReArm Europe snýr að uppbyggingu varnarmála í Evrópu. Verið er að auka áherslur á fjármögnun í loftvarnarmálum, netöryggislausnum, bættum samgöngum og sameiginlega birgðastjórnum. Tækifæri fyrir fjárfesta eru því í fjárfestingum tengdum uppbyggingu innviða frekar en vopnaframleiðslu sem er aðeins hluti af þessari nýju stefnu í Evrópu."
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Hernaður Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira