Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júlí 2025 07:00 Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun. Hryllingurinn á Gaza Enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bibi geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis. Við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er. Við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær. Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Heimili fólks, sjúkrahús og skólar hafa verið sérstök skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk. En frá upphafi hefur þetta fyrst og fremst verið stríð gegn börnum. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn. Ekki venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð Annars er varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð. Þessi herferð heldur áfram af sívaxandi grimmd. Mótmæli skipta máli en duga ekki til Sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis. Ekkert breytist þó og enn er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum. Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð. En þessu hefur ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit. Við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram. Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun. Hryllingurinn á Gaza Enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bibi geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis. Við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er. Við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær. Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Heimili fólks, sjúkrahús og skólar hafa verið sérstök skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk. En frá upphafi hefur þetta fyrst og fremst verið stríð gegn börnum. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn. Ekki venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð Annars er varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð. Þessi herferð heldur áfram af sívaxandi grimmd. Mótmæli skipta máli en duga ekki til Sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis. Ekkert breytist þó og enn er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum. Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð. En þessu hefur ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit. Við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram. Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar