Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 1. júlí 2025 13:30 Að velja friðinn fram yfir réttlætið?Ekki vegna þess að réttlæti skiptir ekki máli — þvert á móti.Heldur vegna þess að sé haldið í sársauka sem heimurinn neitar að stíga út úr, veikir það vitundina.Að velja friðinn, ekki sem þögn eða samþykki, heldur sem meðvitað val um að taka ekki þátt í mynstri sem stjórnar framvindunni. En hvað gerist þegar við bíðum eftir viðurkenningu sem aldrei kemur?Þegar réttlætið sem við þráum virðist fast í röddum sem þegja, afneita eða hunsa ?Við stöndum eftir með þá tilfinningu — að við höfum val um að öskra, gefast upp eða leita réttlætis. Það er þó líka annað val. Desmond Tutu, sem gegndi lykilhlutverki í sannleiks- og sáttarnefnd Suður-Afríku, sýndi heiminum að það er hægt að velja frið — ekki af undirgefni, heldur sem djúpa mótspyrnu gegn endurtekningunni.Frið sem segir: „Ég viðurkenni sannleikann. En ég ætla ekki að smita hann áfram.“Ekki af því að mér sé sama, heldur akkúrat af því að mér er svo innilega ekki sama. Við getum borið reiði með reisn. Við getum fundið allt sem við finnum – og samt ákveðið að bregðast ekki við á sama hátt og heimurinn hefur kennt okkur. Fátt er þó manninum erfiðara: Að ganga burt frá særandi hringiðunni — án þess að snúa til baka með eld í höndunum. Hér er svo spurning sem ég velti oft fyrir mér: Er það kannski svo, að sjálfshyggjan sem hefur orðið leiðarstef margra samfélaga takmarki hæfni okkar til friðar? Við höfum lært að virða sjálfsvirðingu okkar með því að standa ein — með okkar eigin sannleika, okkar eigin rétt. Erum við að svíkja okkur sjálf með því að gefa eftir? Friðurinn krefst ekki svika við sjálfið, heldur dýpri tengsla. Hver er andstæða sjálfshyggjunnar? Kannski er það samhyggja. Ekki undirgefni heldur viðurkenning á því að við eigum okkur sjálf í gegnum tengsl við aðra. Með því að skilja að sársauki annarra og okkar eigin eru ekki andstæður– heldur samtvinnaðir. Desmond Tutu sagði: „My humanity is bound up in yours, for we can only be human together.” Við þurfum hvort annað til að vera manneskjur. Kannski finnst aðeins friður þegar við hættum að líta á hann sem einkavörn og sjáum hann sem sameiginlegt val. Val sem byrjar ekki í samningaborði, heldur í hjarta þess sem segir: „Ég ætla ekki að halda þessu áfram.“ Val sem smíðar brú — jafnvel þar sem ekkert réttlæti hefur enn birst. Að velja friðinn. Ekki sem undanhald. Heldur sem stefnu. Sem val um að varðveita það sem við viljum njóta — innan frá og í umhverfinu. Höfundur er ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Að velja friðinn fram yfir réttlætið?Ekki vegna þess að réttlæti skiptir ekki máli — þvert á móti.Heldur vegna þess að sé haldið í sársauka sem heimurinn neitar að stíga út úr, veikir það vitundina.Að velja friðinn, ekki sem þögn eða samþykki, heldur sem meðvitað val um að taka ekki þátt í mynstri sem stjórnar framvindunni. En hvað gerist þegar við bíðum eftir viðurkenningu sem aldrei kemur?Þegar réttlætið sem við þráum virðist fast í röddum sem þegja, afneita eða hunsa ?Við stöndum eftir með þá tilfinningu — að við höfum val um að öskra, gefast upp eða leita réttlætis. Það er þó líka annað val. Desmond Tutu, sem gegndi lykilhlutverki í sannleiks- og sáttarnefnd Suður-Afríku, sýndi heiminum að það er hægt að velja frið — ekki af undirgefni, heldur sem djúpa mótspyrnu gegn endurtekningunni.Frið sem segir: „Ég viðurkenni sannleikann. En ég ætla ekki að smita hann áfram.“Ekki af því að mér sé sama, heldur akkúrat af því að mér er svo innilega ekki sama. Við getum borið reiði með reisn. Við getum fundið allt sem við finnum – og samt ákveðið að bregðast ekki við á sama hátt og heimurinn hefur kennt okkur. Fátt er þó manninum erfiðara: Að ganga burt frá særandi hringiðunni — án þess að snúa til baka með eld í höndunum. Hér er svo spurning sem ég velti oft fyrir mér: Er það kannski svo, að sjálfshyggjan sem hefur orðið leiðarstef margra samfélaga takmarki hæfni okkar til friðar? Við höfum lært að virða sjálfsvirðingu okkar með því að standa ein — með okkar eigin sannleika, okkar eigin rétt. Erum við að svíkja okkur sjálf með því að gefa eftir? Friðurinn krefst ekki svika við sjálfið, heldur dýpri tengsla. Hver er andstæða sjálfshyggjunnar? Kannski er það samhyggja. Ekki undirgefni heldur viðurkenning á því að við eigum okkur sjálf í gegnum tengsl við aðra. Með því að skilja að sársauki annarra og okkar eigin eru ekki andstæður– heldur samtvinnaðir. Desmond Tutu sagði: „My humanity is bound up in yours, for we can only be human together.” Við þurfum hvort annað til að vera manneskjur. Kannski finnst aðeins friður þegar við hættum að líta á hann sem einkavörn og sjáum hann sem sameiginlegt val. Val sem byrjar ekki í samningaborði, heldur í hjarta þess sem segir: „Ég ætla ekki að halda þessu áfram.“ Val sem smíðar brú — jafnvel þar sem ekkert réttlæti hefur enn birst. Að velja friðinn. Ekki sem undanhald. Heldur sem stefnu. Sem val um að varðveita það sem við viljum njóta — innan frá og í umhverfinu. Höfundur er ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun