Færeyingar í undanúrslitin á HM og gætu mætt Dönum í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 20:45 Óli Mittun hefur verið frábær á þessu heimsmeistaramóti og er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir liðið. Getty/Andreas Gora Færeyska 21 árs landsliðið í handbolta er komið alla leið í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta í Póllandi eftir sigur á Slóvenum í kvöld. Færeyingar unnu tveggja marka sigur á Slóveníu, 35-33, í átta liða úrslitum í kvöld og tryggðu sér undanúrslitaleik á móti Portúgal. Vinni færeyska liðið þennan undanúrslitaleik þá gætum við fengið úrslitaleik á HM í ár á milli Danmerkur og Færeyjar. Danir komust í undanúrslit með 25-23 sigri á Norðmönnum. Færeyingar skildu Íslendinga eftir í riðlinum og unnu síðan Frakka á leið sinni í átta liða úrslitin. Frábær fyrri hálfleikur skilaði færeyska liðinu sex marka forystu í hálfleik, 19-13. Slóvenska liðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark undir blálokin. Færeyingar héldu hins vegar út og fögnuðu frábærum sigri. Þetta er þegar orðinn besti árangur færeyska 21 árs landsliðsins sem endaði í sjöunda sæti á síðasta HM sem var áður besta frammistaðan. Það er magnað að þessi litla þjóð sé að skila landsliði í leik um verðlaun á heimsmeistaramóti. Óli Mittún fór að venju fyrir færeyska liðinu en Isak Vedelsbol átti líka stórleik og skoraði tíu mörk. Mittún var með sex mörk og þrjár stoðsendingar en var í strangri gæslu hjá Slóvenum. Niklas Gaard var með fimm mörk og Högni Heinason skoraði fjögur mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Svíar komust líka í undanúrslit eftir sex marka sigur á Þjóðverjum, 32-26, og Norðurlandaþjóðirnar verða því þrjár í undanúrslitunum í ár. Portúgal er eina þjóðin sem er ekki þaðan en Portúgalar slógu Egypta út úr átta liða úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Handballnews24 (@handballnews24) Handbolti Færeyjar Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Færeyingar unnu tveggja marka sigur á Slóveníu, 35-33, í átta liða úrslitum í kvöld og tryggðu sér undanúrslitaleik á móti Portúgal. Vinni færeyska liðið þennan undanúrslitaleik þá gætum við fengið úrslitaleik á HM í ár á milli Danmerkur og Færeyjar. Danir komust í undanúrslit með 25-23 sigri á Norðmönnum. Færeyingar skildu Íslendinga eftir í riðlinum og unnu síðan Frakka á leið sinni í átta liða úrslitin. Frábær fyrri hálfleikur skilaði færeyska liðinu sex marka forystu í hálfleik, 19-13. Slóvenska liðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark undir blálokin. Færeyingar héldu hins vegar út og fögnuðu frábærum sigri. Þetta er þegar orðinn besti árangur færeyska 21 árs landsliðsins sem endaði í sjöunda sæti á síðasta HM sem var áður besta frammistaðan. Það er magnað að þessi litla þjóð sé að skila landsliði í leik um verðlaun á heimsmeistaramóti. Óli Mittún fór að venju fyrir færeyska liðinu en Isak Vedelsbol átti líka stórleik og skoraði tíu mörk. Mittún var með sex mörk og þrjár stoðsendingar en var í strangri gæslu hjá Slóvenum. Niklas Gaard var með fimm mörk og Högni Heinason skoraði fjögur mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Svíar komust líka í undanúrslit eftir sex marka sigur á Þjóðverjum, 32-26, og Norðurlandaþjóðirnar verða því þrjár í undanúrslitunum í ár. Portúgal er eina þjóðin sem er ekki þaðan en Portúgalar slógu Egypta út úr átta liða úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Handballnews24 (@handballnews24)
Handbolti Færeyjar Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira