Auglýsingaskrum Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar 25. júní 2025 07:31 Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi. Þetta er Landsvirkjun að reyna með því að gefa virkjun (miðlunarlóni) í Þjórsárverum nýtt nafn og kallar virkjunina nú Kjalölduveitu. Eftir langa baráttu var almenn sátt um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í Rammaáætlun 2014 og friðlandið í Þjórsárverum var svo stækkað 2017. Nú reynir Landsvirkjun að fá leyfi til að virkja í Þjórsárverum með því að pakka Norðlingaölduveitu í nýjar umbúðir, en innihaldið er það sama og áður. Vissulega er búið að hnika lóninu til, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að komast hjá ákvæðum friðlýsingarinnar frá 2017. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar tók þetta trix Landsvirkjunar fyrir og hafnaði því - þetta væri eingöngu auglýsingaskrum. Í skýrslu verkefnisstjórnar segir meðal annars: „Verkefnisstjórn leitaði jafnframt lögfræðilegs álits þessa. Meðfylgjandi eru tvö lögfræðiálit, annars vegar það álit sem var unnið af umhverfis, orku og loftslagsráðuneytinu 2022 sem eftir breytingar á stjórnarráðinu er nú ráðuneyti allra málaflokka ríkisins sem rammaáætlun tekur til og svo jafnframt nýtt óháð lögfræðiálit. Niðurstöður þessar álita er afdráttarlaust. Tillaga verkefnisstjórnar um flokkun þessa tiltekna virkjunarkosts (StG: verndarflokkur) sem hér er sett fram, rökstudd af gögnum frá faghópum hennar, er fullnægjandi fagleg meðferð í samræmi við ákvæði laganna. Ekkert í skoðun verkefnisstjórnar á málefnum virkjunarkostsins bendir til annars.“ Verkefnastjórn segir sem sagt að engin ástæða sé til að breyta því að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki, þó búið sé að pakka henni í glanspappír og gefa nýtt nafn. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að að láta undan hræðsluáróðri Landsvirkjunar og færa og færa Norðlingaölduveitu 2.0 í biðflokk (úr verndarflokki). Bæði Landsvirkjun og ríkisstjórnin eiga að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Stefán Georgsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi. Þetta er Landsvirkjun að reyna með því að gefa virkjun (miðlunarlóni) í Þjórsárverum nýtt nafn og kallar virkjunina nú Kjalölduveitu. Eftir langa baráttu var almenn sátt um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í Rammaáætlun 2014 og friðlandið í Þjórsárverum var svo stækkað 2017. Nú reynir Landsvirkjun að fá leyfi til að virkja í Þjórsárverum með því að pakka Norðlingaölduveitu í nýjar umbúðir, en innihaldið er það sama og áður. Vissulega er búið að hnika lóninu til, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að komast hjá ákvæðum friðlýsingarinnar frá 2017. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar tók þetta trix Landsvirkjunar fyrir og hafnaði því - þetta væri eingöngu auglýsingaskrum. Í skýrslu verkefnisstjórnar segir meðal annars: „Verkefnisstjórn leitaði jafnframt lögfræðilegs álits þessa. Meðfylgjandi eru tvö lögfræðiálit, annars vegar það álit sem var unnið af umhverfis, orku og loftslagsráðuneytinu 2022 sem eftir breytingar á stjórnarráðinu er nú ráðuneyti allra málaflokka ríkisins sem rammaáætlun tekur til og svo jafnframt nýtt óháð lögfræðiálit. Niðurstöður þessar álita er afdráttarlaust. Tillaga verkefnisstjórnar um flokkun þessa tiltekna virkjunarkosts (StG: verndarflokkur) sem hér er sett fram, rökstudd af gögnum frá faghópum hennar, er fullnægjandi fagleg meðferð í samræmi við ákvæði laganna. Ekkert í skoðun verkefnisstjórnar á málefnum virkjunarkostsins bendir til annars.“ Verkefnastjórn segir sem sagt að engin ástæða sé til að breyta því að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki, þó búið sé að pakka henni í glanspappír og gefa nýtt nafn. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að að láta undan hræðsluáróðri Landsvirkjunar og færa og færa Norðlingaölduveitu 2.0 í biðflokk (úr verndarflokki). Bæði Landsvirkjun og ríkisstjórnin eiga að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Höfundur er verkfræðingur
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun