Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 19. júní 2025 22:30 Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og Guðmundur Vigfússon netagerðarmaður. Vísir Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að þróa botnvörpuveiðar til að minnka umhverfisáhrif þeirra. Það eigi líka við um aðrar veiðiaðferðir. Hafsvæði sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veiða hafi verið lokuð fyrir þeim. Maður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar segir þær valda alltof miklu tjóni. Formaður Landssambands smábátasjómanna sagði í fréttum Sýnar í gær að sambandið hefði barist gegn botnvörpuveiðum í áratugi. Sambandið auglýsti gegn þeim í DV og Fréttablaðinu árið 2001. LÍÚ forveri SFS kallaði auglýsingarnar þá ómerkilegan áróður í fjölmiðlum. Gagnrýnin kom í kjölfar myndar Davids Attenboroughs um Hafið. Mikilvægt að bæta veiðiaðferðirnar Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að leita allra leiða til að takmarka umhverfisáhrif botnvörpuveiða sem og annarra veiðiaðferða. „Það á stöðugt að vera að endurbæta veiðarfæri. Togveiðarfæri eru í grunninn 140-150 ára gömul uppfinning og hafa í sjálfu sér ekki breyst. Útfærslurnar eru mismunandi. Við eigum að leita allra leiða til að lágmarka þá snertingu sem veiðarfærin hafa við botninn,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn telur að núverandi botnvörpuveiðar valdi ekki miklum skaða en hafi gert það áður fyrr. „Það er ýmislegt sem er verið að gera til þess að koma í veg fyrir að áhrif botnvörpunnar séu ekki til skaða. Það er ekki hægt að neita því að botnvörpuveiðar hér áður fyrr voru til mikils skaða og búið að brjóta niður kaldsjávarskóralla fyrir sunnan og vestan land,“ segir hann. Hann bendir á að Hafrannsóknarstofnun hafi lokað mörgum svæðum fyrir veiðum og þar eigi lífríkið og sé byrjað að jafna sig. Verndarsvæði Hafrannsóknarstofnunar þar sem ekki má í dag veiða eru rauð á kortinu.Vísir „Það er víða verið að vernda grunnslóðina fyrir trollinu,“ segir Þorsteinn. BBC fékk tökur fyrir Hafið Guðmundur Viðarsson sjómaður og veiðarfærahönnuður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar við Ísland segir að kvikmyndateymi BBC hafi haft samband við sig til að fá tökur frá honum fyrir heimildarmynd Davids Attenborough um Hafið. „Ég hef tekið eitthvað af þessum myndum sjálfur með myndavélum á trollum á Íslandi. Við höfum verið að nýta þessa tækni í veiðifærahönnun og meta það sem við sem við erum að gera til sjós. Ég tek þetta oft með þegar ég er á hafinu.“ Miðað við það sem þú hefur séð, hver eru áhrif þessara veiða á lífríkið þar sem veiðarnar eru stundaðar? „Áhrifin eru kannski ekki beint sjáanleg úr einni myndatöku yfir í eina veiðislóð. En þyngd veiðarfæra hefur gríðarleg áhrif og hönnun veiðarfæra hefur áhrif á botninn ef ekki rétt er farið að.“ Fiskeldi Hafið Umhverfismál Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Sjá meira
Formaður Landssambands smábátasjómanna sagði í fréttum Sýnar í gær að sambandið hefði barist gegn botnvörpuveiðum í áratugi. Sambandið auglýsti gegn þeim í DV og Fréttablaðinu árið 2001. LÍÚ forveri SFS kallaði auglýsingarnar þá ómerkilegan áróður í fjölmiðlum. Gagnrýnin kom í kjölfar myndar Davids Attenboroughs um Hafið. Mikilvægt að bæta veiðiaðferðirnar Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að leita allra leiða til að takmarka umhverfisáhrif botnvörpuveiða sem og annarra veiðiaðferða. „Það á stöðugt að vera að endurbæta veiðarfæri. Togveiðarfæri eru í grunninn 140-150 ára gömul uppfinning og hafa í sjálfu sér ekki breyst. Útfærslurnar eru mismunandi. Við eigum að leita allra leiða til að lágmarka þá snertingu sem veiðarfærin hafa við botninn,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn telur að núverandi botnvörpuveiðar valdi ekki miklum skaða en hafi gert það áður fyrr. „Það er ýmislegt sem er verið að gera til þess að koma í veg fyrir að áhrif botnvörpunnar séu ekki til skaða. Það er ekki hægt að neita því að botnvörpuveiðar hér áður fyrr voru til mikils skaða og búið að brjóta niður kaldsjávarskóralla fyrir sunnan og vestan land,“ segir hann. Hann bendir á að Hafrannsóknarstofnun hafi lokað mörgum svæðum fyrir veiðum og þar eigi lífríkið og sé byrjað að jafna sig. Verndarsvæði Hafrannsóknarstofnunar þar sem ekki má í dag veiða eru rauð á kortinu.Vísir „Það er víða verið að vernda grunnslóðina fyrir trollinu,“ segir Þorsteinn. BBC fékk tökur fyrir Hafið Guðmundur Viðarsson sjómaður og veiðarfærahönnuður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar við Ísland segir að kvikmyndateymi BBC hafi haft samband við sig til að fá tökur frá honum fyrir heimildarmynd Davids Attenborough um Hafið. „Ég hef tekið eitthvað af þessum myndum sjálfur með myndavélum á trollum á Íslandi. Við höfum verið að nýta þessa tækni í veiðifærahönnun og meta það sem við sem við erum að gera til sjós. Ég tek þetta oft með þegar ég er á hafinu.“ Miðað við það sem þú hefur séð, hver eru áhrif þessara veiða á lífríkið þar sem veiðarnar eru stundaðar? „Áhrifin eru kannski ekki beint sjáanleg úr einni myndatöku yfir í eina veiðislóð. En þyngd veiðarfæra hefur gríðarleg áhrif og hönnun veiðarfæra hefur áhrif á botninn ef ekki rétt er farið að.“
Fiskeldi Hafið Umhverfismál Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Sjá meira