Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir skrifar 19. júní 2025 11:30 Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins? Þessi umræða er á villigötum. Auðvitað vilja allir betri leikskóla – betra starfsumhverfi, minna álag á kennara, fleiri kennara til starfa, meira rými og meiri vellíðan fyrir börnin okkar. Það þarf ekki að ræða. Það þarf hins vegar að ræða hvernig kerfið er útfært og hvernig kostnaðinum er dreift. Þetta samtal hefur aldrei fengið að eiga sér stað. Í dag er það þannig að stærsti hluti foreldra í Kópavogi greiðir hæstu leikskólagjöld á landinu fyrir hefðbundna vistun, á meðan minni hópur nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu. Fjölskyldur neyðast annaðhvort til að laga líf sitt að forsendum kerfisins eða það er látið bera óhóflegan kostnað. Á sama tíma er systkinaafsláttur í Kópavogi töluvert lægri en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, sem kemur sér illa fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri – sem er einmitt sá hópur sem mest þarf á því að halda að gjöldin séu hófleg. Þegar kerfið er fjármagnað af þeim sem mestan stuðning þurfa, þeim sem þurfa fulla vistun, verður niðurstaðan ósanngjörn. Það má heldur ekki gleymast að leikskólar eru ekki eingöngu dagvistun. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið – grundvöllurinn sem frekara nám og velferð byggjast á. Gæði menntunar skiptir máli frá fyrsta degi. Foreldrar vilja að leikskólastarfið gangi vel. Við erum tilbúin að sýna sveigjanleika og taka þátt í að móta breytingar sem bæta skólastarfið – en það þarf að gerast á forsendum sem virða aðstæður allra fjölskyldna. Sanngirni og jafnræði þurfa að liggja að baki. Þetta snýst ekki um með eða á móti – heldur snýst þetta um að það er hægt að móta leikskólakerfið í Kópavogi þannig að það mæti bæði þörfum barnafjölskyldna og kröfum um gæði, fagmennsku og jafnrétti. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins? Þessi umræða er á villigötum. Auðvitað vilja allir betri leikskóla – betra starfsumhverfi, minna álag á kennara, fleiri kennara til starfa, meira rými og meiri vellíðan fyrir börnin okkar. Það þarf ekki að ræða. Það þarf hins vegar að ræða hvernig kerfið er útfært og hvernig kostnaðinum er dreift. Þetta samtal hefur aldrei fengið að eiga sér stað. Í dag er það þannig að stærsti hluti foreldra í Kópavogi greiðir hæstu leikskólagjöld á landinu fyrir hefðbundna vistun, á meðan minni hópur nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu. Fjölskyldur neyðast annaðhvort til að laga líf sitt að forsendum kerfisins eða það er látið bera óhóflegan kostnað. Á sama tíma er systkinaafsláttur í Kópavogi töluvert lægri en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, sem kemur sér illa fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri – sem er einmitt sá hópur sem mest þarf á því að halda að gjöldin séu hófleg. Þegar kerfið er fjármagnað af þeim sem mestan stuðning þurfa, þeim sem þurfa fulla vistun, verður niðurstaðan ósanngjörn. Það má heldur ekki gleymast að leikskólar eru ekki eingöngu dagvistun. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið – grundvöllurinn sem frekara nám og velferð byggjast á. Gæði menntunar skiptir máli frá fyrsta degi. Foreldrar vilja að leikskólastarfið gangi vel. Við erum tilbúin að sýna sveigjanleika og taka þátt í að móta breytingar sem bæta skólastarfið – en það þarf að gerast á forsendum sem virða aðstæður allra fjölskyldna. Sanngirni og jafnræði þurfa að liggja að baki. Þetta snýst ekki um með eða á móti – heldur snýst þetta um að það er hægt að móta leikskólakerfið í Kópavogi þannig að það mæti bæði þörfum barnafjölskyldna og kröfum um gæði, fagmennsku og jafnrétti. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun